Fréttablaðið - 12.12.2009, Side 145
LAUGARDAGUR 12. desember 2009
Við elskum að gera falleg föt...
Opið alla helgina hjá
Andersen & Lauth
O p i ð l a u g a r d a g f r á 1 0 - 2 2
O p i ð s u n n u d a g f r á 1 3 - 1 8
N ý t t k o r t a t í m a b i l
Andersen & Lauth, herraverzlun, Laugavegi 7
Andersen & Lauth, dömuverzlun, Laugavegi 7
Andersen & Lauth, Outlet, Laugavegi 86-94
TAX-FREE DAG
AR
ALLAR VÖRUR
VERSLUNARI
NNAR ÁN VSK
!*
FRÁ LAUGARD
EGI TIL SUNN
UDAGS!
STÆRSTA OUTLET LANDSINS!
*Gildir ekki af DVD-diskum og hlaupahjólum. Ríkissjóður fær virðisaukaskatt af öllum seldum vörum. Afslátturinn er alfarið á kostnað MerkjaOutlet.
KORPUTORGI
JAKKAFÖTIN FYRIR JÓLIN
FÁST HJÁ OKKUR
„Þetta var alveg magnað,“ segir
Kristófer Eðvarðsson úr rokk-
sveitinni Nögl.
Hluti nýs myndbands sveitar-
innar við útgáfu hennar af jóla-
laginu Snjókorn falla var tekinn
uppi á þaki Turnsins í Kópavogi.
„Það skemmtilega við þetta er
að það var akkúrat snjór þenn-
an dag en það hafði ekki snjó-
að lengi. Það var ískalt þarna
uppi og hrikalegt útsýni,“ segir
Kristófer. Nögl hefur þar með
skráð sig á spjöld sögunnar því
hún er fyrsta hljómsveitin sem
tekur upp myndband þarna. „Við
þurftum að fá leyfi frá forráða-
mönnum okkar. Þótt við séum
allir komnir yfir lögaldur vildi
karlinn ekki taka sénsinn á að
við myndum klikkast og hoppa
niður,“ segir hann og á þar við
húsvörðinn í Turninum. Mynd-
bandið verður frumsýnt á síð-
unni Tónlist.is og víðar í dag.
Rokkað á þaki Turnsins
UPPI Á ÞAKI Rokkararnir í Nögl við tökur
á myndbandinu uppi á þaki Turnsins í
Kópavogi.
Fyrrverandi eiginkona Davids
Hasselhoff, Pamela Bach, hefur
beðið aðdáendur og vini leikar-
ans um að leggjast á eitt og fá
Strandvarðargoðsögnina til að
setja tappann í flöskuna. Hassel-
hoff og Bakkus hafa lengi eldað
grátt silfur saman og hann virð-
ist eiga erfitt með að láta vínið í
friði, ef marka má orð fyrrver-
andi eiginkonu hans í bandarísk-
um fjölmiðlum. „Fíkn Davids í
áfengi hefur haft mikil áhrif á
líf fjölskyldunnar og sérstak-
lega dætra okkar. Við gátum ekki
átt eðlilegt fjölskyldulíf þegar
David drakk því maður trúði því
aldrei að lífið gæti breyst til hins
betra,“ sagði Pamela í yfirlýsingu
sinni. Pamela og David eiga tvær
dætur, hina 19 ára gömlu Taylor
og Hayley, sem er sautján ára.
Pamela sjálf er reyndar ekki
barnanna best því hún fékk sína
þriðju ákæru fyrir ölvunarakstur
í síðasta mánuði.
David Hassel-
hoff í vanda
ALKI David Hasselhoff er alkóhólisti segir
fyrrum eiginkona hans, Pamela Bach.
Hún hefur sjálf átt við áfengisvandamál
að stríða. NORDIC PHOTOS/GETTY
Leikkonan Joely Richardson
hefur í fyrsta sinn tjáð sig um
dauða systur sinnar, leikkonunn-
ar Natöshu Richardson sem lést
fyrr á árinu eftir að hafa dottið
á skíðum og hlotið höfuðhögg.
„Ég hafði aldrei lifað dag án
hennar. Maður óttast um börn
sín, foreldra, en mér hafði aldrei
dottið í hug að ég gæti misst
hana,“ sagði Joely sem var ári
yngri en systir hennar.
„Tash var stór hluti af mér.
Við deildum mótunarárum
okkar saman og þá held ég að
það myndist einhver sérstök
tengsl á milli fólks. Ég get ekki
ímyndað mér að sá dagur muni
nokkurn tíma koma að ég muni
ekki hugsa til hennar.“
Joely syrgir
systur sína
SYRGIR Joely Richardson segist hugsa
til systur sinnar, Natöshu Richardson,
daglega.