Vikan


Vikan - 06.07.1961, Síða 29

Vikan - 06.07.1961, Síða 29
HcZna/ut£ harðplast á borð og veggi úr skraut- lega mynstruðu gerviefni í fjöl- breyttum litum, eða einlitar. I ? í Yfir gljáflöt plötunnar er límd gagnsæ lilifð- arhimna, sem ekki er tekin burt fyrr en sengið hefur verið frá plötunni, bar sem henni er ætlaður staður. Þessi himna ver gljáflötin öllum rispum og skemmdum i flutningum, geymslu og í hönd- um smiðanna. hefur þvi sína miklu kosti, bæði fyrir selj- anda og kanpanda. FR AMLEIÐENDUR : UMBOÐSMENN: Síghvatur Einarsson & Co. Skipholt 15 - Símar 24133 og 24137 ’friipnap Hrútsmerkiö (21. marz—20. apr.): Þú skalt ekki vera hræddur við að ráðast í ný verkefni, því að allt nýtt virðist einmitt leika við þér í þessari viku. Vinur þinn eða samstarfsmaður verður til þess að þú skiptir um skoðun í vissu máli, og er það vel, því að fyrri skoðun þin var mesta fjarstæða. Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí): Þú skalt ekki fara að þeim ráðum, sem fólk, sem þú þekkir lítið sem ekkert, gefur þér. Það gæti endað með því að þú gerðir eitthvað, sem þig ætti eftir að iðra sjðar meir. Þú hefur verið að reyna að kynnast vissri persónu undanfarið, en liklega er framkoma þín ekki allskostar rétt — þú virðist alltof fleðulegur. Reyndu heldur að koma eðlilega fram. TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Vikan er nokkuð varhugaverð i fyrstu, einkum er það einn veikleiki þinn, sem gæti orðið til þess að þú kemst í slæma klípu. Þú átt við erfitt vandamál að etja þessa dagana, en þú mátt ekki ætlast til þess að þú fáir hjálp frá öðrum. Þú verður einn að berjast við þetta vandamál. Það hefur borið á Því undanfarið, að þig hefur algerlega skort sjálfgagnrýni. KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): Vikan verður fremur þægileg, og Þú munt eiga mjög náðuga daga um og eftir- helgina. Vandamál, sem hingað til hefur valdið þér talsverðum áhyggjum, leysist ' nú á mjög óvæntan hátt fyrir tilstilli persónu, sem þú þekkir lítið sem ekkert. Ef þú hygguf á einhverjar breytingar skaltu bíða með það um sinn. - Vikan virðist mjög óheppileg til slíks. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Vikan virðist mjög hentug til þess aö leggja út í ný ævintýri — ferðalög, sem farin verða i vikunni, verða afar skemmtileg, og ekki ætti Amor bergðast elsk- endum. Margt bendir til Þess að þú fáir skemmti- lega gjöf í'Vikunni. Líklega vanmetur þú samt þennan grip. Meyjarmerkiö (24. ág,-—23. sept.):'Fyrir svo sem viku tókst þú mikilvæga ákvörðun, en nú virðist sem svo að þú sért að gugna, og er leitt til þess að vita. Heima við gerist dálítið skemmtilegt i sambandi við stórviðburð í fjölskyldunni. Þú hef- ur vanrækt eitt skyldustarf þitt undanfarið, og úr því verð- ur að bæta áður en illa fer. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Þú átt í ein- hverju stríði við umhverfið þessa dagana, og verður það til þess að þú nærð ekki að sinna ýmsu því, sem þér er nauðsynlegt að sinna. Ann- ars er afstaða stjarnanna næsta undarleg I þess- ari viku, og þú mátt búast við ýmsu óvenjulegu. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Það gengur ýmislegt á í vikunni, * þú virðist venju fremur uppstökkur og önugur, og stafar þetta líklega af því að þú varðst fyrir einhverjum vonbrigðum í vikunni sem leið. En eftir helgina gerist eitthvað, sem verður til þess að skapið batnar til muna. Þú virðist samt vera allt of sérhlífinn þessa dagana, ekki sízt heima við. Heillalitur gráleitt. Bogmaöurinn (23. nóv.—21. des.): Þér var lofað einhverju fyrir skömmu, en nú verður bú fyrir einhverjum vonbrigðum, Því að það verður ékki staðið við þetta loforð, nema að hálfu leyti. -Þú ferð líklega í skemmtilegt samkvæmi I vikulok- in, þar sem þú kynnist manni, sem gæti haft mikil áhrif á hugarfar þitt, ef þú kynntist honum betur, og það ættir þú að reyna að gera. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Þú reiðist vini þínum í vikunni, en sannleikurinn er sá, að þú hefur hann fyrir rangri sök. Þótt undarlegt megi virðast, verður þetta samt aðeins til þess að styrkja vináttubönd ykkar áður en langt um líð- Vatnsberamerkiö (21. jan,—19. feb.). Þér gefast mörg tækifæri i vikunni, einkum til þess að vinna þér inn aukaskilding, og þau skaltu ilota, því að líkur eru á því, að þú munir innan skamms þarfn- ast mikilla peninga. Bitthvað, sem þú gerir á vinnustað, veldur einhverjum misskilningi, og skaltu reyna að sýna viðkomandi aðilum fram á, að það sem þú gerðir, var gert í góðri trp. Fiskamerkiö (20. feb.—20. rnariz): Það skiptír afar miklu að þú umgangist rétfa aðila í vik- unni, því að þú ert dálitið veikur fyrir þessa dagana, og gætir látið stjórnast af illgjörnum mönnum. Auk þess virðist sem svo, að þú hafir varið tfllt of miklum tíma í félagi með manni eða konu, sem alls ekki á slíkt skilið. Þessi sífelldi kvíði oi' algerlega ástæðulaus, sannaðu til. Heillatala 5. ♦

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.