Vikan


Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 17

Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 17
leizt ekki á bi'ki'”". pn allt í einu þegar við byrjuðum að leika eitt lag- ið, tók mannskapurinn viðbragð og á skammri stundu dönsuðu þeir um Grettir Björnsson. allan salinn. Þá urðum við hissa. En þeim hlytur eitthvað að hafa likað þetta lag sérstaklega. VÍ8 spjöllum næst við Lárus Sveins- son, en hann leikur á trompet og git- ar. Eins og vel/flestir hljóðfæraleik- arar er hann prentari. Hann er frá Neskaupstað, en þar hefur löngum verið fjölskrúöugt tónlistarlíf, og muna margir eftir hljómsveitinni, Lárus Sveinsson. sem var kynnt i vetur i útvarpinu. Lárus er tvítugur og hyggur á frek- ari nám. Fer hann því til Vlnar I haust. Haukur Sighvatsson, sem leik- ur á trommuna er ekki viðstadd- ur I þetta sinn. Er því ekki hægt að birta af honum mynd. Haukur er prentnemi og er þá helmingurinn af hljómsveitinni viðriðin prentiðn. Við snúum okkur aftur til Kristins og spurjum hann að Því, hvort skemmti- legra sé að leika fyrir unglinga held- ur en fullorðna. — Yfirleitt er þægilegra aö leika fyrir fullorðið fólk. Hins vegar er mjðg gott að ná skemmtilegri stemmningu þegar leikið er fyrir fé- lagssamtök ungs fólks. Þar er yfir leitt meira um það, að allir skemmti sér með öllum og mikið fjör. — Hvað leikið þið helzt. Það ei að segja, hvað viljið þið helst leika — Við leikum helzt vinsæl dægur- lög, bæði ný og gömul. Rokkið höf- um við í minnsta lagi, enda er rokk- áhugi að dvina, hjá unglingum, Op þannig viljum við lika helst leika. — Þú hefur stundað ýmislegt ann að en hljóðfæralei'" Kristinn. — Já, ég hef fengist við skrifstofu- og verzlunarstörf. Svo hef ég verið með skemmtikraftaumboð. — Er það ekki nokkuð þreytandi starfi og erilssamur. Ekki getur þú séö um það meðan þú ert fyrir Norð- an. — Það er nú tímabundið við vet- urinn. Oft getur það verið erfitt og tímafrekt. Að þessu loknu tekur kvartettinn upp æfingar aftur og við hlustum á þá leika nokkur lög. Einnig syngur Agnes og þó hún hafi litla reynslu, þá búumi' við við því að hún geti orðið ágætis söngkona með tímanum, en það kostar vitaskuld vinnu. Það verður því fróðlegt að vita hvernig henni tekst að nota þá reynslu sem hún fær í sumar á Siglu- firði. , bréfaviöslcipti I þetta sinn erum við með tvo út- lendinga, sem vilja komast i bréfa- samband við einhvern íslending. Ann- ar þeirra er Itali og heitir hann Gianni Casini. Honum er umhugað að komast i samband við pilt með frimerkjaskipti fyrir augum. Gianni skrifar eitthvað litilsháttar á enskju og sæmilega á frönsku. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á slíku, en þeir eru sjálfsagt margir, geta skrifað til hans á þessa leið: Gianni Casini, via A Zodi, 14, Firenzea, Italia. Hinn er ungur Bandaríkjamaður, átján ára að aldri og heitir hann Wilmer C. Faust. Hann langar til að skrifast á við stúlku 16 til 19 ára og vill helzt að hún kunni ensku. Hins- vegar sé ekkert til fyrirstöðu kunni hún þýzku. Heimilisfang hans er: 411 East Coover Street, Mechanies- burg, Pennsylvania. nýtt ' Þegar fegurðarsamkeppninni var lokið í sumar gengu blaðamenn fyrir stúlkurnar og meðal annars spurðu þeir að því, hvað þær helzt vildu starfa. Það kom á daginn að þær vildu flestar starfa sem sýningar- stúlkur. Þetta sýnir að það er að vakna áhugi hjá okkur Islendingum að fá að sjá föt öðru vísi en á snaga eða herðatré. Og undanfarin ár hafa verið að bætast í hópinn af sýningar- stúlkum. Að vísu geta þær ekki haft fulla vinnu af slíku, en með þvi að starfa sem sýningarstúlkur og fyrir- sætur fyrir fyrirtæki geta þær haft þetta sem þokkalega aukavinnu. T.d. er stúlkan hér á myndinni að aug- lýsa khaki siðbuxur frá Heklu. Og það leynir sér ekki að buxurnar taka sig miklu betur út á stúlkunni, held- ur en sem stífpressuð teikning i aug- lýsingu. Þessi stúlka heitir Ingunn Benediktsdóttir og var fyrir stuttu á forsiðu hjá okkur. Eins og vera ber, kann hún að bera sig eins og mann- eskja, en situr ekki eins og saman- vöðlaður strigapoki á bekknum. Og þeir sem halda að svona uppstilling sé þreytandi og óeðlileg vaða nefni- lega reyk. Það er miklu minna þreyt- andi og ívið þægilegra að sitja beinn i baki og rétta að einhverju leyti úr fótunum. Það þarf varla að taka það fram, að það er miklu skemmtilegri sjón. Þvi vonum við að fyrirsætu og sýningarstúlkustarfið leiði meira af sér en aukna sölu, sem sé að sýna fólki hvernig eigi að bera þann fatn- að sem það kaupir. Fötin fara þessum stúlkum ekki vel að því að þau eru sérstaklega saumaðar á þær, heldur fyrir það að þær bera sig vel. Þannig getur góður líkamsburður og vel hirt föt farið hverri stúlku vel. SKÁKÞRAUT. Eftirfarandi staða kom upp i skák milli Rotlewi og Rubinstein. (Rubin- stein var heimsþekktur skákmaður á sinum tíma, fyrir fyrri heimsstyrjöld- ina, en lézt í marz á þessu ári). Allir svörtu mennirnir eru stað- settir ákjósanlega og nú er tími tii kominn að láta til skargr skriða. Hvernig hélt Rubinstein, sem hefur svart, áfram ? Lausn: 1. — Hxc3!! (Glæsilega teflt) 2. gxh4 (Allir aðrir leikir leiða til taps eins og hægt er að sannfæra sig um) 2. — Hd2H (Þessi leikur er einn íallegasti og um leið lykilleikur- inn að leikfléttunni) 3. Dxd2 (Eða Dxg4 þá 3. — Bxe4t 4. Hf3, Hxf3 o. s. frv. Ef 3. Bxb7 þá 3. — Hxe2 4. Bg2, Hh3! o.s.frv.) 3. — Bx^4t 4. Dg2 Hh3H Hvitur gafst upp, því mátið er óverjandi. Þessi skák er kölluð „Rub- insteins ódauðlega skák" og ber það meö réttu. Ingunn BenediJctsdóttir. HÁSTÖKK Framhald af bK 9. sem langflestir hástökkvarar nota núna, meðal annarra Rússarnir, sem sigruSu á Ólympiuleikunum í Róm, Salkatsche og Brummel og Banda- ríkjamaðurinn John Thomas. Grúfustíllinn varð i rauninni til um svipað leyti og veltustillinn, en þá var hann með nokkuð öðru móti en nú tíðkast. Dave Albritton, sem notaði hann einna fyrst, lá alveg flatur yfir ránni og sncrist líkt og um öxul. Hann stökk 2,08 með þess- ari aðferð. Negrinn, sem stekkur á mynd nr 2., sýnir vel nútíma grúfustil. Hann stekkur nokkuð beint á rána og stingur sér i rauninni yfir hana. Þegar höfuðið og bolurinn eru kom- in vel yfir og í rauninni á niðurleið, eiga fæturnir cnn ófarinn góðan spöl til þess að ná yfir rána. Með þessu móti er það tæknilegur möguleiki að þyngdarpunktur lik- amans fari sáralítið yfir rána og þar með er hægt að segja, að stökk- krafturinn nýtist til fulls. Ef mynd- irnar cru atluigaðar vel, kemur i ljós að staðan er i rauninni ekld svo ólik, — vinkilstaða i báðum til- fellunum. Hins vegar snýr vinkill- inn orðið nákvæmlega öfugt. Þessi stökkaðferð er i eðli sínu svipuð stangarstökki, þar sem stökkvarinn leggur sig saman yfir ránni og spyrnir sér ekki frá stöng- inni, fyrr cn fælurnir eru komnit í næstum lóðrétta stöðu hinum meg- in við rána. Hástökk er íþróttagrein, sem skemmtilegt er að æfa og krefst ekki mikils útbúnaöar eða aðstöðu. Það byggist að sjálfsögðu að mestu lcyti á stökkkrafti, en fullkomin tækni getur gert ótrúlega mikið. Likamshæð skiptir miklu máli, vcgna þess að þyngdarpunkturinn i stórum manni er hærri en i lág- vöxnum mannj. Við sjáum það lika, að allflcstir afreksmcnn í liástökki eru mjög hávaxnir. Eitt liið erfiðasta við hástökks- tæknina, er notkun hraðans i at- rennuntji. Fyrir byrjanda cr til- gangslaust að reyna hratt tijhiaup. Hins vegar er það kostur að geta notað hraða atrennu, ef menn á annað borð geta beint kraftinum upp. Margir stökkvarar hafa „rýtma“ i atrennunni. Það er að segja, þeir hoppa upp einu sinni eða tvisvar 1 atrennunni, en lilaupa siðan mjúkt niður i lága stöðu. Sérstaklega reyna þeir að fá siðasta skrefið langt og teygja þá stökkfótinn sem lengst fram fyrir sig og láta hælinn gefa gott viðnám. Þá hefur stökkfóturinn sömu áhrif og stöng: Stökkvarinn kastast uþp og hcfur möguleika til að nýta mjaðmavöðvana, sem eru yfirleitt' meðal sterkustu vöðva Ííkamans. Eftir því sem stökkvari nær þessari tækni betur, þeim mun liraðari atrennu getur hann leyft sér að nota og þar með aukast lik- urnar fyrir góðum árangri. John Thomas, bnndaríski hástökkvarinn, sem verið hefur i fremstu röð að undanförnu, enda þótt hann tapaði á s.l. Olympiuleikum, sýnir þessa tækni vel á myndunum neðst á sið- nnni, Hann tekur risaskref síðast og hællinn nemur mjög ákveðið við ‘öllinn. Sveiflufætinum sveiflar Itann kröftugiega upp í höfuðhæð, og einnig það á sinn þátt í þvi að beina hreyfingunni upp á við. ‘ ★ VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.