Vikan


Vikan - 06.07.1961, Síða 6

Vikan - 06.07.1961, Síða 6
SMASAGA EFTIR JESPER LINDBERG Sjálfum fannst honum hann vera dugnaðarmaður og það var hann: Dýr bíll, hús og dýrar gjafir handa konunni. Var það ekki gott? Jú, vissulega, en hann gleymdi því, hvaða verði hann keypti þessi gæði. Há glæsileg bífreið rann hljóðlaust um hið unaðslega lystihverfi á Frederiksberg. Holger Birk stöðvaði bílinn við gangstétt- ina framan við rautt steinhús, sem var byggt i enskum stíl. Hann tók stóra, svarta möppu með teikninguin, serii lá í aftursætinu, og gekk heim að húsinu. Áður en hann opnaði útidyrahurðina leit hann snöggvast á bilinn og brosti ánægjulega með sjálfum sér. Hann fór úr yfirhöfninni, tók teikliimöppuna og gekk inn í hina vist- legu stofu, þar sem kona hans hnipraði sig saman á lágum legubekk og las i bók. ' — Komdu sæl, ástin min, sagði hann, og kyssti hana á kinnina. Helen leit á hann og lagði frá sér bókina. — Þú kemur seint, Holger. Þú varst húinn að lofa því að koma heim um fimmleytið. Nú er klukkan bráðum hálfsjö. — Ég veit það, góða mín, en fundurinn hjá Lindholm og Sön tók lengri tima en ég bjóst við, og ég mátti til með að tryggja mér þessa pöntun. Hún stóð upp og kom til hans. — Þú verður þá víst að vinna í kvöld eins og vanalcga? — Já ég kemst ekki hjá þvf. Þetta er mikið verkefni. Ég þarf að útbúa auglýs- ingaspjöld og bæklinga, sagði Holger og gekk að vinnuborðinu. — Ég lofaði að koma með nokkra frumuppdrætti fyrir há- degi á morgun, svo ég verð liklega upp- tekinn við þetta í kvöld. — Móðir þin hringdi og spurði livort við gætum komið í kvöld. Er þér það ljóst að við höfum ekki séð foreldra þina í rúman mánuð? Holger fójr úr jakkan- um, losaði hálsbindið og settist við teikni- borðið. — Ég veit það, en vinnan gengur fyrir öllu, ég. . . . — Vinna, vinna, sagði Helen og hin dökku augu liennar skutu gneistum. — Það er alltaf sama sagan: Ég get það ekki, ég þarf að vinna. Eða: Ég hcfi ekki tima til þess, ég þarf að vinna. Ég er bú- in að fá alveg nóg af því að sjá þig alltaf 6 VIKSH við þetta teikniborð. Helen gekk eirðarlaus fram og aftur um gólfið. ,— Já, en góða Helen, það er vegna þin og Súsönnu, sem ég legg svona hart að mér til þess að ykkur geti liðið vel. Iíeldurðu að ég geri það bara mér til gamans að vinna allan sólarliringinn? — Já, þú hugsar ekki um annað en pen- inga, eins og þeir séu það eina, sem máli skiptir, sagði Helen. — Það er nú samt ekki liægt að lifa án þeirra. Húsið var mjög dýrt. Svo eru háar útborganir af bílnum, og svo skuldum líka eitthvað fyrir húsgögn. Auk þess eru skatl- arnir mjög háir, svo að ég verð að leggja hart að mér til að standa straum af þessu öllu. — Já, ég veit það, Holger, en gætum viö ekki látið okkur nægja minna. Þú mátt ekki halda að ég sé vanþakklát, en þurfum við endilega að búa í svona stóru húsi? Ég kunni svo vel við mig í litlu tveggja herbergja íbúðinni. — En Súsanna þarf að hafa sér- herbergi, andmælti Holger. — Ég þarf lika að hafa sérstakt vinnu- herbergi, svo þegar á allt er litið, var fbúðin orðin of lítil fyrir okkur. — Það má vera, en það var samt engin nauðsyn að c kaupa sjö her- bergja liús í einu dýrasta hverfi bæjarins. Lítið notalegt hús í útr hverfi bæjarins væri alveg hæfi- legt fyrir okkur, og við höfum ekk- ert að gera við svona stóran bíl. Litli billinn okkar var al- veg ágætur, og hvað á ég að gera við loð- feldi og dýra samkvæmiskjóla. Við förum svo lítið út nú orðið. Okkur er einstaka sinn- um boðið til cinhvers viðskiptavinar þins, það er allt og sumt. Holger greip fram í fyrir henni: — Ég liélt að þér líkaði þella vel, Helen. Er það ekki óskadraumur flestra kvenna að búa í stóru.glæsilegu húsi, aka i fínum, sóma- samlegum bil, eiga loðfeldi, skartgripi, dýra kjóla o.s.frv. — Það getur verið að aðrar konur dreymi um þess háttar, en ég tek þig fram yfir jietta allt saman. — Mig? Holger ■ starði undrandi á hana. — En ég er liérna hjá þér livern einasta dag, ég skil ekki hvað þú átt við Helen. — Holger! Helen varð dreymin á svip. Manstu hvað við vorum ham- ingjusöm fyrstu árin, sem við vorum gift? Þú hafðir fasta atvinnu á aug- lýsingaskrifstofunni, og þá þurftir þú ekki að sitja yfir teikningum á kvöldin. Við gátum notið lífsins saman, umgengizt vini okkar og far- ið í leikhúsið öðru hverju. Og leyfin okkar, — manstu, hvað þau voru dá- samlcg? Nú er þetta allt glatað. Síð- an þú fórst að vinna sjálfstætt fyrir þremur árum, hefir þú aldrei tima til neins. Eina áhugamál þitt er að græða sem mesta peninga. Vinir okkar cru horfnir. Hvar cru þeir? Þeir blátt áfram forðast okkur og þctta fína heimili, þar sem þeir kunna ekki við sig, og það er svo sem ekkert undarlegt, þvi að þú get- ur ekki talað um annað en vinnuna -«• f ‘ f **** v. í \ : - •? á j | ■ ir w <1 l 1 itiÉiil i mmM iySms,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.