Vikan


Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 3

Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 3
VIKAHI kemur út cins og vanalega þrátt fyrir sumarleyfi, en hins vegar verða tvö næstu blöð 36 síður af þeim sökum. Skírskotun til Barnaverndamefndar. Kæra Vika. Mig hefur lengi langað til þess að koma fram með kvörtun, en ég iief bara ekki vitað hvert ég átti að snúa inér, þangað til mér datt i hug að skrifa þér, Vika mín, þvi að ég veit, að þú ert mjög víðlesið hlað. Málið er þetta: Almenningi virðist tíklega sem svo, að mikið sé gert til þess að forða börnum og unglingum undan alls kyns spillingu og öllu, sem gæti liafl skaðleg áhrif á uppeldi þeirra og sálarheill. Auðvitað er ýmislegt gert i þessu, og verður að meta það. Til dæmis er reynt að koma i veg fyrir næturrölt unglinga, þeir fá ekki að stunda böll frain eftir nóttu og ann- að þvílíkt. Svo er börnum oft bann- aður aðgangur að kvikmyndum, sem taldar eru spillandi á einhvern liátt fyrir þau. hetta er allt saman gott og blessað — en það er ekki nóg. Ég er sjálf hjúkr«narkona og á Selfossi, sem höfum áhuga á dans- músík og góðum danshljómsveitum. Við viljum biðja þig að koma þvf á framfæri fyrir okkur, að hljóm- sveit Óskars Guðmundssonar á Sel- fossi verði látin leilca i útvarpið. Og fyrst við erum byrjaðar að tala um útvarpið, þá er það alveg kolómögulegt fyrirtæki, og versti gallinn á þvi er þessi Þorkell Helga- son með tónverkin á heilanum. Eini ljósi punkturinn i þvi er Svavar Gests. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna, sem við vitum að ekki er látin bíða lengi frekar en vant er. Dollý og Lalla. Ekki skil ég í öðru en þið verðið bænheyrðar innan tíðar, stúlk- ur mínar, og fáið að heyra í honum Óskari og félögum hans í útvarpinu, enda finnst mér síð- ur en svo ástæða til þess að ganga 'fram hjá hljómsveitum utan af landi. — En þið megið ekki láta reiði ykkar bitna á honum Þor- keli því að hann er ekki að gera annao en skyldu sina — og það mörgum til mikillar ánægju. Útvarpið reynir auðvitað að gera iillum til hæfis, og ungt fólk er ungt fólk, hvort heldur sem það hlustar á Bach eða Presley. Ég vona svo að þið sýnið umburðar- lyndi og leyfið öðru ungu fólki að hlusta á „tónverkin" hans Þorkels þennan eina kiukku- hef unnið á margs konar stofnun- um, og núna síðast á geðveikrahæli. Á öllum þessum stofnunum hafa verið barnungar aðstoðarslúlkur og gangastúlkur, sem daglega sjá ýmis- lcgt það, sem spillandi mundi telj- ast i kvikmyndum og kannski vel það. Að þvi er virðist er ekkert eftirlit með þcssu. Tclpur, sem eru rétt fermdar, umgangast til dæmis á geðveikrahælinu sársjúka geð- sjúklinga, og oft er sjúkdómi þeirra þannig háttað, að það virðist hrein- asta brjálæði að börn og unglingar horfi upp á slíkt. Þessar tclpur eru jafnvcl látnár þvo og baða sjúklingana. Ég verð að segja, að á mcðan slikt er leyft, finnst mér harlalitil ástæða til þess að meina unglingum aðgang að kvikmyndum, þar sem kannski sést í eitt bert læri. Ef það er ættun uppalenda okkar að gera næslu kynslóð h -<rigða bæði á sálu og likama, verður að uppræla mein eins og þesr' Mcð þökk fyrir birtinguna. Hjúkrunarkona. Þetta virðast s annarlcga orð í tíma töluð, og má heita furðulegt að þetla eigi sér st ð í rauninni. En ekki viljum við rcngja orð þessarar ágætu hjúkrunarkonu, og er það von ^kkar að hún fái hið fyrsta áhey réttra aðita. Rödd úr landsbyggðinni um útvarpið. Hvernig stendur á því að Reyk- víkingar sjá aldrei aðra en sjálfa sig? Við erum hérna tvær skutlur Útgcfandi: VIKAN H.F. RllDtjóri: Gísli SigurðsHon (ábm.) Auglýsingastjóri: Jóhauties Jörnndsson. Framkvæmdastjóri: Hiimar A. Kristjánsson. ' ' ÁL ■ I | S6 P.iLstjór.n og auglýsln, 33. Simar: 35320, 35321, hóir 14?.. Afgreiðsia Klaðodreíflng, Mlklubráut 36720. Dreifingnrstjðrir < son. Verð i iausasölu kr, orverO «r 200 kr, órsþriðjun; greiðist' fyrirfram. Prentun h.f. Myndnmót: Rafgraf . / næsta blaði verður m. a.: 4 CAIRO. Grein um höfuðborg Egyptalands, borgina á mörknm austurs og vesturs, sem er undarlegur hrærigrautur af nýtfcka byggingum og afgömlum austurlenzkum húsum, blanda nú- tíðár og fortíðar, stríðs og friðar, heillandi og fögnr. 4 Sænska eldspýtan, smásaga eftir Anton Tsjekor. 4 Orrustan við Gettysburg. Grein um eina frægustu orrustu veraldarsögunnar úr bandarísku borgarastyrjöldinni. Um þessar mundir eru liðin 100 ár frá því er borgarastyrjöldia hófst. 4 Allt á einni hæð. Grunnteikning af einbýlishúsi ásamt skýringum. 4 Töfrandi tónar. Smásaga eftir Möngu Lúðvíksdóttur. 4 Ný kvikmyndasaga í tveimur hlutum: Flótti í hlekkjum. Hún fjallar um tvo sakamenn, annan hvitan hinn svartan. Þeir hatast en eru hlekkjaðir saman. Þegar þeir af tilviljun sleppa neyðast þeir til að hjálpa hvor öðrum. 4 Spámannseðli og raunsæi, grein eftir Dr. Matthfas Jónasson. 4 Að ná sér I mann. Kvenþjóðinni eru gefin ótal hollræði til þess að leysa á farsælan hátt þetta eilífa vandamál. 4 Ný, hörkuspennandi framhaldssaga: Arfur frá Brasilíu. Nafið eitt gefur nokkra vísbendingu. Fylgist með þessari ágætu sögu frá byrjun. tíma í mánuð Éf tónverkin angra ykkur úr hófi fram, kann ég eitt fyrirtaks ráð, og það er — að slökkva á útvarpinu. Rödd utan af Atlantshafi. Kæru vinir. Ég sit hér við skál með vinuni um borð í m/s Gullfossi við Orkn- og Shetlandseyjar. Sé danski er á borðum og skálað er glatt og masað. Og Vikan er líka á borðum, og vilj- um við þakka ykkur fyrir allar fal- legu myndirnar af dömunum og sér- iega fyrir maigrein Ilelga Sæm., „Eggjárn i höndum óvitans”, sem við teljum að sé rituð af mikilli skynsemi. „Komi það, sem koma skal, en sem seinast“. Greinin cr Hka fjörlega rituð, eins og við cr að búast af höfundi. Einn úr hópnum, Björn Jónsson — bið að heilsa heiml Rithandarsýnishorn. Kæri Pósturl Einu sinni var gert dálítið af að lesa úr rithandarsýnishornum. Nú langar mig til að biðja þig að lesa úr þessari skrift minni og segja mér, livað þér finnst um hana. Með fyrirfram þökk, Anneltc. Vikan hefur á sínunt snærunt er- lendan rithandafræðing, scm lesið hefur úr nokkrunt sýnis- hornum fyrir lesendur. En þar sent rithandalcstur er vísinda- grein, sem krefst mikillar ná- kvæntni og tíma, vill sérfræðing- ur okkar eðlilega fá eitthvað fyr- ir sinn snúð. ÞaS kostar sem sé kr. 75 að fá lesið úr rithönd sinni, og kann það að virðast ntörgum nokkuó mikið. En sann- ast að segja gera fr,stir sér grein fyrir öllu starfi rithandafræð- ingsins, sem oftlega gctur veiit mönnum ómetanlegar upplýs- ingar. ... Ef þú meinar ekki neitt með því ... Disa Ó. skrifar okkur i öngum sin- um, þvi að strákur, sem hún er „aga- lega skotin í“ er búinn að svikja hana. Ofan á allt saman bætist svo, að stráksi ber einhverja tvo hluti, sem hún eitt sinni átti, og nú situr Dlsa ein og yfirgefin og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Hvað á hún að gera? (Bréfið megum við þvi miður ekki birta). Ekki trúi ég að stráksi sé ýkja- skotinn í þér, Dísa mín, úr þvf að ekkert hefur frá honum heyrzt — og eins og málum er háttað, væri mesta vitleysa að fara aS eltast við hann, því að hann hefur greinilega ekkert meint með þessu. Sjálfsagt finnst mér að þú skilir honum þessum eigum hans, og ef þér er annt um þessa „hluti" þfna, er ekki úr vegi að skrifa honum og biðjr. hann að senda þér þá. Ef honum er hlýtt til þín, ætti hann að guggna við svo skorinort bréf. Enn um fegurðardísirnar. Kæra Vika. Viltu vera svo góð að taka í póst þinn cftirfarandi lípur? Ég hef eins og margír aðrir fylgzt með myndum þeirra stúlkna, sem þátt hafa tekið i fegurðarsamkeppninni, og tel ég vist, að margar af þeim séu laglegar. En það er ekki nóg, þegar fegurðin er hulin með þvi að afskræma sig með þvi, sem er allra helzt til prýði hverjum einasta kvenmanni um heim allan — en það er hárið . . . og hingað til hefir fallegt hár með finlegum bylgjum verið notað til prýði heldur en nota það sem smá- tætlur, hangandi niður á enni — nú — eða hvar það helzt vill halda sig. Þetta minnir á gamlar konur, sem orðnar cru stórkalkaðar eða konur, sem hafa legið i sótthita og ekki haft rænu á að leggja i hár sitt greiðn. Álit mitt og allra þeirra, er um þetta tala, er þetta. Mér finnst það skylda hverrar konu að fegra sig með þvi fallegasta, sem Guð gefur og halda þvi vel við, en leggja heldur til hlið- ar háralitun og augnabrúnaliti, því að það er ekki nein þörf fyrir ungar stúlkur að nota slikt. Svo eru þessi breiðu belti á drögtum og kjólum, sem hert eru um mittið og mynda allavega vansköpun . . . líka eru myndirnar sumar óskýrar. Vika min góð — sjálfsagt þykir nú þetta sumum ekki rétt, en ... snyrti- mennska hélt ég að tilheyrði einnig fegurð, sem ekki á neitt skylt við það, sem kallað er móður ... Þakka þér svo margt skemmtilegt, sem þú flytur lesandanum þinum. Inga. Vafalaust er margt satt í bréfi þínu, en ég er hræddur um að þú sért fullskammsýn: Fegurð á nefnilega talsvcrt skylt við þaS, sem við köllum móð eða tizku. Lfklega myndi nútímakona naum- ast teljast fögur, ef hún klæddi sig og greiddi sér eins og þær gerðu til dæmis árið 1946. Það er engin föst regla fyrir þvi hvernig hár á að vera, til þess að geta tal- izt fallegt. Ef það er viðurkennd tízka, að hárið hangi „f smátætl- um“ niður á enni, þá er þaS ful- legt, hvort sem okkur líkar betar eða verr. 5ZIKSM 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.