Vikan


Vikan - 06.07.1961, Síða 25

Vikan - 06.07.1961, Síða 25
Öll hin fjórtán óþægu og alveg eins tröllabörn korau sunnudags- morgun nokkurn og relluöu i trölla- pabba og tröllamömmu. — Við viljum fara í skógarferð, hrópuðu þau öll. — Það er ekki komið surnar enn- þá og við búum úti í miðjum skógi og ég flengi ykkur með halanum, ef þið leyfið mér ekki að sofa leng- ur, rumdi í tröllapabba. En trölla- mamma sagði: — Heyrðu, við verðum að gera eitthvað fyrir börnin. Þau hafa rétt til að krefjast þess, að við eyðum frítimum okkar með þeim og við höfum aldrei áður farið í skógar- ferð. Jæja, þar sem tröllapabba þótti nú verulega vænt uin krakkana sina, fór hann á fætur, þvoði sér um hal- ann, en það er það eina sem tröll- in þvo nokkurn tima, og setti dá- litið hárkrem á halaskúfinn. Siðan sagði hann að sin vegna gætu þau lagt af stað strax. Nú skyldi maður halda, að þau mundu ganga eitthvað um skóginn. 'sém þau bjúggu i, en tröllabörnin sögðu að þau fengjú nóg af skógi hvurndags og þess vcgna vildu þau - fara eitthvað i skógarferð þar sem ekki væri skógur. — Jœja, þá förum við‘á ' niarkað- inn, sagði tröllapabbi. í bænum var stórt torg og þar var fullt af fólki. Þegar tröllafjöl- skyldan birtist stóð fólkið kyrrt og starði. — Nei, en gaman, þarna koma nokkrar manneskjur sem eru búnar eins og tröll. Tröllapabbi ætlaði að fara að skammast og segja þeim að þau væru alls ekki i búningum, þau væru raunveruleg tröll, en trölla- mamma greip í handlegginn ó hon- um og sagði að hann mætti ekki gera veður út af þessu. Svo hrínguðu ]iau öll saman hal- ana og stungu þeim í vasana og gengu svo áfram. í einu horni markaðsins var sýn- ingartjald. Fyrir utan það stóð mað- ur og auglýsti hástöfum hvað hægt væri að sjá í tjaldinu. — Og svo, herrar mínir og frúr, hrópaði maðurinn, um leið og trölla- pabbi, tröllamamma og öll trölla- börnin fjórtán komu þangað ... svo sjáið þið mesta viðburð aldar- innar, eina núlifandi tröllið á land- inu. Hann nennum við ekki að, sjá, sögðu tröllabörnin. Við vitum alveg hvernig tröll lita út. — Já, en ég ætla að sjá hann, sagði tröllapabbi, því það er svei mér frekt að segja, að það sé að- eins eitt tröll til í landinu. En það er áreiðanlega frændi minn, hann Eirikur, sem er að hlekkja fólk svona. Svo fóru tröllapabbi og trölla- mamma inn í tjaldið, eftir að þau höfðu brýnt fyrir krökkunum, að gera nú ekkert af sér á meðan. Og uppi á sviðinu var i raun og veru tröll með langan hala. — Góðan daginn, Eiríkur, hróp- aði tröllapabbi. En hvað halinn á þér er ljótur og illa til hafður, minn er miklu fallegri. Tröllið á sviðinu varð mjög undr- andi. — Og svo segir þú, að þú sért eina tröllið á landinu. Já, þú hefur alltaf verið grobbari, en nú ætla ég ... Svo gekk tröllapabbi upp á svið- Framhald á bls. 31. í þetta skipti ætlum við ykkur einnig að lita mynd, en ekki af Þyrnirósu, held- ur blómálfum. Það gildir hið sama um hana og hina, þið litið hana eins fallega og þið getið og sendið svo Vikunni. Við veljum síðan úr þrjár beztu myndirnar og veitum verðlaun og verða þau, þau ,.sömu og siðast, vefstóll og flugmódel í fyrstu verðlaun. Spilasería, önnur verð- laun og sæígæti, þau þriðju. Setjið myndina af blómálfunum i um- slag og sendið VIKUNNI, pósthólf 149. Nafn:...................................— úldur:................................... Heimili: ................................ Merkið umslögin með „blómálfar". KALLI KOKKUR. Kartöflusalat. 1 betta salat Þarf fjórar, soðnar, kaldar kartöflur, eitt harðsoðið egg, dálitla matarolíu og edik. Magga setur kartöflurnar í súpu disk og gerir mav’: úr þeim með gaffli, svo að engir kögglar verði eftir. Síðan setur hún eina matskeið af matarolíu út 1 og eina barnaskeið af ediki, en Pétur hrærir þetta allt vel saman. Anna setur salatið i hrauk á fat og Nonni stráir vel niður söxuðu egginu yfir. Að lokum skreyti ég með steinselju og salatblöðum. VflJCSN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.