Fréttablaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 158
102 12. desember 2009 LAUGARDAGUR
„Maður er svo sem vanur því að
vera ekki að moka inn peningum
á þessu, en núna hélt ég að ég gæti
ráðstafað einhverju af þessu og
kannski átt einhvern afgang. En,
nei, nei, það er aldrei þannig,“
segir Toggi og dæsir.
Hann var í bílnum sínum þegar
honum var sagt frá upphæð STEF-
greiðslunnar. „Ég held að stýrinu
hafi aldrei verið misþyrmt jafn
harkalega áður,“ segir hann, fliss-
ar og bætir við: „Ég gæti svo sem
skroppið á ströndina með Ingó,
en ég var bara búinn að ráðstafa
þessu í annað.“
Toggi ætlar að skoða málið
ofan í kjölinn með STEF og von-
ast eftir leiðréttingu. „Það getur
svo sem vel verið að þetta sé rétt
reiknað hjá þeim,“ segir hann og
bætir við: „En mér finnst bara
mjög skrítið og asnalegt að maður
semji vinsælasta lag ársins og sé
að fá fyrir það sirka mánaðarlaun
lagerstarfsmanns hjá Ísingu eða
eitthvað. Þetta er út í hött!“
drgunni@frettabladid.is.
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
LÁRÉTT
2. hljóðfæri, 6. klafi, 8. vefnaðarvara,
9. eldsneyti, 11. gjaldmiðill, 12. skot,
14. mjóróma, 16. skammstöfun, 17.
beita, 18. sprækur, 20. á fæti, 21. er
utar.
LÓÐRÉTT
1. á endanum, 3. stefna, 4. aftursæti,
5. drulla, 7. tónleikar, 10. yfirbreiðsla,
13. af, 15. hróp, 16. hláku, 19. númer.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. túba, 6. ok, 8. tau, 9. kol,
11. kr, 12. snafs, 14. skræk, 16. þe, 17.
áta, 18. ern, 20. il, 21. ytri.
LÓÐRÉTT: 1. loks, 3. út, 4. baksæti,
5. aur, 7. konsert, 10. lak, 13. frá, 15.
kall, 16. þey, 19. nr.
Söknuður, ævisaga
Vilhjálms Vilhjálmssonar
eftir Jón Ólafsson, er
komin út á hljóðbók.
Lög Vilhjálms skreyta
bókina, en útgáfan
sem kom út á
pappír hefur
selst vel og
verið prentuð
í 8.500 ein-
tökum. Þegar finna átti mann til að
lesa inn á hljóðbókina var ekki leit-
að langt fyrir skammt; höfundurinn
gerði það að sjálfsögðu sjálfur,
enda með afar ómþýða rödd sem
þjóðin þekkir.
Plakatið við heimildarmyndina
From Oakland to Iceland,
eftir Ragnhildi Magn-
úsdóttur, hefur verið
kjörið bíómynda-
plakat áratugarins á
Íslandi í skoðana-
könnun á síðunni
Icelandcineman-
ow.com. Í öðru
sæti var plakatið
við myndina
Bjarnfreðarson
sem er væntanleg
á annan í jólum. Í
næstu sætum á eftir, með töluvert
færri atkvæði, voru plakötin við
Engla alheimsins, Nóa albinóa
og Sólskinsdrenginn. Það var
fjölmiðlakonan Ragnhildur Magn-
úsdóttir sem átti hugmyndina að
sigurplakatinu en Þórdís Claessen
annaðist grafíska hönnun þess.
Fréttablaðið greindi frá því á dög-
unum að lag Merzedes Club, Meira
frelsi, hafi verið valið í sérstaka
danslagakeppni vefsíðunnar Eurod-
anceweb fyrir Íslands hönd. Kosn-
ingin stendur yfir og lagið er sem
stendur sjötta til sjöunda sæti með
um fjögur prósent atkvæða. Um
tvær vikur eru eftir að kosningunni
og ljóst er það þarf
þjóðarátak til að
koma Rebekku
Kolbeinsdóttur
og félögum á
toppinn. Hún
er reyndar
hætt í hljóm-
sveitinni,
en söng
umrætt
lag. - afb/fb
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Ég gef mömmu alltaf mjög
flottar jólagjafir, en hún verður
kannski aðeins flottari núna. Og
svo ætla ég að skella mér á sólar-
strönd í viku fyrir peninginn. Ég
var búinn að ákveða það. Fyrst ég
grísaði á að semja þetta lag var
ég búinn að ákveða að nýta inn-
komuna fyrir það í það sem lagið
fjallar um,“ segir Ingó í Veður-
guðunum, sem líkt og aðrir laga-
höfundar fékk STEF-greiðsl-
ur útborgaðar á fimmtudaginn.
Upphæðin sem nú er greidd út er
fyrir útvarpsspilun árið 2008. Þá
tröllreið lagið Bahama öllu. Ingó
samdi lag og texta og var að auki
að fá greitt fyrir lagið Drífu, sem
kom í kjölfar Bahama og varð líka
vinsælt.
Ingó er þó ekki nema sæmi-
lega sáttur og segir upphæðina
fyrir bæði lögin lága. „Upphæð-
in stóðst engan veginn væntingar
og var töluverð vonbrigði,“ segir
hann. „Maður var aðeins búinn að
pæla í þessu. Ég ætlaði að eyða
svo og svo miklu í jólagjafir og
leggja hitt til hliðar, en var svo
sem ekkert búinn að eyða þessu
fyrir fram. Ég var búinn að heyra
í lagahöfundum sem sögðu að ég
fengi svakaleg STEF-gjöld fyrir
Bahama og var því orðinn nokkuð
spenntur. Lagið hefur gefið mér
ágætis tekjur fyrir utan þetta svo
ég er svo sem ekkert að kvarta. Ég
þarf nú samt að athuga þetta mál.
Ég heyrði í lagahöfundi sem fékk
meira en ég fékk fyrir Bahama
fyrir lag sem var bara þokkalega
vinsælt í fyrra. Ég set því stórt
spurningarmerki við þetta allt
saman og þarf að tékka á þessu
niðri í STEF-i.“
Hinn stórsmellur síðasta árs var
að sjálfsögðu Þú komst við hjartað
í mér í flutningi Hjaltalín. Textinn
er eftir Pál Óskar, en lagið sömdu
Toggi (Þorgrímur Haraldsson) og
Sveinbjörn Bjarki Jónsson. STEF-
greiðslurnar fyrir hina ofurvin-
sælu útgáfu Hjaltalín renna á
fjóra staði. Meðlimir Hjaltalín fá
tvo punkta af tólf fyrir útsetning-
una, Palli fær þrjá punkta, Bjarki
tvo og Toggi fimm.
Toggi er jafnvel fúlli yfir upp-
hæð STEF-greiðslunnar en Ingó.
INGÓ VEÐURGUÐ: Á SÓLARSTRÖND FYRIR STEF-GJÖLDIN
SMELLIRNIR SKILUÐU LITLU
ÞEIR GÆTU FENGIÐ
FÍNA STEF-ÁVÍSUN
■ Örlygur Smári fyrir Eurovision-
lagið This Is My Life.
■ Barði Jóhannsson fyrir Merz-
edes Club-smellinn Ho ho ho
We Say hey hey hey.
■ Bragi Baggalútur Skúlason
fyrir Kósíkvöld í kvöld og Pabbi
minn er ríkari en pabbi þinn.
■ Emilíana Torrini fyrir Jungle
Drum, sem var spilað í spað
langt fram á þetta ár.
■ Haukur Heiðar Hauksson
og strákarnir í Diktu fyrir Just
Getting Started sem var annað
mest spilaða lagið í fyrra á Rás 2
ÓÁNÆGÐIR MEÐ
LÁGAR STEF-
GREIÐSLUR
Ingó og Toggi sömdu stórsmelli
síðasta árs, Bahama og Þú
komst við hjartað í mér. Á
fimmtudaginn fengu þeir
borgað fyrir útvarpsspil-
un ársins 2008 og eru
ósáttir við það hvað
poppsmellirnir gefa lítið
af sér.
Pétur Grétarsson
Aldur: Ég er fimmtugur.
Starf: Hljómlistarmaður.
Búseta: Reykjavík.
Fjölskylda: Ég er kvæntur Margréti
Gísladóttur og á tvö börn.
Stjörnumerki: Ég er bogmaður.
Pétur Grétarsson, ritstjóri tónlistarblaðs-
ins Hljómgrunns.
Skartpgripahönnuðurinn Hendr-
ikka Waage og Hrafnhildur Gunn-
arsdóttir kvikmyndaframleiðandi
hafa tryggt sér kvikmyndaréttinn
að bókinni Baróninn eftir Þórar-
in Eldjárn.
„Hrafnhildur hafði lengi geng-
ið með þá hugmynd í maganum
að kvikmynda þessa sögu. Hún
hitti síðan Hendrikku Waage, sem
einnig hafði hugsað um baróninn
lengi vel vegna hlutar sem hún
á og hafði eitt sinn verið í eigu
barónsins sjálfs. Hrafnhildur og
Hendrikka fundu út fyrir tilviljun
að þær ættu ást sína á sögu bar-
ónsins sameiginlega og eftir það
varð ekki aftur snúið,“ segir Val-
gerður Benediktsdóttir hjá For-
laginu.
Baróninn eftir Þórarin Eldjárn
kom út árið 2004 og er heimilda-
skáldsaga um franska aðalsmann-
inn barón Charles Gauldrée Boill-
eau, eða Baróninn á Hvítárvöllum
eins og hann hefur jafnan verið
kallaður. Baróninn var stórættað-
ur heimsborgari og hámenntaður
listamaður sem kom til landsins
árið 1898 í von um að finna sjálf-
an sig í íslenskri sveit, órafjarri
umbrotum heimsmenningarinn-
ar, en arfleifð hans er meðal ann-
ars götunafn í Reykjavík, Baróns-
stígur.
Ekki liggur fyrir hvenær
gerð kvikmyndarinnar hefst, en
Hrafnhildur verður framleiðandi
og Hendrikka meðframleiðandi
myndarinnar. - ag
Hendrikka gerir kvikmynd um Baróninn
SKRIFAÐ UNDIR Þau Hrafnhildur, Hendrikka og Þórarinn Eldjárn, ásamt starfsmanni
Réttindastofunnar, skrifuðu undir samning um gerð kvikmyndar eftir Baróninum, bók
Þórarins.
„Vinkona mín fann þessa ferð fyrir
mig á Netinu,“ segir Hildur Helga
Sigurðardóttir blaðamaður sem bók-
aði tveggja vikna safaríferð til Keníu
um jólin ásamt syni sínum, Óðni Páli
Ríkharðssyni, 15 ára. Áætluð brott-
för er í dag, en þegar blaðamaður
náði tali af Hildi Helgu í gær ríkti
óvissa um ferðina. „Ég er komin
með svo hrikalega hálsbólgu og syni
mínum var að slá niður svo við erum
bæði á pensillíni. Ég veit ekki hvort
þetta er svínaflensa, en þetta er alla-
vega svínsleg pest. Ég ætla nú samt
að klára að pakka,“ sagði hún.
Aðspurð segir Hildur Helga að
hana hafi lengi langað að fara í ævin-
týraferð með syni sínum. „Ferðin
var bókuð í gegnum ferðaskrifstof-
una Lastminute.com fyrir nokkrum
dögum, undir einhverju sem heitir
„last second“. Þetta var ódýr ferð
og bara heppni að fá hana, en aðalat-
riðið er að komast af landinu. Þetta
eru fyrstu jólin án heimilishundsins
Skottu sem dó fyrir hálfum mánuði,
svo það ríkir mikil sorg á heimilinu,“
útskýrir hún.
Þrátt fyrir langt flug segist Hild-
ur Helga spennt fyrir ferðinni. „Mér
skilst að meðalhitinn þarna sé 28 stig
svo þetta verður mjög skrítið. Svo er
flugið mjög langt, en það er farið frá
Keflavík til Manchester, gist þar
eina nótt og svo þaðan til Mombasa
í Keníu sem tekur tólf tíma. Mér
finnst bara gaman að fljúga en með
öllum þessum öryggisreglum og
sparnaði er enginn glamúr í flugi
lengur,“ segir Hildur sem vonaðist til
að komast í ferðina þrátt fyrir veik-
indin. „Við krossum bara fingur. Sem
betur fer er ég með góðan og traust-
an leigjanda sem fer hvergi um jólin
þannig að húsið verður ekki mann-
laust ef við komumst.“ - ag
Óvissa um safaríferð Hildar
Í VEIKINDUM Hildur Helga og sonur
hennar, Óðinn Páll, vonuðust til að
komast í safaríferðina til Kenía á laugar-
dag þrátt fyrir veikindi.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Jóhanna Sigurðardóttir.
2 Playmo-karlarnir.
3 Kristján Gauti Emilsson.