Vikan


Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 11

Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 11
Smásaga eftir Sigurd Hoel þess? Dökku handleggirnir hans vöfðust fast og þétt utan um liana. Hann horfði til hliðar. Svo reif hann skyndilega hattinn af henni, greip harkalega í hárið á henni og sneri andliti hennar að sér. — 5, nei, nei, ekki þetta, þú ætlar að vera góður við mig, er það ekki? — Hún varði sig með báðum höndum. — Elskan min, ég vil þér einungis liið allra bezta, sagði hann. — Já, já, en bara ekki þetta. Allt vil ég fyrir þig gjöra, aðeins ekki þetta. — Þá þykir þér eftir allt saman ekkert vænt um niig. — f — Jú, jú, en ekki þetta. Eg er lirædd. — Já, þu segir satt, að þú viljir ekki. Þú vilt ekki, vilt ekki, vilt ekki, vegna þess að þér er sama uin mig. — Hún snex-i sér að honurn. Það voru grátviprur urn munninn. Hún mælti biðjandi: — Þetta máttu ekki segja. Ó, segðu ekki þetta. Þú veizt að mér þykir svo skelfing, skelfing vænt um þig. En ég þori ekki. Hann strauk'henni urn höfuðið. — Skilurðu ekki, að ef þér þætti i raun og veru vænt um mig, þá værirðu ekki minnstu vitund hrædd. Þá myndir þú vera glöð yfir að geta gefið mér allt. Og ekkert í heiminum væri eins yndislegt. Skilurðu það ekki? Honum fannst þetta liljóma falskt, óeðlilega, við- bjóðslega. En liann liafði liugsað setninguna fyrir frarn, og hún kom næsturn óafvitandi. Hann hélt áfram, án þess að líta á hana: — En ,e(| þér þykir ,vænt um mig, máttu ekki gera það. Þá væri það r'angt af þér. Og ég vil ckki biðja þig um það, sem er rangt. Hann scttist upp og grúfði audlitið i höridum sér. Ó, að þetta hefði ekki komið fyrir. Allt var þelta svo kveljandi og andstyggilegt. Hvers vegna hafði hann beðið hana að koma? Ef þetta væri nú aðeins ljótur draumur. Ruglingslegar og óskýrar hugsanir ruddust inn á hann. Hann vissi ekki hvers hann óskaði né livað hann vildi. Elskaði hann hana, eða hataði hann hana? Hann vissi það ekki. Hann gæti jafnvel iangað til að slá hana, en leggja síðan höfuðið í kjöltu hennar og biðja hana fyrirgefningar, fyrir- gefningar á því, sem hann liefði gert, og væri að liugsa um að gera. Nei, hann óskaði ekki framar eftir þessu. Það var Ijótt og andstyggilegt og hann liafði alltaf vitað það. Aðeins að hún vildi nú fara, fara. Því að lengur gat liann ekki treyst sjálfum sér. ITann veitti þvi atliygli — sér til mikillar furðu — að hann liafði ekki lcngur vald á orðum sínum og gjörðum. — Það er ástríða ínin, sem veldur — liugsaði hann. En þá var það ekki rétt, sem í bókunum stóð, að ástríðurnar kæníu manni til að gleyma öllu öðru. Þvi að athyglis- og ihugunarliæfileiki Iians virtist næstuin- sk'árpari en venjulega. Hann tók eftir öllu, sem gcrðist i kringum hann. Hann heyrði fólkið ganga fram og aftur uppi á loftinu, og hann vissi alltaf, hvar það vár statt. Hún hafði setzt upp við hlið hans og lagði höndina varlega á handlegg lians. Var ég vond við þig? Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að vera það. Ég ætlaði bara.-------- - Við skulum ekki tala meira um það, — svaraði lxann. IJann sneri sér að henni og færði blússuna aftur upp yfir brjóst hennar. Hann ætlaði ekki að gera henni neitt. Hvað svo sem síðar yrði, það varð að hafa það, þótt hún síðar meir gerði gys Framhald á bls. 37.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.