Vikan


Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 9

Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 9
\ jSkemmtileg oq falleg íþrótt sem byggist á teekoi og fjaðurmagni Stlllinn i hástökki hefur breytzt mjög, eins og meðfylgjandi myndir ættu að sýna nægilega vel. Efsta myndin er tekin í kringum aldamótin á meist- aramóti Noregs og það er Ferdinand siðar Ólympíumeistari í . fimmtarþraut. Ferdinand stekkur venjulegt leikfimis- stökk, en betri aðferðir voru ekki þekktar i þá daga og menn skildu ekki, hvc það skipti miklu að komast með þyngd- arpunktinn sem næst ránni. Iiæðin mun vera nálægt 1,60 — 1,65, en Ferdinand fer svo ósparlega með kraftana að eftir myndinni að dæma hefði hann átt að komast 30 cm hærra, að minnsta kosti með betri stökkaðferð. Síðar iærðu hástökkvarar sniðstökkið, sem átti langa þróunarsögu, frá frumstæðu v saxi, sem var litlu betri aðferð en leik- fimisstökkið og allt til hins fágaða snið- stökks, sem Svíar lögðu mikla stund á. Það var mjög flókin aðferð og byggðist á mikilli fimi og æfingu og er vafalítið fallegasta hástökksaðferð, sem enn hefur verið fundin upp. Þótt ótrúlegt megi virð- ast, náðu einstaka afreksmenn hátt i 2 metra með gömlu stökkaðferðinni, sem Ferdinand sýnir á myndinni. Þó var það ekki leikfimisstökk eins og venjulegur gagnfræðaskólanemandi mundi útfæra það i leikfimissal nú á dögum. Þessir gömlu meistarar komust á lag með það að kippa fótunum mjög hátt — við sjáum raunar viðleitni i þá átt hjá Norðmanninuin. Síðan settu þeir á sig geysilega fettu og með því móti komust þeir hærra, en sá stökkstíll var mjög erfiður og hentaði fáum. Það mun hafa verið finnskur lög- regluþjónn, sem náði lengst með fettu- stílnum og það var alveg um tveir metrar. Með sniðstökkinu batnaði árangurinn og á þvi fóru allmargir yfir tvo metra og allt upp í 205 cm. Það kom brátt í ljós eftir því sem frjáls- ar iþróttir urðu almennari, að negrur höfðu mjög góð líkamleg skilyrði til þess að ná góðum árangri og þeir urðu brái'. í fremstu röð. Hjá þeim byrjuðu að þróast nýjar stökkaðferðir, sem hafa orðið undir- staða að stökktækni hinna mestu afreks- manna í hástökki á okkar dögum. Þeir byrjuðu á þvi að leggja sig flata yfir ránni og með því móti varð þyngdarpunkl- urinn tiltölulega skammt yfir ránni og uppstökkið nýttist sæmilega vel. Þetta var kallaður Kaliforniustíll eða veltustill og allir meiri háttar hástökkvarar notuðu hann um tima. Lester Steers mun hafa stokkið einna hæst með þessum stíl, en hann átti heimsmetið í mörg ár, 2,11 m. Úr veltustílnum varð til grúfustill sá, Framhald á bls. 17. ,. \ I \i/ i Síðasta skrefið í atrennunni og uppstökkið hjá Bandaríkjamanninum John Thömas.'. Ferdinand, Noregsmeistari um aldamótin. Nú byggrist stökkstfllinn á því að hvolfa ser. , jgggsyhHyájJShk Fp %-Æ pfi \r.V> T ' vuíí ■ 5* t

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.