Fréttablaðið - 12.12.2009, Síða 149
LAUGARDAGUR 12. desember 2009
Hljómsveitir og tónlistarmenn sem
eiga það sameiginlegt að vera úr
Garðabænum spila á tónleikum
í Vídalínskirkju á þriðjudaginn.
Fram koma Dikta, Ourlives, Pétur
Ben og nýliðinn Daníel Jón. Bæði
Dikta og Ourlives voru að senda
frá sér plötur fyrir jólin. Dikta
gaf út sína þriðju plötu, Get It Tog-
ether, og Ourlives sína fyrstu sem
nefnist We Lost the Race. Fyrsta
plata Péturs Ben, Wine For My
Weakness, hlaut Íslensku tónlist-
arverðlaunin árið 2007 sem besta
platan. Tónleikarnir hefjast kl.
20.30 og miðaverð er 2.000 krónur.
Forsala miða fer fram í Ilse Jacob-
sen á Garðatorgi.
Hljómsveitin Nóra hugsar sér til
hreyfings á næsta ári og ætlar
að gefa út plötuna Er einhver að
hlusta? Sveitin, sem spilar létt-
leikandi indípopp á íslensku, spil-
ar á tvennum tónleikum í dag. Þeir
fyrri eru í gamla Saltfélagshúsinu
úti á Granda á viðburði sem nefn-
ist Milliliðalaus verzlun, frá hönn-
uði til neytandans, og er svokallað-
ur Pop-Up markaður. Þeir hefjast
klukkan 15 og fram kemur fjöldi
listamanna auk Nóru: Lay Low og
Agnes Erna, Pascal Pinon, Myrra,
Elín Ey, Svavar Knútur, Gabriel
Lynch, Johnny Stronghands, Jón
Tryggvi, Uni og Heimilistónar. Um
kvöldið fer svo Nóra yfir á Kúltúra
á Hverfisgötu og spilar með Ara
Eldon og félögum í svalbillíband-
inu The Way Down. Þeir tónleikar
hefjast klukkan 22.
Tvöföld Nóra í dag
ER EINHVER AÐ HLUSTA? Nóra hoppar
og skoppar.
Síðastliðinn laugardag fór fram
söfnun Alnæmissjóðs MAC í
Smáralind fyrir HIV-Ísland sam-
tökin. Alnæmissjóður MAC hefur
stutt við samtökin um árabil og
var þeim afhent ávísun upp á 2,2
milljónir króna á laugardag. Fjár-
ins var aflað með sölu á Viva Glam
varalitum og glossum sem seldir
eru allt árið um kring, en allur
hagnaður af sölunni rennur til
sjóðsins. Ákveðið hefur verið að
framlag MAC á Íslandi í ár renni
til fræðsluverkefnis HIV-Ísland
þar sem farið verður í alla grunn-
skóla landsins með fræðslu. Góð
stemning ríkti á söfnunardeginum
í Smáralind eins og sjá má á með-
fylgjandi myndum og fjöldi fólks
lagði málefninu lið. - ag
Stjörnur safna
fyrir HIV-samtökin
FLOTTUR HÓPUR Fjöldi fólks lagði fjáröflun Alnæmissjóðs MAC lið í Smáralind um
síðustu helgi.
BROSMILD Jónsi í Svörtum fötum, talsmaður Viva Glam, ásamt Þorbjörgu Marinós-
dóttir blaðakonu. MYNDIR/BIRGIR SIGURÐSSON
Hljómsveitir frá Garðabæ
DIKTA Hljóm-
sveitin Dikta spil-
ar í Vídalínskirkju
á þriðjudaginn.