Fréttablaðið - 18.12.2009, Page 45
Jólahlaðborð
Perlunnar
Gjafabréf PerlunnarGefðu einstaka kvöldstund í jólagjöf!
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
„Kökurnar, sem eru bæði falleg-
ar og góðar, eru líka mjög óhollar
sem er nú allt í lagi svona rétt fyrir
jól,“ segir Stefanía og brosir breitt.
Þær hafa gengið á milli vinkvenna í
stórum vinkonuhópi og eru alls stað-
ar jafn vinsælar. „Ég er tiltölulega
nýbúin að gera tvöfalda uppskrift og
á lítið eftir.“
Stefanía á ekki langt að sækja
myndarskapinn í eldhúsinu en hún
er heimilisfræðikennari að mennt.
„Ég tók áhugasviðspróf í mennta-
skóla og út úr því kom að ég ætti
annað hvort að verða kennari eða
kokkur. Heimilisfræðikennari lá
því beint við. Hárgreiðslan hefur þó
alltaf heillað mig og þó að ég hafi
upphaflega ætlað mér að læra hana í
ellinni þá ákvað ég að slá til og klára
núna í vor. Það má því segja að ég
sé heimilisfræðimenntaður hár-
greiðslunemi.“
Þó að Stefanía hafi áhuga á
matar gerð viðurkennir hún að á
námsárum með lítil börn þurfi
„gourmet“-matargerð oft að víkja
fyrir einhverju fljótlegra, auk þess
Kökur sem klárast strax
Stefanía Ragnarsdóttir lumar á uppskrift að súkkulaðiskreyttum hafrasmákökum sem gufa yfirleitt upp
um leið og þær hafa verið bakaðar. Til tilbreytingar notar hún appelsínusúkkulaði til skrauts.
200 g lint smjör
2 dl sykur
2 dl púðursykur
2 egg
Hræra fyrst smjör, sykur og púðursyk-
ur saman. Eggjum bætt út í blönduna
þegar smjörið og sykurinn hafa
blandast vel saman. Á meðan er þurr-
efnum blandað saman í aðra skál.
4 dl hveiti
½ tsk. salt
1 tsk. matarsódi
2 tsk. vanillusykur
4 dl kornflex
4 dl haframjöl (tæplega)
2 dl kókosmjöl (gott að hafa það gróft)
Öllu blandað saman. Kökurnar
hefast mjög mikið í ofninum svo
það er betra að hafa gott pláss á
milli þeirra og hafa þær í smærri
kantinum. Bakið við 180°C í um 8
mínútur (ekki of lengi til að þær
haldist mjúkar). Þegar kökurnar eru
nýkomnar úr ofninum er súkkul-
aðidropum (dökkum) stungið ofan
í miðja kökuna. Eins er hægt að
saxa suðusúkkulaði niður í smáa
bita og nota í staðinn eða bræða
suðusúkkulaði og pensla því ofan
á kökurnar. Til að fá tilbreytingu er
líka hægt að nota suðusúkkulaði
með appelsínubragði.
JÓLASMÁKÖKUR MEÐ HAFRAMJÖLI OG KORNFLEXI
sem fjárhagurinn leyfi ekki stór-
ar veislur nema á tyllidögum. „Ég
reyni þó að nostra við matargerð-
ina þegar ég býð í mat. Ég reyni
líka að gera að minnsta kosti þrjár
smákökusortir. Stefanía segist ekki
taka uppskriftir allt of hátíðlega og
reynir oft að nýta það sem er til í
skápunum. „Núna síðast átti ég til
dæmis ekki nógu mikið haframjöl í
kökurnar og notaði þá múslí á móti.
Eins sker ég stundum suðusúkkulaði
í bita ef ég á ekki súkkulaðidropa til
skrauts. vera@frettabladid.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
A
LL
I
Stefanía reynir oft að nýta það sem er til í skápunum og
nú síðast notaði hún múslí á móti haframjöli í kökurnar.
Hér er hún ásamt yngri syni sínum Ásgrími Rúnarssyni.
JÓLATÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS
verða haldnir í dag og á morgun. Leikið verður fallega ævintýrið um
snjókarlinn með tónlist eftir Howard Blake. Páll Óskar Hjálmtýsson
mun bæði segja söguna og syngja auk þess sem tveir ungir fiðluleikar-
ar leika þátt úr konsert eftir Bach og Graduale-kórinn syngur jólalög.
Verð 7.890 kr.
b d b19. nóvem er - 30. esem er
Hið óviðjafnanlega jólahlaðborð Perlunnar
hefst 19. nóvember. Það borgar sig að panta borðið
strax – enda eitt vinsælasta jólahlaðborð á landinu!
Fyrir mat er gestum boðið að bragða á sérvöldum
eðalvínum frá Chile og Argentínu.
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
Perlan er lokuð 2.-8. janúar 2010 vegna breytinga.
23. des. Skötu- og jólahlaðborð í hádeginu
1. jan. Nýárskvöldverður Perlunnar
9. jan. Allt í steik!