Vikan


Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 34

Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 34
Látið nýju EXAII mpdovélino varðveita endurminningarnar frá næsta sumar- ferðalagi yðar. Tilvalin til töku á fallegum litmynáum. Ódýr og sterk myndavél. Einkaumboðsmenn: G. Helgason & Melsteð h.f., Hafnarstræti 19. Söluumboð: Gleraugnaverzlunin Optik, Hafnarstræti 18. HÚS OG HÚSBÚNAÐUR Framhald af bls. 8. Mér finnst, að skúrþak þurfi aS ná talsvert út fyrir veggina til þess aS húsiS verSi ekki sviplaust. Auk þess má ætla, að slíkt þak verji húsið bet- ur fyrir ágangi vatns. Það er skemmtilegt að ganga um vel skipulögð hverfi með fallegum húsum. ÞaS er út af fyrir sig ekki ósvipað og horfa á listaverk og ber vitni um menningu og snilli huga og handar. Þetta hús, sem ég sendi teikning- una af, hef ég nú i smíSum. Teikn- ingin var samþykkt athugasemda- laust i Byggiftgarnefnd Hafnarfjarð- ar. Húsið er 120 fermetrar og allt á einni hæð. Slik hús þrá flestir að eignast og þeir sem búa í blokkum, segja, að enginn lofi einbýlið eins og vert sé. Ég hcf leitazt við að móta húsið þannig, að sem minnst pláss fari í ganga og skála, scm taka mikið flatarmál og notast illa. Þá hef ég reynt að hafa sem þægileg- astan hringgang um stofuhluta og eldhús og stutt til dyra þaðan. Að öðru leyti skýrir teikningin sig sjálf. Mér er Ijóst, að það sem hentar mér persónulega, mundi ekki vera heppi- legt fyrir aðra. Sjónarmiðin eru svo jnörg og ólík. En ég sendi þættinum jretta og tek það enn fram, að ég er leikmaður á þessu sviði. Með beztu kveðju, Guðmundur Guðgeirsson, rak- arameistari, SuSurgötu 68, HafnarfirSi. Þátturinn þakkar Guðmundi Guð- geirssyni, rakarameistara, fyrir bréfið, myndirnar og hlýleg orð í garð okkar. Það er vel, ef svo marg- ir hafa áhuga á þessum málum, sem hafa ótvírætt menningargildi, eins og Guðmundur bendir á. .... . .Við birtum hér teikningu af húsi Guðmundar af Iíkönum hans, bæði af umræddu húsi og öðrum. Nú er það svo, að sjálfsagt er planteikn- ing Guðmundar miðuð við sérstakar persónulegar þarfir hans og fjöl- skyldu hans. Frá almennu sjónar- miði hefur teikningin bæði kosti og galla. Eldhúsið er vel sett í miðjum íveruhlutanum, en mér sýnist að hluti þess notist aðeins sem gangur þar sem ekki virðist vera nein inn- rétting á þcim vegg, sem út að stof- unni snýr. Sama er að segja um hluta borðstofunnar; þar cr í raun- inni um að ræða áframhald af svefn- herbergjaganginum, enda þótt opið sé. Þegar húsinu er skipt nokkurn veginn í íveruhluta og svefnhluta, er það kostur, ,að geta haft salerni nærri forstofunni eða einhvers stað- ar í íveruhlutanum. Guðmundur læt- ur hins pegar nægja að hafa salerni í baðherberginu á svefnherbergja- ganginum. Frá almennu sjónarmiði virðist mér alvarlegasti gallinn á teikningunni vera sá, að geymsla og þvotteh ip •'ru í miðjum svefnhlutan- um. Það hefur fyrir flesta reynzt betur að hafa þessar einingar í nánu sambandi við eldhúsið. Húsmóðirin geymir matvörur í geymslunni, sem hún notar i eldhúsinu og hún þvær í þvottahúsinu jafnframt því sem bún vinnur í eldhúsinu. Nú er það langt á milli eldhússins annars vegar og hins vegar geymslu og þvottar húss, að það hlýtur að teljast tals- vert óhagræði. Það er kostur að hafa bakdyrainngang á þvottahúsinu. þann inngang geta börnin notað, þegar þau koma óhrein frá leik o.s. frv. Hins vegar virðist ekki koma til greina að nota þennan bakdyrainn- gang fyrir eldhúsið að neinu veru- legu leyti og það virðjst mér galli. Nú kann vel að vera, að einhverjar sérstakar aðstæður réttlæti þetta í þessu tilfelli, en ég ræði hér einung- is um planið frá almennu sjónar- miði. Mér virðist útlitið betur form- að en innréttingin. Það er fremur hreinlegt og látlaust. Þó eru ein- hverjir listar eða bríkur á hliðinni, sem mér finnst, að mættu hverfa að skaðlausu. GS. SENDIFÖR TIL UNGVERJALANDS Framhald af bls. 15. herbergi á efri hæð. Þar átti ég að vera um nóttina. Klukkan var hálfníu, þegar ég vaknaði um morguninn. Ég taldi víst, að brátt yrði ég leidd til yfirheyrslu á ný og aö þá mundu öldurnar lokast yfir höfði mér. En það leið að hádegi án þess að nokkuð gerðist. Óvissan tók að verka á taugar mínar. Ég hafði verið látin í ofurlítinn klefa á annarri hæð, og þar reykti ég heilmikið af heimagerðum vindlingum, sem einn varðmannanna var svo góður að gefa mér. Loks var nafn mitt kallað upp. -Eg reis á fætur i undirgefni og fylgdi verðinum. Szabo beið mín á skrifstofu sinni. Hann stóð fyrir innan skrifborðið og _mælti þegar i stað, án nokkurs for- mála: — Þér eruð frjáls. Þér megið fara heim! Mér fannst eins og létt væri af mér þungri byrði. En ég varð svo for- viða, að ég stóð sem steinrunnin og starði á hann. — Skiljið þér ekki? Þér getið far- ið! Skyndilega varð ég gagntekin af ótta. Þetta var líklega gildra? — En Alapy kafteinn? spurði ég. Hvar er hann? — Hann fór héðan i vagni íyrir hálfri stundu. Hann ætlaði vist til læknis. Hann sagði þetta eins og það væri hið eðliiegasta sem hugsazt gæti. Síð- an gekk hann til og opnaði dyrnar fyrir mér. Tímar kra.'taverkanna voru þá ekki enn liðnir! Hið fyrsta, sem mér datt í hug, var að fara rakleitt til sendiráðsihs. Þegar ég var að beygja fyrir götuhorn, rann græn herbifreið upp að hliö mér. Sá er við stýrið sat, var einn af þeim sem stjórnuðu yfirheyrslunum. Hann opnaði hurðina og benti mér að setjast inn i bílinn. — Hvert eruð þér að fara? spurði hann. — Hefir yður verið leyft að hverfa brott úr húsinu? Öll mótspyrna var hér tilgangs- laus. Voru þeir kannski að leika sér að mér eins og köttur að mús? Andar- taki siðar námum við staðar framan við byggingu þá, sem ég var nýgengin út úr. Þetta var eins og andstyggi- legur skripaleikur. Líklega hafði Ga- bor ekki heldur verið látinn laus, þegar til kastanna kom. — Eruð það þér, sem hafið látið þau laus? spurði maðurinn Szabo, Þegar við mættum honum í forsaln- um. — Já, auðvitað! svaraði hann. — Eg fékk skipun frá . . . Hann hvíslaði ein- hverju að hinurrí, og allt í einu varð hann vinsemdin sjáif. — Þetta gleður mig, ungfrú, mælti hann. — Ég vona að við skiljum sem vinir? Vinir! Drottinn minn dýri! Að Þessu sinni hljóp ég alla leið til sænska sendiráðsins. Ég kærði mig ekki um fleiri óvænta endurfundi. AÐSETUR sendiráðsins var áÞekk- ast býkúpu, sem er nýoltin um koll. Ég hélt rakleitt upp á skrifstofu föð- ur míns. Þegar ég kom inn, stóð hann við gluggann og sneri baki að dyrum. Er hann heyrði að þær voru opnaðar, sneri hann sér þegar við, og ég sá að hann var mjög fölur og dökkir baug- ar fyrir neðan augun. Ég fleygði mér um háls honum. — Þetta var kraftaverk, pabbi! hrópaði ég í gleði minni. — Það var ekkert kráftaverk, svar- aði hann og reyndi að vera önugur í rómnum. — Þið hafið vist ekki gert ykkur ljóst í hve mikilli hættu þið hafið verið. Veiztu það, að ef Þið hefð- uð verið í haldi einni einustu v klukkustundu lengur, hefði Svíþjóð og öll önnur hlutlaus ríki rofið stjórn- málasamband við hina núverandi stjórn Ungverjaiands? Ég varð undrand', hreykin og efa- blandin, allt I senn. — Þið hafið verið ótrúlega lánsöm, sagði faðir minn. — Fólk héðan úr sendiráðinu sá uppistandið fram und- an flokksstöðvunum, og þegar Wall- enberg var sagt frá því, varð hann fjúkandi vondur. Hann tók þegar að hringja til sendiráða hinna hlutlausu ríkjanna í Búdapest, og skömmu síðar gengu fulltrúar sendisveita þeirra á fund Bagossy vara-ríkisritara. — Verði þessar manneskjur ekki látnar lausar innan tuttugu og fjög- urra klukkustunda, sagði Wallenberg við hann, munu sendisveitir allra hinna hlutlausu ríkja hverfa frá Búdapest. Þér getið valið sjálfur um. Ég skildi mætavel, að það var mikils um vert fyrir örvakrossmenn, að stjórn þeirra nyti viðurkenningar hlutlausu þjóðanna. Og atburðir á- þekkir þeim, er hér hafði gerzt, gátu eyðilagt fyrir þeim alla slíka mögu- leika. En ég fékk ekki skilið, að við Gabor værum alls þessa ómaks verð. — Ekki veit ég hvernig ég fæ Wallenberg fullþakkað, mælti ég við föður minn. — Ég fyrirverð mig dá- lítið fyrir þetta allt saman, þar sem hann var þegar frá upphafi andmælt- ur þátttöku minni. — Já, sannarlega stendur þú í þakkarskuld við hann, svaraði pabbi. — Og viltu svo koma þér inn til hans og segja honum það sjálf! BLÓMIN OG HEIMILIÐ Framhakl af bls. -16. Mig langar að siðustu að ncfna „Balsamina", sem eina af mest blpmstrandi sumarplöntum, 40—60 cm há og blómstrar bæði einföldum og fylltum blómurn f ótal litum og stendur með blómum vikum saman ■og gefur að síðustu fullþroska fræ, og má geyma það á þurrum og köld- um stað til næsta vors. Er þá hæfi- legt að sá því i marzbyrjun. Að öllu forfallalausu mun ég skrifa fleiri greinar I Vikuna um leiðbeiningar og hirðingu stofu- blóma. Ilveragerði. 25 mal 1961. Paui V. Michelsen. 34 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.