Vikan


Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 36

Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 36
Fegurð hársins hefst með Hversvegna? Vegna þess, að með því að nota White Rain verður'hárið lifandi og blæfagurt. Þessi silkimjúki vökvi er með lokkandi ilmi, gerir hárið glitr- andi, gefur þvi blæbrigði . . . vek- ur hina duldu fegurð þess. White Rain er framleitt á þrennan mis- munandi hátt til þess að fegra sérhverja hárgerð — ein þeirra hæfir einmitt yðar hári. í FELUM . . . Framhald af bls. 5. straumur. En um flæðar eru sker þessi i kafi. Nú fór svo, þegar Svanur kom aft- ur frá Gilsbrekku, að hann renndi upp á eitt skerið innan við Suður- eyri og sat þar fastur, því að útfall var. Lá báturinn þar á hliðinni í nolckra klukkutima. En það var eins og um Tyrkjaskipið á Seylunni forðum, enginn kom um borð og enginn fór í land. Þeir félagarnir þrír létu sem ekkert væri. Um næstu flæði losnaði báturinn af skerinu. Var þá haldið rakleitt út fjörðipn og norður í Hrafnsfjörð i Jökulfjörð- um. Þar var Lehrmann settur á iand, og skyldi hann nú sjálfur komast norður yfir, en Svanur hélt til ísa- fjarðar. í FURUFIRÐI Á STRÖNDUM. Lehrmann lagði nú á fjallið og bar á baki nokkurn farangur. Það var taska með einliverju af fötum í, litill ferðaprimus, kaffiketill og lít- ið tjald. Náði hann heilu og höldnu til Furufjarðar. Þar hitti hann á tún- inu tvo menn. Var annar þeirra Vagn bóndi. Iíannaðist hann við loforð sitt að veita Þjóðverjanum forbeina og tók hann í bæ sinn. í Furufirðí dvaldist Lehrmann um tveggja mánaða skeið. Hann fór aldrei neitt út af bænum og liafðist ekkert að, sem bent gæti á njósnir, var mikið inni við eða heima við bæinn. Bóndi reyndi jafnan að sjá svo um, að hann væri ekki úti við, er gesti bar að garði. En nokkurt samneyti hafði hann við sambýlis- fólk Vagns, en þar var tvibýli. Loft var nú mjög lævi blandið og fregnir af ógnum styrjaldarinnar bárust titt. Brctar hertu á ýmsum fyrirmælum hér á landi. Þeir óttuð- ust ferðir þýzkra kafbáta inn á flóa og firði, og i citt sinn lokuðu þeir Reykjavikurhöfn, vegna þessarar hættu, settu tundurduflagirðingu fyrir hafnarmynnið. Þá var öllum þeim, er stuttbylgju- tæki höfðu, fyrirskipað að skila þeim tafarlaust, ella þung refsing lögð við. Slökkt var á fjölmörgum vitum frá 25. ágúst, og umferðar- bann sett viðs vegar með strand- lengjunni. Dagana 12. og 14. ágúst fundu Bretar tvær óleyfilegar sendistöðv- Blátt OMO skilar yður heimsins hvítasta þvotti X-OMOtOO/EN- ar. I Reykjavik fundu þeir stutt- bylgjustöð, sem hafði náð sambandi við stuttbylgjustöð i Þýzkalandi. Hitt var sendistöð á Akureyri. Eig- andi hennar var handtekinn og sendur til Englands. Það var því sizt að undra, þótt Vagn bóndi í Furufirði hugsaði margt í sambandi við Þjóðverjann og þætti ekki tryggilegt að hýsa hann til frambúðar. Sagði hann Lehrmann, að brátt myndi nú vist lians ekki verða lengri á sínum bæ. Hafði hnnn þá verið í Furufirði um tveggja mánaða skcið. Var ekki i mörg liús að vcnda. Og dag einn renndi Htill vélbátur frá Ströndum inn til ísafjarðar. Var þar kominn Vagn ' bóndi til þcss að skila Lehrmann af sér. NÝ VANDAMÁL VEGNA FLÓTTAMANNSINS. Hlutust nú enn vandræði út af dvöl Lelirmanns á ísafirði og þótti illa horfa til frambúðar. En fólk virtist hafa stofnað til hjálpar við hann ýmist af vorkunnsemi eða kupningsskap, en naumast af öðrum hvötum, Þrengdist nú æ meira um þá von, að atferli þetta gæti fengið farsælan endi. Fyrir strið liöfðu þýzk hjón verið bijsett á ísafirði, Hans Hasler bak- ari og Gertrud, konn lians. Hafði Iíans Hásler verið handtekinn skömmu eftir bernám Breta og fhittur burt- Leþrmann fór að þessu sinni til frú Gertrud Hasler og bað hana ásjár, Var liann þnr á laun nokkurn tlma, on hafði samband við aðra vini sjna og verndara. Um þær mundtr hitti Jóhann Eyfirðingur að máli Þorbcrg vitavörð við Galtar- vita í Keflavík. Sagði hann Þorbergi frá málavöxtum og bað hann skjóta skjólsluisi yfir Lehrmann fram und- ir áramót fyrir mcðgjöf. Fcllst Þorbergur á að taka hann um tima og sjá, hversu úr rættist. Fór Lehrmann siðan með Þorbergi til Keflavikur. VETRARLANGT í GALTARVITA. Dvöl Lehrmanns í vitanum varð lengri, en ráðgert var i upphafi. Það reyndist ekki auðgert að losna við Iiann aftur, og svo fór, að hann íientist þarna vetrariangt. Þegar komið var að áramótum vildi vitavörðurinn losna við Lehr- mann. Fór Lehrmann i desember til ísafjarðar, en kom strax aftur, þar eð ekkert hafði raknað úr. Öðru sinni hélt hann til ísafjarðar. Var þá komið fram i marz, en var enn snúið aftur til Keflavíkur, þar eð ekki raknaði neitt úr tii annarra bjargráða. Vitavörðurinn tók nú mjög að ugga um hag sinn. Hann hafði tekið manninn i greiðaskyni um stundar- sakir, en hafði að öðru ieyti óhug á framferði þcssu og vildi nú fyrir hvern mun iosna við hann. HULDU HÖFÐI VESTUR HEIÐAR Það var komið fram i aprílmán- uð, þegar Lehrmann kvaddi i Keflavik og hélt þaðan alfarinn. Kom Lehrmann enn til ísafjarðar. Voru nú vaxandi erfiðleikar fyrir vini hans á ísafirði að leyna hon- um. En nú var vor og sumar fram undan, svo að Lehrmann tók þann kost, að halda landveg vestur dali og heiðar og frcista, hvernig til- tækist að ieynast á Vestfjarða- kjálkanum. Hann hélt þvi frá ísafirði með

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.