Vikan


Vikan - 06.07.1961, Síða 33

Vikan - 06.07.1961, Síða 33
Júlíhefti „Tækni fyrir alla“ flytur að venju fjölda fróðlegra greina með mörgum myndum, meðal annars: .Bílungi' heimasmíð, Valiantinn. Vestrænar geimrannsóknir. Fiat-flugvélar. Radartæki leðurblökunnar. draumbíllinn. Ford-„Gyron' Kaupið og lesið „Tækni fyrir alla“ — þér verðið ekki fyrir von- brigðum. hann fengi það lika vel borgað. Seinna gæti hann ef til vill fengið þær birtar i erlendum vikublöðum. En það var bezt að hugsa ekki meira um það núna. Það var sunnudagur á morgun, og þá gæti hann sofið fram eftir. Hann jók hraðann. Það var bezt að flýta sér lieim í liáttinn. En allt i einu sortnaði honum fyrir augum. Hann sleppti stýrinu, og bill- inn rann stjórnlaust niður að liöfn- inni. Holger raknaði við og sá að hann var i hættu staddur. Hann greip í stýrið, en það var um seinan. Hinn stóri bíll þeyttist með ofsa- hraða og gífurlegu skvampi ofan i kolsvart vatnið. Holger varð skelf- ingu lostinn. Það var niðamyrkur, og billinn sökk niður í ólgandi liyl- dýpið. Hann reyndi í ofboði að opna bílhurðina, en vatnsþrýstingurinn gerði það ókleift. Hann þreifaði sig áfram og fann handsveifina á lilið- arrúðunni, og sneri lienni nokkra liringi, svo að glugginn opnaðist, og vatnið streymdi inn i bílinn og koll- varpaði honum. Hann saup hveljur og fálmaði i blindni eftir hurðarluin- inum. Hann hafði drukkið mikið vatn og var orðinn mjög máttfarinn. Bara ef hann gæti nú náð í þennan bölvaðan hurðarhún og komizt út. Hann vildi ekki deyja strax. Hann átti svo margt ógert. Hann hafði i raun og veru ekki gefið sér tíma til að lifa . . . í örvæntingu gerði hann enn eina tilraun til að finna hurðar- húninn, og tókst það að lokum, en skorti afl til að þrýsta húninum nið- ur. Járnbrautarstarfsmaður, sem var' á leið lieim úr vinnunni sá þegar blllinn sveiflaðist til og steyptist frain af hafnarbakkanum Lubitil Sputnik vélin 770.00 Kr. Búðarverð Heildsölubirgðir liriknr Ketilssw Garðarstræti 2. Hann kastaði hjólinu frá sér og hljóp í áttina að bílnum, og kallaði á hjálp. Hann heyrði að einliver kom hlaupandi í myrkrinu. Andar- tak stóð liann sem steini lost- inn, siðan tók hann ofan derhúfuna, flýtti sér úr jakkanum, sparkaði af sér skónum og kastaði sér út í is- Kalt vatnið. Hann synti góðan sj?öh ^ og loksins kom hann að bilnú'WT' Hann þreifaði varlega fyrir sér þangað til hann fann hurðarhún- inn. Með herkjubrögðum tókst hon- um að opna, svo að hann gat seilzt inn i bílinn. Honurr sortnaði fyrir augum. Hann hafði nú pegar verið of lengi í vatninu, og var þungt um andardráttinn. Með krampakenndu átaki gat hann dregið hinn meðvit- undarlausa mann út úr bílnum, svo synti hann í land með hina þungu byrði. Þegar hann kom að landi hafði margt manna safnazt saman við slysstaðinn, og það voru margar hendur á lofti til að hjálpa þeim upp á bakkann. Hann heyrði flaut í sjúkrabíl, síðan missti hann meðvitund. — Gleymt að lifa . . . gleymt að lifa. Holger var að komast til meðvitundar, og þessi orð berg- máluðu í huga hans hvað eftir ann- að. Hann opnaði augun. Hvar var hann? Hvað haföi eiginlega komið fyrir? — Eruð þér vaknaður? var sagt bliðlcga við hlið hans. Hann Ieit upp og kom auga á hjúkrunarkonu, sem stóð við rúmið. — Þetta tók langan tíma, sagði hún brosandi. — Þér voruð mjög illa koininn. Læknarnir hafa verið að stumra yfir yður i alla nótt. Holger andvarpaði. Nú mundi liann hvað gerzt hafði. Hann hafði allt i einu misst stjórn á bilnum, og lent i höfnina. Hann minntist hinna hræðilegu augnablika I hel- greipum hafsins. Hann leit spyrj- andi á hjúkrunarkonuna. — En Iivernig. . . — Þ*að var járnbrautarstarfsmað- ur, sem bjargaði yður. Hann var mjög dasaður, en nú liður honum. vel. — Konan min. . . . — Hún bíður frammi. Hún hefir verið hérna í alla r.ótt. Ég skal fara ftg>istekja hana. Hjúkrunarkonan fór út og lokaði hljóðlega á eftir sér. Hann var mjög órólegur. Hvað ætti hahn að segja við Helen? Skyldi hún geta fyrirgefið honum? Hann vissi vel að liann átti sjálfur sök á slysinu. Hann hafði verið úrvinda ai þreytu og sofnað við stýrið. Pen- ingagræðgin hafði hlaupið með hann f gönur, svo hann liafði beðið tjón á heilsu sinni og brugðizt konu sinni og dóttur. Hefði hann bara skilið. . . Helen kom inn. Hún var föl og út- grátin. — Holger, ó Holger. Hún ltraup á kné við rúmið og þrýsti honum að sér. Holger lá lengi þegjandi og strauk hár hennar. Honum var þungt ,um hjartað. og tárin komu fram i augu hans. — Helen, hvíslaði hann. — Elsku Iielen mín, geturðu f>rirgefið mér? Ég vildi, að ég hefði farið að þinum ráðum. Ég hafði gleymt að lifa, en nú. . . Ilelen strauk bliðlega um vanga hans. — Gleymdu þessu, Holger. Nú stendur þetta allt til bóta. Holger þrýsti hönd hennar, og fann að hún liafði fyrirgefið honum. Lftill Ijós- blár bill kom á hraðrLfcrð eftir Kögeveginum. Við Vallensbæk beygði Holger inn á krókóttan veg með græn tré til beggja handa, og ók upp að litlu gulu sumarhúsi, sem var umkringt háum grenihrisl- um. Litil stúlka með gullna lokka, klædd hárauðuni samfestingi kom hlaupandi á móti honum, þegar hann stöðvaði bilinn. Hann tók nokkra trébúta, sem lágu í aftursætinu, og sneri sér að litlu telpunni, sem var nú komin til hans. — Sjáðu hvað pabbi kemur með handa þér, Súsanna. Nú getum við farið að smíða brúðuhúsið. Augu Súsönnu ljómuðu af gleði. — Á það að vera tvær hæðir og með alvöruljósi, pabbi? — Já, það máttu reiða þig á. Hol- ger lagði trébútana frá sér i grasið og lyfti henni upp og sveiflaði henni yfir höfði sér, svo að hún réði sér ekki fyrir kæti. — Hvað er eiginlega á seyði? Helen kom út á svalirnar og hélt á kaffikönnu. — Pabbi ætlar að búa til brúðu- hús handa mér, sagði Súsanna glöð og hljóp til móður sinnar. .— Sjáðu, pabbi kom með tinibrið í það. Hel- en brosti. — Já, en komdu nú Holger og fáðu þér kaffisopa, svo getið þið tekið til við bygginguna á eftir. Hol- ger settist í hægindastól og virti Hel- ei. fyrir sér meðan hún hellti kaff- inu í bollann. Þeim leið svo miklu hetur núna. Helen :afði tekið mikl- um stakkaskiptum upp á siðkastið. Nú var hún svo ánægð mcð lifið. Ilann hafði lika breytzt. Hann var sólbrenndur, og dökku baugarnir kringum augun voru horfnir. Síðan þau seldu stóra liúsið, og fluttust hingað höfðu þau verið hamingju- öm. Nú hurfti hann ekki lcngur að vinna baki brotnu. Hann leit bros- andi á Súsönnu, sem bisaði við tré- spænina úti á grasfiötinni. Hann drakk kaffið 1 flýti oghljóp til henn- ; . Nú var bezt að láta hendur standa fram úr ermum. Ánægjuhros ' k um varir Helenar, þegar hún sá hann labba inn i tómstundaher- bergið með Súsönnu við hönd sér. Hann liafði lært ;ð lifa. ★ VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.