Vikan


Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 10

Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 10
Hann stóð við gluggann og starði ut á götuna, en sá liana ekM. Bnn ]>á var timinn ekki kominn, en hann var of órólegur til þess að geta unnið. Þá reikaði hann fram að dyrunum og hlustaði. En ekki heyrðist fótatak í stiganum, enda hafði hann ekki vænzt þess. ÞaS var allt of snemmt. Hann sneri sér við og athugaði herbergið. Hann hafði þegar gert það oft, en hann gat gert þaS einu sinni enn. Það var ósköp algengt herbergi, sem hann bjó í, rétt eins og þúsundir annarra slíkra herbergja, sem leigð eru skrifstofufólki og stúdentum. 1 þvi var hægindastóll og borð, sem á var breiddur dúkur með götum og blekslettu, spegill milli glugga, lítið skinn fyrir framan rúmið og á veggnum bókahilla og teikning af heilögum anda, þar sem hann svifur yfir vötnunum. Undir liinum veggnum var legubekkur og við hlið hans reykingarborð, en úti í horni lítið, kringlótt borð, slitið og rispað. Skyldi hann hafa gleymt nokkru? — I bókahillunni var bókunum snotarlega raðað. Hann hafði tínt þær saman úr öllum áttum. Blaða- haugurinn úr gluggakarminum var á burt og hafði lent i ofninum. Á borðinu í horninu stóð suðuáhaldið, gljáandi og fagurt og umhverfis það ýmislegt smávegis, sem hann hafði keypt fyrir kvöldið. Á snyrti- borðinu fyrir framán spegilinn, hafði hann komið fyrir rauðum túli- pönum, ásamt birkigreinum. Með þessum hætti eignaðizt hann auka blómvönd inni i speglinum. Allt var snoturt og fágað, frábrugðið því, sem venjulega var, i raun og veru hátíðlegt. Stofan sneri í vestur, og ef horft var út um annan gluggann blöstu við háreist leiguhúsin. Á milli þeirra var mjótt sund og I gegnum það greindi hann skýjaðan himin og ásbrún í fjarska. Hann stóð um stund og horfði á ásinn, sem vgr blár og tær i þunnu vorloftinu. Sólin kom fram úr skýjaþykkninu og skein á ásbrúnina. Herbergið fylltist af ljósi. Sólargeislinn hitti vinflöskuna, sem stóð á borðinu við legubekkinn. Það glampaði fagurlega í gleri og víni! Allt var eins og það átti að vera. Hún mátti koma, Hægur blærinn hreyfði gluggatjöldin og férskur skógarilmur fyllti stofuna. Það hafði ringt allan daginn. Hann fór og lokaði glugganum. Það gat orðið kalt um kvöldiö, og það var ekki heppilegt. Skyldi liann sjá hana núna? Nei. Hann skálmaði um gólfið með hendur i vösuni. f hliðarherberginu dró húsmóðirin skúffur út og skellti hurðum. Hún ætlaði að fara í leik- Msið. Nú fór hún. Hann hafði ákveðið að segja henni upp þetta vorkvöld og kveið mjög fyrir þeirri stund þegar hón kæmi og hann neyddist til að segja henni sannleikann. — Eftir þrjá tíma mundi hún koma aftur, hugsaði hann. Hann leit á klukkuna. Hana vantaði tiu mínútur. Hvað átti hann að gera allan þann tíma? Lesa? Hann tók bók og sló henni upp, og las nokkrar linur. Nei, þetta var ekki hægt. Ilann varpaði bókinni á gólfið, en beygði sig á næsta augnabliki og tók hana upp og kom henni fyrir í bókaskápnum. Skyldi hún nú ekki fara að koma? Enn voru eftir sex mínútur. Ilann stóð upp og fór aftur að ganga um gólf. — Bara að vera þolinmóður. Hún hlyti að koma mjög bráðlega. Hann tók allt í einu eftir því, hve æðin á háls- inum sló hratt. Var flibbinn of þröngur? Hann þreif í hann. Nei, ekki var það nema ímyndun. Aftur leit hann á klukkuna. Fjórar mínútur. Hann fór og fékk sér vatn að drekka. Hvers vegna var hann svona þurr i hálsinum? Og hvers vegna hafði hann það á tilfinningunni að hafa gert rangt? Hann hafði ekki gert neitt rangt — og ætlaðó sér ekM að gera það. Hann vildi henni allt liið bezta. Skyndilega dimmdi í stofunni. Sólargeislarnir hurfu. Sólin var geng- in undir bak við ásinn. Hvað skyldi klukkan vera margt? Átta. Nú ætti hún aö vera komin. Hann heyrði hjartað slá og andardrátturinn var þungur og erfiður. Allt í einu óskaði hann þess heitt og innilega að hún kæmi ekki. Með hita- sóttarhraða hugsaði hann sér ótal hluti, sem fyrir gát« komið, og hindrað eða komið í veg fyrir för hennar: innbrot, bruna, veikindi, ætt- ingja í heimsókn, (^ða hvað sem vera skyldi. Hann bað guð um slys eða óhapp. Ótalmargt gat fyrir ltomið. Það var alls ekkert víst, að liún kæmi, að það þurfti ekki að vera hennar sök. Ó, hún mátti ekki koma, mátti þaö ekki. — Þá mundi ekkert koma fyrir, allt verða eins og áður. — Alveg eins og áður. Þau myndu fara i görlguferðir út úr bænum og spjalla í sakleysi um það, sem fyrir augu bar. Hann svaraði hennar mörgu Spurningum, og svo klappaði hún saman lófunum, glöð og kát yfir þvl að vera til. Nei, nei, hún mátti ekki koma. Hann leit enn þá á klukkuna. Nú var hún fimm mínútur yfir. — Hún ætlar að svlkja mig, hugsaði hann. Hann gekj^ enn á ný út að glugganum. Nei, hún sást ekki enn þá! Úti á götunni reikaði fólkið fram og aftur með venjulegum kvöldhraða. Gruggugir váfnspollar höfðu myndazt hér og þar við rigninguna. Hann opnaði gluggann til þess að fá betri útsýni. En hann kom hvergi auga á liana, — svo að hann lokaði glugganum aftur. Hvað var þetta, fótatak í stiganum? Nei, það var vist bara hjart- sláttur hans sjálfs. Hún kom ekki, hann hefði átt að vita það fyrir fram. Hún hafði haft hann að fifli allan tímann. — Biddu bara, bfddu bara — sagði hann við sjálfan sig. — Ég skal kenna þér betri siði, ég — Dyrabjallan hringdi. Það var eins og bjölluhljómurinn endurómaði í sjálfum honum. Hann fann blóðið streyma fram í andlitið — og svo jafna sig á ný. Hann lauk upp hurðinni. — Hún stóð þarna, björt og grönn, í skugga dyranna. Hún var dálftið móð og liorfði á hann og brosti vandræðalega. — Var ég of sein? — Nei, aðeins nokkrar minútum. Rödd lians var hrjúf og hás. Hann hafði víst reykt fullmikið. Hún gekk inn fyrir. og hann lokaði huröinni. En hvað hún var nú björt yfirlitum og fjaðurmögnuð í hreyfingum, falleg og snyrtileg. Hún var vera, sem átti heima f hinum glaðværa og áhyggjulausa heimi. Hvernig hafði henni getað til hugar komið að leggja lag sitt við grófgerðan trédrumb eins og hann? En hún Iiafði gert það og virtist ekki þika. Hún stóð hreyfingarlaus og starði á hann. — Það er nú víst í meira Iagi vitlaust af mér að koma svona til þín. Hvað heldurðu að hún mamma segði, ef hún vissi það? En þaö er vist ekkert hættulegt — er það? — Hún rétti honum báðar hendurnar. Hann tók um þær og þrýsti þær fast. Hann fann að hendur liennar skulfti: Það var likast þvi að ltafa fulgsunga i lófanum. Hún leit á liann aftur. — Þú ert svo einkennilegur f augunum. Ég er hrædd við þig. Þú ætlar þó ekki að gera mér neitt illt? Er það? Hann horfði á hana og hristi höfuðið, og allt i einu varpaði hún sér I faðm hans, grúfði höfuðið inn i brjóst hans, eins og hún leitaði sér þar athvarfs gegn yfir-vofandi hættu. Hann heyrði hana hvísla? — Þú hefur ekki verlð að hugsa unt að vera vondur við mig — er það? — Nei, nei, sagði hann og strauk hár hennar. Og það var eins og ein- hver innri rödd hvíslaði að honum: Láttu hana fara — Láttu hana fara strax —. Ilann hristi höfuöið ósjálfrátt. Það var ekki hægt. Það væri svo barnalegt, — barnalegt og lilægilegt. Hún mundi hlæja að honum á eftir. Nei, vertu nú ekki heimskur. Vtertu ekki heimskur. Hann strauk aftur yfir hár hennar, talaði til hennar ruglingsleg ástar- orð og nefndi nafn hennar. Hún varð örugg aftur og byrjaði að hviskra og hlæja. — Ó, ég veit vel að þetta var heimskulegt af mér. En ég varð svo hrædd, mér fannst þú horfa svo einkennilega á mig, næstum því reiðilega. Heldurðu að ég sé skelfing heimsk? — Já, ógnarlega heimsk — svaraði hann og vagg- aði henni hægt fram og aftur. — Ó, þú ert ógnar kjáni, ógnar kjáni — Hann leit sem snöggvast i spegilinn. Þar sá hann mynd þeirra beggja. Hún hvildi 1 faðmi hans, grönn, björt og yndisleg — og full trausts. Hafði hún lika ekM ástæðu til ✓ ; KDsAaKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.