Vikan


Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 8

Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 8
Þannig a husið að líta ufc, sem Guðmundur hefur teiknað og sést hér að neðan. Hann hefur sjálfur smíðað líkanið. . ,, EINBTLISHÚS í HAFNARFIRÐI Höfundurinn er Guðm. Guðgeirsson, rakarameistari í Hafnar- firði, sem er mikill áhugamaður um húsagerðarlist og hefur sjálfur teiknað og gert líkan af nokkrum húsum. Hann sendir þættinum teikningu af einbýlishúsi, sem hann hefur í smíðum og alllangt bréf um nútíma byggingarlist, sem Vikan þakkar og birtir kafla úr. t/t)? . -------f- -t- //o- +- /ÍO A-//0 +• /Sa + iie t- iív + /!• S- /3T i /}o ■(: i/s- -t ?T \ í* t ?S ií* i fi' t-?i' **- Grunnteikning a£ húsi Guðmundar. / Þrjú einbýlishús,1 sem Guðmundur hefur teiknað og gert módel af. Þar sem ég undirritaður hef afar gaman af liúsa- gerð, er þessi þáttur mitt uppáhald. Hefur mér þótt miður, þegar þátturinn hefur farið i fri, skroppið i Klúbbinn eða Lido. Mér finnst, að þessi þáttur ætti alltaf að vera í blaðinu og hann þyrfti að vera fjöl- breyttari vegna þess að hann hefur mikið menningar- legt gildi, opnar innsýn og vekur áhuga lærðra sem leikra. Það hafa fleiri áhuga á þessum þætti en þið haldið, og þess vegna þarf að hlynna vel að hon- um. Sem áhugamaður urn húsagerð, hef ég stundum tekið mér það fyrir hendur að teikna hús og jafnvel gert llkön af þeim. Nú sendi ég þættinum til gamans planteikningu af húsi, sem ég hef í smíðum ásamt ljósmynd af módeli því, sem ég hef gert af þvi og þremur húsum. Ég vil taka það fram, að ég er alls ekkl lærður í þessu fagi, en hef fylgzt allvel með bygging- um og lcsið mér til um húsagerð. í sambandi við þetta langar mig til að láta fylgja nokkur orð um skoðanir mínar á þessum málum. Á síðari árum hefur húsagerð hér á landi tekið ör- um breytingum og má segja, að fram hafi komið nýr byggingarstíll siðan stríðinu lauk. Hann er miklu létt- ari og finnst mér að hinn drungalegi og þungi stíll hafi mátt hverfa. . . Sjálfsagt er að hafa hús einföld, en þau þurfa þó að hafa reisn og virðingu. Útlitið getur orðið lífrænt með litlum tilkostnaði, ef smekkur er og tími til að ihuga hlutina, áður en ráðizt er i framkvæmdir. Margir húsbyggjendur gæta þess ekki að gefa sér nægan tima til þess að ath.uga teikninguna og þurfa svo að leggja i kostnað við breytingar meðan á byggingu stendur vegna fljót- færni. Nú eru mikið notuð skúrþök og var timi til kom- inn að þau leystu valma- og hlöðuþökin af hólmi. Þau voru alltaf dýr miðað við nýtingu og þakherbergi eða kvistir notast illa. Skúrþökin eru miklu ódýrari í byggingu og það bezta er, að þau gefa ekkert til- efni til leiðinlegra þakinnréttinga. Framhald á bls. 34. 5 yiKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.