Vikan


Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 32

Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 32
 UPPÞVOTTURINN VERÐUR hreinasti barnaleikur B L I K fjarfægir mjög auðveldlega alla fitu og skilar leirtauinu taumalausu og gljáandi B L I K hentar því mjög vel í allan uppþvott, en einkum er það gott fyrir allar uppþvottavélar Blik gerir létt um vik — Blik gerir létt um vik — Blik gdrnvléM urr. vik , ' : .miJiiíu BJÓR. Þetta er haft eftir dönskum merkismanni: Ef þú liggur and- vaka og getur ekki sofnað er ágætt ráð að fara fram úr og fá sér einn bjór. Ef það dugar ekki verður maður að fá sér einn í viðbót. Og ef svefninn segir þá ekki til sín, neyðist maður til að fá sér einn enn — og eftir það er svo sem sama hvort maður sofnar eða ekki. Hertoginn og hertogaynjan af Bedford eiga í dálitlum vand- ræðum með sinn 16 ára son Gilles, sem er í heimavistarskóla í Frakklandi. Hann hefur alla tíð verið mjög framtakssamur og sfðasta uppátæki hans var, að hann auglýsti í frönsku blaði, undir persónulegar auglýsingar, eftir konum, sem vildu senda sér 400 franka í frímerkjum, en í staðinn gætu þær fengið lokk úr hári hans. Það streymdu til hans frímerki hvaðanæva úr Frakklandi og allir innsendendur fengu lokk úr hári unga hertog- ans, sem gekk um á milli félaga sinna og keypti hár á 100 franka búntið. Þetta snjalla fyrirtæki þeirra félaga var stöðvað áður en þeir urðu algjörlega sköllóttir. Mylene Demongeot, sem þið sáuð nýlega í spennandi saka- málamynd í Trípolíbíó, er gift ljósmyndara. Og í rauninni byrj- aði frægðarferill hennar með því, að uppgötvaði hana sem fjósmyndafyrirsætu. — Ég gæti ekki hugsað mér að vera gift leikara, segir hún. Þeir eru alltof uppteknir af sjálfum sér og það er líka nauð- synlegt í okkar starfi, en það mundi ekki henta mér að eigin- maðurinn væri þannig. Hvenær mundi hann hafa tíma til að hugsa um mig, ef hann hugsaði alltaf um sjálfan sig. Hann mundi hafa mikið meiri áhyggj- ur af sínu eigin útliti en mfnu. — Maðurinn minn er mjög eftirtektarsamur, þegar um útlit mitt er að ræða, heldur Mylene áfram. Og hann hefur yfirleitt auga fyrir fallegum stúlkum. Það er jú starf hans, og það er upp- örvandi að láta sérfræðing dást að sér. Það er skemmtilegt að vita af því, að þegar eiginmað- urinn slær mér gullhamra, þá er það ekki bara af því að hann er ástfanginn, heldur af þvi að hann hefur vit á því, sem hann er að segja. Fíll og saumnál syntu einu sinni kappsund yfir Ermarsund. Fíllinn hafði verið heillengi í landi, þegar saumnálin Ioksins kom í ljós á ströndinni við Dover. — Hvar í ósköpunum hefurðu verið, spurði fíllinn. — Ó, ég fékk vatn í augað, svaraði saumnálin ergileg. KARLMENNI. Nýlega komu tveir synir hins fræga enska leikara David Niven og hinnar sænskættuðu konu hans Hjördísar, til þeirra og heimtuðu, að þeir yrðu gerðir arflausir. Annar er 17 ára en hinn er 14. — Við viljum ekki verða nein- ir latir og leiðinlegir pabba- drengir, sögðu þeir. Við viljum hjálpa okkur sjálfir, án þinna milljóna. David Nivcn og frú Hjördís kinkuðu kolli. Og synirnir voru gerðir arflausir umyrðalaust. ÞÚ HEFUR GLEYMT AÐ LIFA Framhald af bls. 7. núna. Kannski getum við farið sam- an tij Parísar í vor, þegar kastaniu- trén eru i blóma. Finnst þér það ekki dásamleg tilhugsun? Helen brosti dauflega, en sagði ckkert, því að hún vissi, að með vorinu yrði hann alveg önnum kafinn. Að borðlialdinu loknu tók Hol- ger til við vinnuna að nýju, en liann var þreytlur og annars hugar. Þegar Helen kom inn með kaffið að klukkutíma liðnum, hafði hann ekkert gert annað en að teikna nokkur meiningarlaus strik. En eftir að hann hafði drukkið kaffið og kveikt sér í sígarettu, kom andinn yfir hann, og þegar Helen kom inn til að bjóða góða nótt, liafði vinnu- gleðin náð tökum á honum. — Ætlarðu að fara svona snemma að hátta? Snemma! Klukkan er liálfeitt. — Nú, ég hef víst alveg gleymt tímanum, sagði Holger og leit á klukkuna. — En það er auðvilað alveg á- stæðulaust fyrir þig að vera lengúr á fótum. Ég verð líklega ekki búinn méð þetta fyrr en eftir nokfcra khikkutíma, en ég treysti þér til að vekja mig snenmia i fyrramálið, ekki seinna en klukkan átta. Ég þarf að vera kominn til Lindholm og Sön klukkan níu. Að þvi loknu þarf ég að fara til Helsingjaborgar og tala við ritstjóra um skáldsögu, sem ég á að myndskreyta. Ég býst við að koma seint heim. Þú skalt að minnsta kosti ekki bíða með mat- inn. — Ég skal sjá uin að þú vaknir í tæka tíð. En vertu nú ekki mjög lengi að vinna. Góða nótt, ástin min. Ilelen beygði sig niður og kyssti hann. Klukkan var orðin þrjú, þegar Ilolger hætti að vinna og gekk frá íéikningunum. Honuin var flökurt og hann log- sveið í augun af þreytu. Hann flýtti sér úr fötunum, og fór inn í bað- herbergið til að þvo sér og bursta tenriurnar. Hann hafði vonazt eftir því að kalda vatnið hefði hressandi áhrif, en hann var alls ekki búinn að jafná sig þegar hann lagðist gæti- lega upp-í rúmið til að vekja ekki Helen. Hann lá lengi andvaka og bylti sér í rúminu. Honum leið ekkert betur um morguninn, þegar Helen vakti hann. Honum var illt í höfðinu, og hann átti crfitt með að halda atignnum opnum. Hann reik- aði hálf rænulaus inn í baðherberg- ið, og fór í steypibað. Honum skán- aði dálítið við það, en samt hafði hann enga matarlyst. Hann kveikti sér i sígarettu og drakk nokkra bolla af svörtu kaffi. Hann var orð- inn seinn fyrir svo hann flýtti sér að kveðja Helen og Susönnu, fór út í bilinn og ók af stað Það var myrkur og hellirigning um lágnætt- ið. þegav Holger ók bilnum út af ferjunni í Helsingjaeyri, og hann átti erfitt með að glöggva sig á veg- inum. Hann hafði þreytuverk i aug- unum. Það var orðið mjög áliðið, þegar hann komst af stað. Ritstjór- inn f Helsingjabore hafði boðið honum til kvöldverðar, og hann kunni ekki við að eita því, þó að hann hefði helzt kosið að hraða sér heim. Skáldsagan, sem hann átti að myndskreyta lá i aftursætinu. Tólf kaflar. Tólf teikningar. sem hann þurfti að leggja mikla vinnu i, en 32 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.