Vikan


Vikan - 06.07.1961, Síða 20

Vikan - 06.07.1961, Síða 20
ÞEKKTU SJÁLFAN ÞIG Drykkjumaðuriiui leitar sér hUggunar, sem lamar og deyfir, og hann veit fyrirfram, hvað hann á að gera til þess að koma sér í þetta ástand. Það slítur vitundartengsl hans við umheiminn, um leið og sjálfs- traustið vex. Undir niðri vakir þó beizk vitund um eigið ístöðuleysi. Hið sæla HRELLING OG HUGGUN. í frægu kvæ?Si lætur Einar Benediktsson ofdrykkjumanninn ávarpa brennivínskútinn: „Ó, kvöl og sæla míns eiturbrunns“. Aldrei verSur snjallari lýsing sett fram í færri orðum. Annar meginþáttur þess er þráin eftir huggun. Sumir menn þola ekki við í sinni eðlilegu tilveru, en þarfnast sífellt huggunar. Þeir eru haldnir innri óánægju og van- liðan. Oft er sjálfsóánægjan sprottin af raunverulegri vangetu eða von- brigðum, en oft er hún llka einber imyndun eða hálfmeðvituð tylli- ástæða. En upp úr misræmi og þolleysi geðfarsins sprettur ávallt sama tilfinningabragðið: blind ástríða í huggun. Nú er það ekkert sérkenni á ofdrykkjumanni, að hann þráir huggun við hörmum. Slikt er eðli hvers manns. Munurinn liggur 1 'huggunar- aðferðinni. Sumir leita huggunar í andlegum nautnum, t. d. Iist, sem lyftir huganum yfir áhyggjur og vonbrigði og veitir honum styrk. En sú huggunarleit reynir á sjálfstjórn og andlegan þrótt. Þessa innri festu skortir ofdrykkjumanninnfHann leitar sér þvi áreynslulausrar huggunar, sem lamar og deyfir, og hann veit fyrirfram, hvað hann á að gera til þess að koma sér i þetta ástand. Það slítur vitundártengsl hans við umheiminn og gefur sjálfshugð hans lausan tauminn. Þá er huggun fengin; hann er sæll og getur miklazt af sjálfum sér. En eftir á segja beizkar dreggjarnar þó til sín og hann skynjar á- takanlega þá bölvun, sem þessari deyfingarliuggun fylgir. Líkamleg vanllðan liður fyrr hjá en hin andlega, sem m. a. er fólgin í því „að verða móralskur“, eins og ofdrykkjumenn kalla það. Á „moralska" skeiðinu einblínir ofdrykkjumaðurinn fyrst og fremst á þá bölvun, sem fylgdi huggun hans. Þá vaknar betrunarlöngun, að vísu oftast óheil og hikandi, ef ofdrykkjuvenjan liefir náð að rótfestast og brjóta niður viljaþróttinn, en getur þó haft nokkur yfirborðsáhrif um tak- markaðan tíma; t. d. eru ofdrykkjumenn oft mjög eljusamir við vinnu, þegar af þeim bráir eftir drykkjutúra. En hjá flestum endast betrunar- áformin illa. Undanlátssemin og huggunarþráin ná aftur yfirtökunum og vanlíðunarkenndin eykst. Þá er aftur gripið til hinnar auðfengnu huggunar og sagan endurtekur sig. SJÁLFSDÝRKUN HINS VANMÁTTUGA. Sjúkleg smæðarkennd leiðir langoftast til sjálfsdýrkunar í einhverju formi. Sumir svala henni í dagdraumum, svifa sælir á vængjum mikil- leikakenndarinnar og drýgja hvers konar dáðir. Aðrir geta ekki losnað undan fargi smæðarkenndarinnar nema fyrir álirif áfengis. í ölæði vex sjálfstraust manna gffurlega, að sama skapi sem vitund þeirra og skynjun sljóvgast. Ölóður maður telur sig liverjum vanda vaxinn, hon- um virðist skarpskyggni sinni og hæfileikum engin takmörk sett. Ástand hans hindrar, að hann beri sig raunverulega saman við aðra. Þess vegna finnst drukknum manni hann gneista af hugmyndaauði og speki, þó að hann blaðri marklaust rugl. En i þessu ástandi nýtur liann sín, getur hann dáðst að siálfum sér og fundizt hann vera hafinn hátt yfir aðra menn. En einnig 1 ódrukknu ástandi er sjálfsdýrkunin ráðandi i eðli hans; aðeias er hún þá gegnsýrð af sjálfsmeðaumkun. Honum finnst hann eiga svo bágt, vera svo rækilega vanmetinn, að hann verður að bæta sér það upp með þeim r eðum, sem hann hefir ráð á. Þvi verður hann að sitja fyrir um allt. Þannig réttlætir hann það, að launin ganga mest til áfengiskaupa, meðan eiginkona og börn búa við sáran skort. Hann gæti fullyrt með nokkurri sannfærfrigu, að hann elski þau og beri hag þeirra fyrir brjósti. En liitt er honum ekki ljóst, að hann elskar sjálfan sig meira. Þetta er þó kjarni málsins: viðkvæmniblandin barnaleg eigingirni. Hún einkennir langflesta ofdrykkjumenn. Þess vegna lætur hinn drykkjusjúki sína sérstæðu þörf ganga fyrir öllu öðru. Undir niðri vakir þó oft beizk vituíid um eigið istöðuleysi. Þannig sveiflast geð ofdrykkjumannsins milli tveggja öfga: „morals" og vimu. Það er kannski táknrænt, að hann nefnir sektarvitund sína með orði, sem rétt skilið táknar siðgæði, en þegar honum finnst hann njóta sín til fulls, einmitt þá liefir hann deyft og lamað siðavitund sina og flutzt niður á nautnastig skepnunnar. DULVITUÐ SJÁLFSEYÐINGARHVÖT. Ofdrykkjufíkn á háu stigi getur þróazt af einberri siðlausri drykkju- venju. „Fyllibyttan", eins og það er kallað með erlendu slanguryrði, byrjaði dryklcjuna heilbrigður maður, en óhófssvall sundraði hægt en örugglega geði, vilja og sjálfsvirðingu hans. Hið sjúldega i fari slíkra manna virðist þá vera bein afleiðing ofdrykkjunnar. Drykkjufýsn og drykkjuvenja hafa læst sál og Hkama i fjötra sina. Hjá öðrum sprettur drykkjufýsnin af dulvituðum sjúklegum hvötum. Djúpt í leynd ofdrykkjusálarinnar, vandlega falið fyrir vökuvitundinni, leynast lífsleiðinn og sjálfseyðingarhvötin. Langvarandi ofdrykkja sprettur ósjaldan af dulvitaðri sjálfsmorðsfýsn, sem að vísu gengur ekki hreint til verks, heldur velur seinvirka aðferð. Þetta er hið fjarstæðukennda í eðli ofdrykkjusjúklingsins. Hann virð- ist hungra og þyrsta eftir lífsnautn, en hann velur sér lamandi og eyðandi nautn, nautn flóttans, sem þrælkar liann og rænir hann mann- dómi og sjálfsvirðingu. Samt er sjálfseyðingarhvötin honum alger- lega ómeðvituð, og i örvilnunarköstum, þegar sjálfsvirðing hans vaknar i svip og honum þætti dauðinn ckki óvelkomin lausn, sigrar lifsvilj- inn þó langoftast. Hins vegar gripur dulvitundin oft áþreifanlega inn i þær athafnir hans, sem vökuvitundin ein virðist stjórna. Ofdrykkjumenn henda oft einkennileg slys, sem við skýrum venju- lega sem óráðsverknað. f þeirri skýringu felst tvenns konar merking, annars vegar, að vökuvitundin hafi verið óvirk, Iiins vegar, að dul- vituð þrá hafi skyndilega náð yfirráðum yfir hinu ofdrykkjusýkta geði. í slfku ástandi geta menn framið sjálfsmorð undir rós, ef svo mætti segja: t. d. þegar ölóður maður fleygir sér út af skipi, setzt undir stýri bifreiðar eða drekkur sig liægt og örugglega i hel. í meðvitund sinni vilja þessir menn lifa, en í dulvitund þeirra brennur sjálfseyðingar- hvötin og læðist inn í viðbrögð þeirra og venjur. 20 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.