Fréttablaðið - 12.12.2009, Síða 150
94 12. desember 2009 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00
Helgar
tilboð
3.995
2.995
Reginn ehf. er félag sem annast umsýslu og rekstur
fasteigna og fasteignafélaga sem Landsbankinn
kann að eignast við fullnustuaðgerðir. Félagið
er að fullu í eigu Landsbankans.
Fyrirhugað er að ráðstafa eignum m.a. með útleigu
og sölu og leitar Reginn ehf. eftir öflugum sam-
starfsaðilum á sviði fasteignasölu og leigumiðlunar
fasteigna til að sinna þjónustu tengdri umsýslu á
fasteignum félagsins.
Verið er að leita að aðilum sem hafa víðtæka
þekkingu, reynslu og öll tilskilin réttindi til að veita
þjónustu á þessu sviði. Ráðgert er að gera
þjónustu samninga við 3 – 4 aðila á hvoru sviði, þ.e.
fasteignasölu og leigumiðlun.
Þeir sem vilja kynna sér þær kröfur sem gerðar
eru til samningsaðila og hafa áhuga á að veita
umrædda þjónustu, geta óskað eftir frekari gögnum
um málið með því að senda tölvupóst á netfangið
reginn@reginnehf.is með upplýsingum um nafn,
heimilis fang, símanúmer og kennitölu umsækjanda.
Gögn verða afhent á rafrænu formi frá og með
mánudeginum 14. desember 2009 og verða send
viðkomandi í tölvupósti. Gögn verða ekki afhent á
annan hátt, hvorki prentuð né á geisladiski.
Skilafrestur upplýsinga frá áhugasömum er til
9. janúar 2010.
Fasteignasala
og leigumiðlun
Logi Gunnarsson og félagar í St. Etienne eru komnir í gang í frönsku
C-deildinni eftir erfiða byrjun. Logi er farinn að spila meira og meira
með hverjum leik.
„Við byrjuðum frekar illa og ég var ekki með í fyrstu fjórum
leikjunum. Núna erum við farnir að vinna leikina, við unnum
toppliðið um daginn og erum búnir að vinna tvo leiki í röð,“
segir Logi sem missti af upphafi tímabilsins vegna nárameiðsla.
Auk meiðslanna þurfti Logi að búa á hóteli og gat ekki verið
með fjölskyldu sína með sér.
„Það var rosalega erfitt að geta ekki spilað og að vera einn.
Núna er allt komið og fjölskyldan var að koma fyrir
tveimur vikum. Það er rosalega fínt,“ segir Logi sem
eignaðist son 10. október. „Það var erfitt að vera
í burtu þegar strákurinn fæddist og ég missti af
því. Ég fékk að fara heim daginn eftir að hann
fæddist og fékk að vera heima í tvo daga.“
Það gekk ýmislegt á í byrjun móts eftir að
St. Etienne-liðið var dæmt niður um deild.
„Liðin fóru í verkfall og við mættum í fyrsta
útileikinn okkar og enginn mætti í leikinn. Þeir náðu síðan að leysa
þetta,“ sagði Logi. „Ef við vinnum þessa leiki okkar í desember verð-
um við vonandi komnir meðal toppliðanna eftir áramót. Við erum
með eitt best mannaða liðið en erum ekki alveg búnir að stilla
strengina. Það kemur og við erum alltaf að líta betur og betur
út,“ segir Logi.
Logi hefur spilað mikið sem leikstjórnandi með St. Etienne.
„Ég er bara að dreifa boltanum og er ekki að skjóta eins mikið
og áður. Í síðustu leikjum hef ég bara verið að skjóta einhverj-
um fjórum til fimm skotum í leik sem er eitthvað sem ég er ekki
alveg vanur,“ segir Logi.
„Ég hef alltaf getað spilað báðar stöðurnar en nú þarf
maður alltaf að læra tvær stöður í öllum leikkerfum. Ég
fagna þeirri áskorun að spila leikstjórnanda,“ segir Logi.
„Maður er búinn að vera lengi í þessu og það er fínt
að fá þetta land í reynslubankann. Þetta er eitt af þessum
löndum þar sem mig langaði að prófa að spila og vonandi
get ég gert það gott hér og séð síðan til hvað gerist í
framhaldinu,“ segir Logi að lokum.
LOGI GUNNARSSON: KOMINN MEÐ FJÖLSKYLDUNA SÍNA ÚT TIL FRAKKLANDS OG ORÐINN GÓÐUR AF MEIÐSLUNUM
Var erfitt að missa af fæðingu sonarins
KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson
er kominn með leyfi frá læknum
CB Granada um að fá að spila á ný
með liðinu í spænsku úrvalsdeild-
inni en hann meiddist illa á baki í
æfingaleik á móti rússneska liðinu
Khimki 1. október.
Meiðsli Jóns Arnórs voru það
alvarleg að búist var við að hann
yrði frá í fjóra mánuði en Jón
Arnór ætlaði sér alltaf að koma
til baka fyrir jól. Jón Arnór lagði
mikið á sig til að komast aftur af
stað og er hrósað fyrir dugnað á
heimasíðu félagsins en þar er sagt
að vinnusemi Jóns sé aðalástæð-
an fyrir því að hann er kominn af
stað eftir rétt rúma tvo mánuði.
Jón Arnór var á sjúkrahúsi
til 6. október og fór strax að
vinna í að byggja sig upp á
nýjan leik þegar hann
kom heim. Hann hóf
síðan æfingar 16.
nóvember og fór
síðan að æfa að
hluta með liðinu
1. desember.
Jón Arnór hefur síðan tekið
þátt í æfingunum að fullu í
þessari viku.
CB Granada mætir Estu-
diantes á útivelli á morg-
un og verður Jón Arnór
væntanlega í leik-
mannahópi liðsins. Est-
udiantes og CB Granada
eru með jafnmörg stig
en Granada hefur dreg-
ist niður í fallbaráttuna á
þessu tímabili og situr sem
stendur í síðasta örugga
sæti deildarinnar. - óój
Jón Arnór Stefánsson má spila með spænska liðinu CB Granada í dag:
Tveimur mánuðum á undan
áætlun – þökk sé dugnaðinum
TIL BAKA FYRIR
JÓL Jón Arnór
Stefánsson er orð-
inn góður af meiðsl-
unum langt á undan
áætlun.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
> Stjörnuleikshátíð KKÍ í dag
Það verður sannkölluð körfuboltahátíð í Dalhúsum,
íþróttahúsi Fjölnis í Grafarvogi, í dag þegar Stjörnuleikir
karla og kvenna fara fram með öllu tilheyrandi eins og
þriggja stiga skotkeppni, troðslukeppni og skemmti-
leik á milli frægðarliði KKÍ og úrvalsliði eldri lands-
liðsmanna. Stjörnuleikur kvenna hefst klukkan 13.00
og Stjörnuleikur karla hefst klukkan 15.30.
Troðslukeppnin og skemmtileikurinn (um
kl. 14.30) eru á milli leikja og þriggja stiga
keppnirnar eru síðan í hálfleik leikjanna.
FÓTBOLTI Hornfirðingurinn
Ármann Smári Björnsson hefur
náð að stimpla sig inn í ensku C-
deildina með Hartlepool United.
Hann hefur til að mynda skorað í
síðustu tveimur leikjum liðsins og
uppskorið fyrir vikið hrós liðsfé-
laga síns, Peters Hartley.
„Tveir leikir, tvisvar í byrjun-
arliðinu og tvö mörk. Það er ekki
hægt að biðja um mikið meira en
það hjá framherja,“ sagði Hartley
við enska fjölmiðla. „Hann hefur
verið frábær á æfingum og hefur
ekki gefið neitt eftir. Ég er varn-
armaður og er dauðfeginn því að
þurfa ekki að dekka hann í föstum
leikatriðum.“
Það hefur þó tekið sinn tíma
fyrir Ármann Smára að vinna sér
sæti í liðinu en hann kom til Eng-
lands í september síðastliðnum frá
Brann í Noregi. Hann vann sér
strax sæti í leikmannahópi liðsins
og kom inn á sem varamaður í sjö
leikjum í september og október án
þess að skora.
Hann var svo „frystur“ á bekkn-
um í nóvember en fékk loksins
tækifærið í byrjunarliðinu þegar
Hartlepool mætti Carlisle á útivelli
hinn 1. desember. Ármann Smári
var ekki nema fimm mínútur að
setja mark sitt á leikinn og koma
sínum mönnum yfir. Hartlepool
tapaði reyndar leiknum, 3-2.
Um síðustu helgi var Ármann
Smári aftur í byrjunarliðinu og
skoraði þriðja markið í 3-0 sigri á
Millwall. Þá lék hann allan leikinn
og var það í fyrsta sinn sem hann
fékk að gera það hjá félaginu.
„Þetta hefur vissulega tekið sinn
tíma,“ segir Ármann Smári í sam-
tali við Fréttablaðið. „En ég átti
heldur ekki von á því að ég myndi
labba beint í liðið þegar ég kom. Ég
vissi að ég þurfti að bíða eftir mínu
tækifæri og þá var bara spurning
um að nýta það.“
Hann segist auðvitað hæst-
ánægður með gang mála nú. „Jú,
vissulega, en þetta eru bara tveir
leikir. Ég þarf að einbeita mér að
því að halda ótrauður áfram og
berjast með liðinu.“
Hartlepool er hafnarbær í norð-
austurhluta Englands, rétt norðan
við Middlesbrough. Aðrir fótbolta-
bæir, Newcastle og Sunderland,
eru ekki langt undan.
„Okkur hefur gengið misjafn-
lega í þessari deild,“ segir Ármann
Smári. „Við erum í ellefta sæti eins
og stendur en það er mjög þétt-
ur pakki um miðja deild. Það var
markmið okkar að vera í hópi efstu
tíu liða deildarinnar og vantar ekki
mikið upp á að það takist.“
Hann sagðist ekki hafa vitað
mikið um knattspyrnuna í þessari
deild áður en hann kom út. „Þetta
er mikill krafta- og háloftabolti.
Það hentar mér reyndar ágæt-
lega,“ sagði hann í léttum dúr. „En
þetta snýst að mestu leyti um að
koma boltanum sem fljótast frá
okkar marki og nota svo kantana á
hinum vallarhelmingnum og beita
þar fyrirgjöfum.“
Ármann Smári á að baki sex
A-landsleiki en rétt eins og hjá
Hartlepool hefur hann nýtt tæki-
færi sín vel þar. Hann á að baki
einn leik í byrjunarliði og þá skor-
aði hann fyrra markið í 2-1 sigri
á Norður-Írum í undankeppni EM
2008. Hann hefur þó aðeins einu
sinni komið við sögu í landsleik á
undanförnum tveimur árum.
„Ég hef auðvitað mjög gaman
af því að spila fyrir hönd minn-
ar þjóðar og vonandi fæ ég tæki-
færi til þess aftur. Ég verð bara
að halda áfram og standa mig –
þá hlýtur að verða tekið eftir því.
Tækifærið kemur bara þegar það
kemur.“ eirikur@frettabladid.is
Háloftabolti hentar mér
Ármann Smári Björnsson hefur látið til sín taka með enska C-deildarliðinu
Hartlepool að undanförnu. Hann hefur skorað í tveimur leikjum í röð eða í
bæði skiptin sem hann hefur fengið tækifærið í byrjunarliði félagsins.
SKORAÐI Í EINA BYRJUNARLIÐSLEIKNUM Ármann Smári Björnsson er hér í leik með
íslenska landsliðinu gegn Norður-Írum árið 2007. Hann skoraði fyrra mark Íslands í
2-1 sigri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM