Vikan


Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 26

Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 26
— Þér fáið fjórtán daga í viðbót, nngfrú, og ef ég er ekki búinn að læra að vélrita l>á,t verð ég að fá nýjan einkaritara. — Ég sagði þér, að þú yrðir að leggjast varlcga, þvi Karl 12. hefði sofið í þessu rúmi. — f hálfgerðu óleyfi. — Nú er svo komio að kartöflurækt er stunduð af þvíliku kappi hér á landi, að margt fólk er hætt að leggja sér erlendar fóðurkartöflur til munns, heldur nærist á þvi sem hér vex. Ösagt skal látið hvort framleiðslan er orðin meiri en þörfin, en alltaf eru einstaklingar að bjástra við að koma niður nokkrum kartöflum á vorin, til þess að þurfa ekki að kaupa þetta í búð. Hér á myndinni sjáið þið Hjörleif Ólafsson, sem ræktað þefur kartöflur á sama skikanum við Reykjaveg i Laugardainum undanfarin tuttugu ár. — Það er ekki amalegt veðrið. sem þú færð við vinnuna — Ö nei. Það er gott þessa dagana. — Og ekki er hún amaleg moldin hjá þér. — Nei. En hann hefur ekki látið plóginn taka nógu djúpt. — Léztu plægja fyrir þig? — Já, það piægði fyrir mig maður, en mér finnst þettf í grynnra lagi. Kartöflurnar verða að fá að vaxa. — Áttu þennan skika sjálfur? — Ekki aldeilis. Eg er hér meira að segja i hálfgerðu óleyfi. — Nú. Hvernig þá? — Þetta tilheyrir allt Laugardals- skipulaginu. Ég á að fara. En þeir eru bara ekki komnir svo langf enn- þá Þeir hafa ekki leyft mér að vera í sumar, en l!,degr:sta láta þeir mig í friði, þangað il ég er orðinn fyrir þeim. Við því er ekkert að gera. í Laugardalnum eru miklar framkvæmdir á öll- um sviðum. Það er verið að leggja þar hitaveitu- stokka. Þar er heilmikil útisundlaug í byggingu. íþróttahöll ein mikil er líka í deiglunni og þar fram eftir götunum. Einn góðviðrisdag rölti blaða- maður í dalinn til þess að virða fyrir sér hitt og þetta og forvitnast um hvernig þessum framkvæmd- um miðaði. Tveir menn unnu þar við hitaveitu- stokk og var spjallað lítillega við þá. Þeir heita Sigurður Einarsson og Guðmundur Þórarinsson. — í hvaða hverfi á að leiða úr þessum stokk? —• Það verður bæði héyna í Laugarásinn og Lækina. Annars verður þetta víst tengt allt hvað öðru og vatnið hér í grenndinni leitt inn á bæjar- kerfið. — Nú, er svona mikið vatn í þessum borholum hér í kring? — Já, það hefur bara fengizt mikið vatn í Laug- arnesinu og Túnunum. Þetta er gífurlegt fyrirtæki allt saman. / — Og hvað eruð þið að gera núna? — Við erum nú aðallega að ganga frá ýmsu næsta ómerkilegu. Þetta er eiginlega hálfgert dútl. — Það er að minnsta kosti ekki ómerkilegt veðr- ið sem þið fáið við dútlið. — Nei, inaður má nú þakka fyrir svona blíðu. Nokkrir strákar eru á stjákli kringum vinnufé- lagana og bregða þeir sér til þeirra, þegar á að taka myndina. Ekki langt frá er dælustöð, sem mun eiga að dæla vatninu og auk þess mun vera annað fyrirkomulag á þessu hitaveitukerfi heldur — Að ganga frá ýmsu ómerkilegu — en því gamla. Er það á þá leið að heita vatnið rennur ekki viðstöðulaust í gegnum húsin og svo út í sjó, heldur er vatninu veitt í húsin eins lengi og hiti helzt á því. Það er nefnilega um 45 stiga heitt vatn sem kemur út úr húsunum og þarf því rétt að snerpa á því, til þess að geta veitt því inn aftur. Þá urðu fatlaðir fyrir aðkasti Á undanförnum árum hefur verið gert mikið átak á því sviði samfólagsinála, sem snýr að atvinnu þeirra manna í þ.jóðfé- laginu, sem ekki húa við fulJa heilsu. Hafa þessir menn stofnað með sér saintök, til þess að hæta um aðstöðu sína. Einn þess- ara manna er ílelgi Eggertsson, sem rek- ur verzlunina Iíoða við Laugaveg. Helgi er af þeirri manngerð, sem fátt lætur raska rósemi sinni og glaðlyndi í tilverunni. — Finnst þér ekki mikil breyting hafa orðið í viðhorfi almennings til fatl- aðra manna og þá sérstaklega I umgengn- isháttum? — Það er nú likast til. Hér áður fyrr þótti það ganga glæpi næst að vera hækl- aður á einn eða annan hátt. T. (I. létu böri. mjög illa að slikum möniium, en ég vil meina að það hafi verið þvi að kenna að fullorðna fólkið hafi látið ýmislegt frá sér fara í viðurvist barna serr. svo hefur festst í þeiin. Að vísu hef ég ekki orðið fyrir aðkast'. sem neln.i nennir, en það stafar ekki sizt af því, að ég lét ekki bjöða mér upp á slíkt. — Þu hefir kannski tekið í þá, sem ætluðu að skemmta sér a þinn kostnað? — Já, það var oft svoleiðis^ að strák- arnir héldu sig eiga alls kostar við mig, en það fór nú á annan veg og þeir urðu mínir beztu 'vinir, sem .erst hugsuðu lil mín fyrst. En nú er þetta sem sagt allt öðru vísi. Og hér í Reykjavík hef ég aldrei séð fullorðna eða börn hæðast að fötluðu fólki. Það sem meira er, börn gera sér nu far uin að fá félaga sína, sem t. d. hafa orðið fyrir lömun, lil að taka þátt i leikjum sinum. Það er greinilegt á öllu, að Heigi er hvorki þjakaour af tilverunr.i almennt né lönmn sinni sérstakle'ga, og þá vaknar sú spurning, hvort fullfriskt fólk, sem sí og er að barma sér, hafi teki'ó skakka stefnu í tilverunni. Væri ekki ráð að reyna frek- ar að taka hlutunum eins og þeir eru en harma það, að lífsgæðin og hamingjan skuli ekki borin manni á silfurfati? ★ -,Með rigningu í Við og við fá knattspyrnuunnendur tækifæri til að horía á annað en heimaliðin í keppni. Það eykur oft æsinginn og ánægjuna. Hérna um daginn, þegar skozka liðið St. Mirren kom var heldur betur líf í tuskunúm á leikvanginum i Laugar- dal. En þar sem íslenzkum gekk dkki sem bezt og áhorfendur hitnaði í skapi, þá tók forsjónin upp á því að láta verða svolitla rigningu. Var þetta ósköp hógvær rigning, en áhrifa- mikil samt. Á skömmum tíma urðu menr. gegnrakir og sljákk- aði þá heldur í áhorfendaliði. Þegar ósigur varð vis, héldu menn leiðar sinnar með rigningu í sálinni. 26 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.