Vikan


Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 7

Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 7
hefir leikið þér við Súsðnnu? Hvar er brúðurhúsið, sem þú lofaðir að smiða handa henni? Það átti að vera svo fint, tvilyft með almennilegu Ijósi. Á sunnu- daginn varstu búinn að lofa þvl að fara með henni út í skóginn, svo hún gæti rennt sér á sleða. Það var heíd- ur ekki hægt. Þú þurftir að vinna. Nei, Holger, þetta getur ekki gengið svona lengur. Þú hefir gleymt að lifa. Helen hljóp grátandi út úr stofunni. Holger þaut upp af legubekknum og flýtti sér á eftir henni, en áður en hann var kominn upp stigann, lieyrði hann að Helen fór inn i svefnherbergið og lokaði á eför sér. Hann tók í snerilinn og ætlaði inn til hennar, en hún var þá búin að aflæsa. Hann rykkti i hurðina. — Elsku Helen, opnaðu fyrir m^r, ég þarf að tala við þig. Hann stóð örvinlaður við læstar dyrnar og beið eftir svari, en ekkert heyrðist nema grátur Hel- enar, sem nísti hann í hjartað. Dyrnar að herbergi Susönnu opnuðust og litil óttaslegin stúlka stóð í gættinni. — Hvers vegna er mamma að gráta? Holger tók litlu stúlkuna i fang sér. — Það er ckkert alvarlegt. Það liggur bara dálitið illa á henni. Það lagast áreiðanlega fljótt. Hann fór racð hana inn í herbergið og setti hana varlega á gólfið. — Eigum við að leika okkur? spurði hann. — Hvort viltu heldur leika þér að brúðunum eða róla þér? Susanne leit undrandi á hann stóru brúnu augunum sinum. — Þarftu ekki að vinna pabbi? Hann varð vand- ræðalegur við þessa spurningu barnsins, og gekk niðurlútur út úr herberginu. Hann gekk hægt og þung- lamalega niður stigann og fór inn i vinnuher- bergið. Hann settist á teikniborðið og kveikti sér í sígarettu, og horfði hugsandi á reykinn, sem liðaðist upp i loftið. Andlit lians var þreytulegt og hrukkótt. Gat hann ef til vill ásakað sjálfan sig? Eða var Helen ósanngjörn? Hann reyndi þó að verða við öllum óskum hennar. En gerði hann það af ást til hennar, eða að- eins til þess að friða samvizku sina, vegna þess hvað bann kærði sig lítið um hana? Hann gekk eirðarlaus fram og aftur. Nei, þetta hlaut að vera einhver mis- skilningur hjá Helen. Hún var sjálfsagt þreytt og þarfnaðist tilbreytingar. Hann ætlaði að stinga upp á þvi við hana að liún færi til Mallorca. Það hlaut að vera upplyfting fyrir hana í þessum gráa og ömur- lega janúarmánuði og þegar hún kæmi hress og end- urnærð úr þessu nýja umhverfi, hefði hún sjálfsagt skipt um skoðun á þessu öllu saman. Súsanna gæti verið hjá foreldrum hans á meðan. Þau mundu vafalaust taka þvi fegins hendi að fá að dekra við hana i hálfan mánuð eða þrjár vikur, og meðan þær væru í burtu gæti hann unnið ótruflaður, og komið þvi versta frá hendinni. Hann hresstist við þessar hugsanir og fór inn i dagstofuna til að sækja möppuna með teikningunum. Hann mætti Helen i dyr- unum. Hún hafði púðrað, sig vandlega, en samt var auðséð að hún hafði grátið. Það komu krampadrættir við munnvikin, þegar hún reyndi að brosa. Ég biðst afsökunar, Holger. Ég varð vist dálitið æst. en ég er orðin svo leið á þessu öllu saman. Auk þess hef ég áhyggjur þin vegna. — Min vegna? Hann leit undrandi á hana. — Þú hefir breytzt mikið, en þú gerir þér víst ekki grein fyrir þvi sjálfur. Andlit þitt er fölt og hrukkótt Þú hefir dökka bauga kringum augun og hárið er bvri- að að grána. Þú ert stundum svo hræðilega þreytuleg- ur og utan við þig. Eg er hrædd um áð þú missir heils- una. Holger tók utan um hana og þrýsti henni að sér. — Eg lofa þvi að hvíla mig, ef mér finnst eg þurfa þess með. — En þá er það kannski of scint. — Þú þarft ekki að hafa áhyggjur min vegna. Ég skal fara varlega. Nú skulum við fara að borða. Ég þarf að segja þér dálitið, sein mun koma þér á óvart. Ilann tók blíðlega um handlegg henni, og leiddi hana inn i borðstofuna, þar sem Súsanna sat og beið eftir þeim. — Hvers vegna fórstu frá mér, pabbi? — Ég þurfti að fara niður að ná mér í sigarettu. — Já, en hvers vegna komstu ekki aftur? Ég hélt þú ætlaðir að leika þér við mig. Helen sá hvað hann varð vandræðalegur, og sagði: — Pabbi þurfti að tala i simann. Nú skal ég láta á þig munnþurrkuna. Við matborðið sagði Holger henni frá fyrirætlan sinrii. Helen varð ekkert sérlega hrifin. Hún kærði sig ekki um að fara ein. — Ég vildi óska þess að ég gæti komið með þér, ég hefði líka gott af dálítilli hvild, en það er svo margt sem ég þarf að ljúka við Framhald á bls. 32. | og-peniuga. þetta er orðið alveg óþolandi. I Hfeieo fól andlitið í höndum sér og fór að gráta. Holger þagði. Hvað gekk eiginlega að Helen? Hún, sem var allaf svo bros- hýr og yndisleg. Hann langaði til að hugga hana, en vissi ekki hvernig hann ætti að fara að þvi. Þetta var í fyrsta skipti, sem hann sá hana gráta. Hann gekk til hennar og tók liana blíð- lega i fang sér. — Helen min, sagði hann ástúðlega. — Þú veizt að ég elska þig, og ég hélt að ykkur Súsönnu liði svo vel hjá mér. — Ef til vill elskar þú mig, en þú læt- ur ekki mikið á því bera. Stundum finnst mér að vinnan og peningarnir séu þér hugstæðari. Þú ert alltaf svo önnum kaf- inn, að þú gefur þér ekki tima til að sinna okkur Súsönnu. Hvað er langt síðan þú VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.