Vikan


Vikan - 06.07.1961, Side 43

Vikan - 06.07.1961, Side 43
VOLKSWAGEN Framhald af bls. 39. annan bíl og það i órétti. Þá verður leigutaki að tvöfalda upphæSina. Þótt merkilegt megi virðast, hefur það aðeins einu sinni komiS fyrir, að tjón yrSi á bíl á þeim tíma, sem Bílaleigan Falur hefur starfað. Nú í sumar er mikil eftirspurn og verða menn aS hafa á því nokkurn fyrir- vara, ef þeir vilja ná í bil. Það mætti halda, að veturinn væri heldur lé- leg vertíð fyrir þessháttar fyrir- læki, en það reynist þvert á móti nóg fyrir bilana að gera þá eins og aðrar árstiðir. Þá eru það einkum menn utan af landsbyggðinni, sem koma í bæinn til margvislegra út- réttinga og finnst það tímasparnað- ur og þægindi að taka bíl á leigu meöan á dvöl þeirra stendur. Það er sett að skilyrði, að leigu- taki sé 21 árs að aldri og er það að nokkru leyti gert til þess að strákar með ólæknandi bíladellu eyði ekki öllum fjármunum sínum í slikt og stofni sér og öðrum í voða með ó- gætilegum akstri. ★ ÁSTIN SIGRAR. Framhald af bls. 13. Seinna komst ég svo að þvi, hvern- ig i öllu lá. — Ég hélt einmitt að Kinverjar væru vanir hinu og þessu, borðuðu orma og mýs og þess háttar góð- gæti. — Nei, alls ekki, það getur hafa verið fyrir langalöngu, en ekki nú á tímum. En meðan við er- um annars að tala um mat vil ég minnast á það, hvaS ég var ánægð um daginn, þegar ég kom niður í Sild og Fisk, en þeir eru nýbyrj- aðir að selja austurlenzkan mat. Ég gat samt ekki keypt mikið, því hann var svo dýr? __ Eru þaS ekki mikil viSbrigði að koma úr allsnægtum peninga og þurfa svo að velta hverjum eyri milli fingra sér? — Jú, það voru sannarlega mikil viðbrigði. En sem betur fór á ég svo mikið af fötum og snyrtivörum siðan ég var í Englandi, að ég hef ekkert þurft að kaupa hérna á sjálfa mig ... Og máli sínu til sönnunar sýnir liún mér meðal annars 23 ldnverska kjóla hverjum öðrum fallegri, það er fyrir utan önnur föt. 20 varaliti i poka og fleira þess háttar. — ... og viðbrigðin voru ekki bara í sambandi við peningana. Ég hafði t. d. aldrei á ævi minni farið í búðir og keypt inn, ekki nema föt fyrir sjálfa mig, ég hafði aldrei skúrað gólf, en nú varð ég að gera svo vel og leggjast á hnén og skrúbba, ég kunni ekki neitt til heimilishalds, en nú varð ég að gera allt sjálf. Það var óneitanlega erfitt, mjög erfitt og stundum fannst mér að ég mundi gefast upp á þessu öllu saman, þetta væri allt ómögu- legt og ég mundi aldrei geta gert þetta almennilega, en það tókst nú samt. Og enginn hefur verið mér ineiri stoð og stytta en Jón, án hans hefði ég aldrei haldið þetta út. Hann liefur verið alveg sérstaklega þol- inmóður og góður. — En hvernig tekur islenzka fólk- ið ]>ér, nágrannarnir og fólk sem þú kynnist annars staðar? — Alveg sérstaklega vel, þetta er mjög elskulegt og gestrisið fólk. En ég man, að fyrst þegar ég kom gat ég varla liugsað mér að fara út á götu. Fólk bara stóð og starði, það var eins og það hefði aldrei séð manneskju fyrr á ævinni, en svo lagaðist þetta og nú finn ég ekki fyrir því. — Er mikill munur á húsbygging- um hér og í Singapor? — Nei, öll ný hiis þar gætu al- veg eins verið einhvers staðar á vesturlöndum og að innan er ekki hægt að sjá neinn mun, þau eru innréttuð með öllum nýtízkuþæg- indum, það eru þá helzt málverk og annað hýbýlaskraut, sem ber annan svip. En þar er auðvitað hvorki heitt vatn né upphitun, því hitastigið er það sama allt árið um kring 26% á celsius. Ég hefði bók- staflega dáið úr kulda, þegar ég kom hingað, ef ég hefði ekki verið búin að venjast kuldanum i Eng- landi. — Hefurðu ferðast nokkuð um ísland? — Já, þó dálitið, því Jón hefur verið túlkur fyrir erlenda ferða- menn á sumrin og þá hef ég fariö með honum, meðal annars að Mý- vatni. — Og finnst þér islenzka náttúr- an falleg? — Já, en ekki er hægt að hugsa sér neitt ólíkara en landslagið hér og heima, það eru tveir gjörólíkir heimar, en báðir fallegir. — Langar þig nú ekki að fara til Singapore? — Jú, ég hefði ekkert á móti því að slcreppa, en það er ekki mögu- legt fyrr en pabbi fyrirgefur mér. Fyrst hristi fólk alltaf liöfuðið, þeg- ar ég minntist á þetta og sagði aö ])etta lagaðist þegar við eignuðumst börn, en nú er barnið komið og ég heyri ekkert frá honum ennþá, þó sendi ég honum reglulega bæði bréf og myndir af okkur. Og það er ábyggilegt að hann les bréfin, þvi ég sendi þau beint í bankann, en ekki heim, svo hann kemst ekki hjá þvi að opna þau. En hann hlýfur að brjóta odd af oflæti sinu, þegar hann skilur hvað ég er hamingju- söm. Hann hefur ábyggilega haldið að ég gæfist upp, þvi hann veit aÖ ég hef aldrei dreypt hendi i kalt vatn og þar sem ég hefði enga fjár- hagslega stoð frá honum mundi ég koma fljótlega heim aftur. En hann hlýtur fljótlega að sjá, að hann hafði á röngu að standa. — Hver eru þín aðaláhugamál, TENG GEE, fyrir utan leildist- ina? — Ég hef mjög gaman af að synda og spila á píanó, uppáhalds- tónskáldið mitt er Chopin, og ein- hvern tíma, þegar við verðum rík ætla ég að kaupa mér píanó. — Ef þú stæðir aftur í sömu spor- um nú og fyrir þremur árum, mund- irðu þá breyta eins og þú gerðir? — Já, án þess að hugsa mig um. Ég gekk út í þetta með bæði aug- un opin og ég vissi að ég mátti bú- ast við ýmsum erfiöleikum, en ég get ekki sakast um það við neinn nema sjálfa mig. Og þó ýmislegt bjáti á, hef ég þó annað og meira cn flestir aðrir, og það er ham- ingja. — Mundirðu vilja ráðleggja ung- um stúlkum i giftingarliugleiðingum að hlýða heldur rödd hjartans en skynseminnar, ef til átaka kæmi? — Já, afdráttarlaust, það er flest- um fyrir beztu, ég sé ekki eftir því, sem ég hef gert og mundi ekki vilja skipta, þó öll heimsins gæði væru i boði. Helga Finnsdóttir. RM Nútt útlit Nú tækni Lækjargötu, Hafnarfirði. — Sími 50022. VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.