Vikan


Vikan - 06.07.1961, Síða 12

Vikan - 06.07.1961, Síða 12
Læknirinn segir: Afeng'i og geðijnkdómar .<- Nafn Teng Gee skrifað á kínversku. Álirif áfengis geta verið harla margvísleg, en sennilega hafa fáir fengið þau einkenni, sem sagt er frá i þessum greinaflokki,'um geð- sjúkdóma. Maður fer i samkvæmi, þar sem alls konar vín eru á boð- stólum, koníak með kaffinu og síðan whisky. Þegar hann kom og sagði: — Það var mjög vingjarnlegt af ykkur að bjóða mér, var hann fölur og hæglátur. Eftir að honum hafði verið afhentur borðseðillinn, gekk hann til konunnar, sem hann átti að hafa til borðs og lýsti yfir því, að heiðurinn og ánægjan væri öll sin megin o. s. frv., og nokkrum klukkustundum siðar tekur hann utan um hana (undir peisjakkanum) og vitnar í kvæði, sem honum tókst með mikium erfiðsmunum að læra utan að fyrir löngu, þegar hann var í gagn- fræðaskóla. Hann svo að segja „blossar" upp bæði andiega og líkam- lega. Augun Ijóma, roðinn þýtur fram í kinnarnar, hann verður mjög skrafhreifinn og virðist vera í ágætu skapi. Áfengið hefir gerbreytt framkomu hans. Hinar svo kölluðu „guðaveigar" hafa haft svipuð á- hrif á hann og hina gestina, og þessi áhrif verða til þess að gest- gjafarnir telja, að samkvæmið hafi heppnazt mjög vel. En þessi ágætu hjón hefðu seniiilega ekki orðið eins hrifin, ef „guðaveig- arnar“ hefðu haft gagnstæð áhrif sem þessi: þvöglulega, drafandi rödd, skjögrandi göngulag, fátkenndar hreyfingar, frekjulega fram- komu gagnvart borðdömunni. Meðan allt þetta færi fram, liefði liann sjálfsagt á tilfinningunni að hann væri i fullkomnu jafnvægi. Sumir fara enn verr út úr þvi, sjá alls konar ofsjónir, svo sem hvitar mýs og græna fíla, fá tilhneigingu til að fremja alls konar glæpi, ef til vill sjálfsmorð, og missa jafnvel meðvitundina. Með orðinu þeir, meinum við sjúklingana, því fólk er i rauninni sjúkt, þegar það fær þessi einkenni sökum áfengisneyzlu. ÁFENGI f DAGLEGU LÍFI. Það er mikið rætt um áfengisvandamálið, og það er oft efst á baugi í opinberum rökræðum. Vínið kemur svo mikið við sögu okkar i dag- lega lifinu, jafnvel þótt við brögðum það ekki. Við getum átt á hættu að lenda í umferðarslysi, sem orsakast af ofneyzlu áfengis, og haft á- hyggjur vegna vina okkar og náinna ættingja, sem við álitum vera svo vinhneigða, að þeim-geti stafað af því veruleg hætta og jafn- vel tortíming. Maðurinn, sem fór i samkvæmið, telst ekki sjúklingur, meðan hann er á því stigi, sem minnzt var á i byrjún. Á heíinlíei'ð- inni verður hann scnnilega ekki eins léttlyndur, þvi að þá verðíir farið að renna af honum. ÁFENGI MEÐ MAT. Uppsog- áfengis i meltingarfærunum tekur ekki langan tima. Mag- inn sýgur strax upp næstum þvi fímmta hlutann. Ef um freyðandi vin er að ræða, til dæmis kampavín, tekur það styttri tima, og ef maður borðar samtímis, tefur það fyrir uppsoginu. Orlitill hluti þess áfengis, sem neytt er, siast óbreytt frá sem loft um lungun og þvag um nýrun. Eftirstöðvarnar, það er að segja aðalmagnið brennur upp. Þessi brennsla fer alltaf fram með sama hraða, svo það er ekki mikill vandi að reikna út hvenær ákveðinn hluti áfengisins er full- komlega aðgreindur. Það skaðar ekki að bæta því við að alkohol- magnið i blóðinu eykst skömmu eftir að áfengisins er neytt. Þetta er Teng Gee og sonur. Framhald á bls. 28. Við getum átt á hættu að lenda í umferðarslysi, sem orsakast af nfnftVT'.ln áfnnfris - . . TENG GEE með sportbílinn sem hún hafði til umráða á námsárum sfnum. I blaðuúrklippum, sem hún sýndi okkur stóð einhvers stáðar: Teng Gee er vel þekkt í Clifton, þjótandi um í bláum M. G. sport- bíl á 150 km. hraða. Ef ég hefði her, sem eingöngu væru í elskendur mundi ég sigra heiminn, er haft eftir merkum manni. En það er vist ekkert eins öflugt og ósigrandi og ástin. Jafnvel sjúkleg peningagræðgi mannanna og hégómi verður að láta i minni pokann, þegar ástin segir til sin. Þetta fengum við áþreifanlega sann- að, þegar við eyddum einni siðdegis- stund með frú TENG GEE Sigurðs- son, áður miss LEE TENG GEE. Eins og sést á nafninu er hún kín- versk, en gift islenzkum manni, Jóni Baldri Sigurðssyni, kennara við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Þau Jón Baldur hittust í Bristol, þar sem bæði voru við nám, hann í nátt- úrufræði við háskólann og hún í „the School of Drama in Bristol," liann sonur islenzk verkamanns, hún dóttir kínversk milljónamærings, og nú skulum við láta’Teng Gee um framhaldið. — Hvernig vildi það til, að þið Jón Baldur hittust? — Það var eiginlega skemmtileg tilviljun. The International Club hélt dansleik, sem mér var boðið á og þar hitti ég Jón í fyrsta skipti. Reyndar var ég búin að sjá hann áður, en það uppgötvqði ég ekki fyrr en löngu seinna. Þá sat ég með beztu vinkonu minni, sem lika er kínversk á expressobar’, þegar Jón keniur inn með fleiri Islendingum og voru þeir allir með stúdenthúfurnar. Ég veitti Jóni strax athygli og spurði vinkonu mína, hvort henni fyndist liann ekki lita vel út. En hún sagði að ég h'efði hræðilegan smekk og þar að auki væru þetta sjóliðar, cn þeir hafa slæmt orð á sér fyrir að vera hættulegir. Það voru húfurnar, sem fengu okkur til að halda, að þetta væru sjóliðar. Ég lét alls ekki segjast og hélt áfram að gefa hon- um hornauga og þegar þeir fóru vildi ég fara líka, en vinkona mín hélt ég væri gengin af göflunum. En þeir voru liorfnir, þegar við kom- um út, hafa liklegast farið inn á „pub.“ Svo gleymdi ég þessu auð- vjtað eins og skot. En löngu seinna rakst ég á þessa húfu inni í skáp hjá Jóni og þá rann upp fyrir mér ljós. — Hvernig var þetta á dansleikn- um, sátuð þið saman við borð, eða voruð kynnt. . . . — Hann var með hóp af krökk- um, sem ég kannaðist við, og það fyrsta sem ég tók eftir var að hann hélt sig dálítið utan við, þegar hin- ir heilsuðu mér og mér leizt jafn- vel á liann og fyrri daginn. Svo bað ég um að láta kynna okkur og þegar hann sagði Sigurðsson, heyrðist mér hann segja Singer. Ó, sagði ég, þú ert sonur mannsins, sem á Singer saumavélafyrirtækið. Nei, nei, sagði hann, og að lokum skildi ég að það var Sigurðsson. Og síðan þá höfum við verið saman.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.