Vikan


Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 18

Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 18
Nokkur hópur forvitinna þorpsbúa hafði safn- ast saman umhverfis flak af litlum sportbil, og ræddu þeir viö tvo lögregluþjóna. Ung og grann- vaxin stúlka steig út úr glæsibílnum. „Biddu mín eitt andartak, Guy,“ mælti hún og leit um öxl til þess, sem við stýrið sat. Nicole, Alain og Lou sátu inni í bílnum með sollna hvarma og skrælþurra tungu i munni. Lou hafði ekki rakað sig og sofnaði um leið og bíll- inn nam staðar. Nicole var náföl og geispaði svo að tárin streymdu niður vangana. „Við nennum ekki að biða, Clo," kallaði hún. „Þú segir okkur fréttirnar, þegar við hittumst í veitingahúsinu í kvöld." Svo sneri hún sér að Alain. „Hvaða erindi á hún eiginlega hingað?" spurði hún. „Það er slysið," svaraði Alain. „Jæja, þá held ég við séum ekki að biða," sagði Nicole. Og billinn rann af stað. Um leið varð þeim litið þangað, sem flakið af hvita Jagúarnum lá. „Það er aldrei að hann hefur fengið skell," varð Nicole að orði og það vottaði fyrir aðdáun í röddinni. „Það er skammarlegt að sjá slíkan bíl svona útleikinn," svaraði Guy, sem sat við stýrið. „Hún var með lifsmarki," mælti annar lög- regluþjónninn við þá, sem umhverfis bílflakið stóðu. Hann sagði eitthvað fleira, en þau i biln- um heyrðu það ekki fyrir hreyfilgnýnum, sáu aðeins að varir hans bærðust. Alain lét hallast aftur á bak i sætinu. „Gefðu mér sígarettu," mælti hann kæruleysislega við Nicole. Clo stóð hjá flakinu, virti það fyrir sér og beit á vörina. Svo sneri hún baki við þvi og hélt leið- ar sinnar. Bob sat við borð frammi á gangi í sjúkrahús- inu og svaraði spurningum lögregluþjónsins, sem sat gegnt honum. „Vörubílstjórinn ber það að hún hafi ekið beint inn undir hjólin," mælti lögregluþjónninn alvar- legur ásvipinn. „Hafði hún nokkra ástæðu til þess, að þvi er þér vitið, að ...“ „Að binda endi á allt ... Nei.“ Bob svaraði rólega, öldungis eins og hann hafði gert í spurningaleiknum. Og nú bætti hann skyndi- lega við: „Nei, ekki hún f..“ Lögreglumaðurinn tók að virða Bob fyrir sér; þótti það bersýnilega kynlegt að hann skyldi ó- sjálfrátt haga orðum sínum rétt eins og hann he/EBi verið ákærður. Og Bob lækkaði röddina og mælti enn: „Hún var mótfallin ..." Roger, bróðir Mic, sem stóð út við gluggann á ganginum og reykti sigarettu, varð litið til hans. Bob lauk setningunni hikandi og með hálf- lukt augu. „Hún var mótfallin sjálfsmorði, það sagði hún mér sjálf .. Lögreglumaðurinn leit til Rogers. Bílvirkinn yppti öxlum. „Mér var algerlega ókunnugt um einkalíf hennar," svaraði hann spyrjandi augna- ráði lögreglumannsins, en tók siðan að stara út um gluggann, eins og eitthvað það væri að gerast úti fyrir, sem sérstaklega vekti athygli hans. Lögreglumaöurinn stakk á sig minnisbókinni og blýantinum og stóð á fætur. Taldi rannsókn máls- ins bersýnilega lokið, þarna var hvorki um af- brot né sök að ræða. Annar lögregluþjónn, sem beið hans frammi við dyrnar, sj»gði um leið og þeir héldu báðir á brott: „Senn*ega hefur bíll- inn verið i lagi." Þeir Bob og Roger sáu það í gegnum hurðar- rúðuna, að lögreglumennirnir mættu lækninum úti á ytri ganginum, og læknirinn fékk þeim í hendur skýrslu sina. Hjúkrunarkona gekk hjá. Hún bar sprautur og nálar á bakka. Læknirinn kom inn á innriganginn. „Móðir yðar er inni hjá henni," sagði hann við Roger. Roger kinkaði kolli. Drap í sígarettunni á ösku- bakkanum og leit enn til Bobs, sem virtist um- hugað að mæta ekki augnaráði hans. Þeir heyrðu lækninn segja við hjúkrunarkonuna, er þau héldu áfram göngu sinni: „Það reyndist vera mikið á- fengismagn í blóðinu ...“ Bob gekk út og tók að ganga fram og aftur á stéttinni fyrir utan, en Roger stóð einn eftir. Læknirinn kom til baka; hann var tekinn að eldast og dálítið þurr á manninn. „Við skulum vona hið bezta, vinur minn," mælti hann við Roger, lágri og djúpri röddu. /„Þakka yður fyrir," svaraði Roger. Það varð nokkur þögn, en svo mælti læknirinn skyndilega stundarhátt: „En hvað um hann, pilt- inn þarna úti? Hamingjan góða — hvað gengur eiginlega að þessari ungu kynslóð?" Roger virti læknirinn allt í einu betur fyrir sér, en hingað til hafði hann ekki veitt honum neina sérlega athygli. „Hvað gengur að henni?" endurtók Roger lágt. „Kannski kiknar hún undir arfinum ... tvöfeldn- inni, óvissunni og óttanum ... man síðustu styrj- öld og kvíðir ósjálfrátt þeirri næstu ...“ Læknirinn yppti öxlum, dró sigarettupakka upp úr vasanum og bauð Roger, fékk sér síðan sjálfur eina, kveikti í hjá þeim báðum og allar hreyf- ingar hans voru öruggar og hnitmiðaðar. „Imynd- un,“ svaraði hann og hafði auðheyranlega ekki neitt á móti því að lenda í dálitlum rökræðum. „Sjáið þér til — ég á sjálfur son á þessum aldri. Hann er að læra læknisfræði, og Það ber ekki neitt á þessháttar í fari hans.“ „Hann er kannski sterkbyggðari en fjöldinn," sagði Roger. „Sumir eru aftur á móti veikgeðja. Ég geri ráð fyrir, að þér hafið ekki yfirleitt gert yður far um að komast að raun um hvers vegna sjúklingar yðar verða veikir?" • „Þér viljið semsagt bera í bætiflákann fyrir unglingana," sagði læknirinn. „Ég veit það ekki. En þetta á sér stað hvar- vetna, í hverju einasta menningarlandi, svo það hlýtur að eiga sér einhverja gilda orsök." „Mér finnst orsökin auðsæ," sagði gamli lækn- irinn og neri saman hvítum höndunum. „Upp- reisn æskunnar gegn skipulögðum þjóðfélags- háttum og andúð gagnvart fordæmi eldri kyn- slóðarinnar." Roger yppti öxlum. „Þjóðfélagið — hvað gerir það fyrir þessa ungu kynslóð?" Honum varð litið út um gluggann, út á stéttina, þar sem Bob sat á steinþrepi og fól andlitið í höndum sér. „Og fordæmið — þið, hinir eldri, megið vist vera stoltir af því ?“ „Já, nú skil ég," svaraði læknirinn og brosti kankvíslega. „Þér eruð einn af þeim, þessum vinstrisinnuðu ...“ „Ég?“ Roger starði á hann. „Ég hef aldrei hugsað um stjómmál." „ Jæja, mér datt þetta bara í hug ...“ „Aftur á móti kemur það 'fyrir,“ bætti Roger við, „að mér finnst ég vera helzt til dómhvat- ur ..." Þeir gengu fram ganginn; gamli maðurinn lagði hendina vingjarnlega á arm honum. „Fljðtfær ... tekur afstöðu umhugsunarlaust, og við það situr? Ætli ég kannist ekki við það, ég er sjálfur svona. Að minnsta kosti fæ ég að heyra það hjá syni mínum ...“ Hann brosti. Það leyndi sér ekki að hann var stoltur af syni sinum og unni honum mjög. „Hann hefur þvi sem næst lokið námi. Ætlar að verða læknir, eins og ég. Sem stendur berst hann í Alsír, og hefur getið sér orðstír fyrir vask- lega framgöngu. Þér afsakið, en ég sé ...“ Og gamli læknirinn benti á fánatilamerkið á kraga- horni leðurjakkans, sem Roger var í. „Já,“ svaraði Rgger hálf skömmustulegur. „Ég barðist I Indókína. Það er aldrel skortur af víg- stöðvum, þar sem mönnum gefst kostur á að sanna hugrekki sitt.“ Háðið í svarinu fór fram hjá gamla manninum. \ „Þarna sjáið þér,“ mælti hann glaðlega. „Þessi unga kynslóð hefur sér svo sem ekki neina af- sökun.“ „Þér haldið það,“ mælti Roger vingjarnlega og kvaddi læknirinn í dyrunum. Hann gekk þangað, sem Bob sat. Bob lyfti höfði, þegar hann heyrði fótatak hans. Það brá fyrir sársauka og ótta í augnatilliti hans. „Ég get ekkert að Þessu gert ... Og það Þýðir ekki að spyrja mig neins ...“ „Hún var drukkin?" spurði Röger. Bob spratt á fætur. Varir hans titruðu. „Þér Þýðir ekki að spyrja mig ...“ Roger greip harkalega um arm honum. „Og þér er þýðingarlaust að tala þannig til mín, piltur minn. Ég læt ekki blekkja mig með neinum vaðli." Hann hristi Bob til og hvessti á hann augun. „Hún var drdkkin?" Bob leit undan. „Já, við höfðum verið að drekka," viðurkenni hann. Þeir þögðu báðir. Lágir geislar vetrarsólarinn- ar vörpuðu daufu skini á gangstéttina úti fyrir sjúkrahúsinu; á andlit Bobs, þrútið og órakað. „Ég á heimtingu á að fá að vita það," mælti Roger og var mýkri i máli. Hann sleppti takinu. Bob tvísteig á gangstétt- inni nokkurt andartak. Og allt í einu fór ekka- titringur um líkama hans. „Það var hræðilegt,“ kjökraði hann og virtist að Því kominn að hníga niður á gangstéttina. Roger tók í hönd honum. „Já, einmitt. Segðu mér hvað það var, sem var svo hræðilegt ..." Hann talaði iágt, eins og maður sem vill forðast að vekja svefngengil. „Allt, sem við gerðum og sögðum i þessu viður- styggilega samkvæmi. Þú mundir ekki trúa þvi, þó ég segði þér það. Það, sem Mic sagði við mig ... ég get ekki endurtekið það . . ekki heldur gleymt þvi ...“ Hann sneri sér að Rcger, sem hlustaði með at- hygli á hann. Og svipurinn á andliti hans var þrunginn skelfingu og örvæntingu, þegar hann hélt áfram. „Og eins og þú getur skilið, vildi ég ekki láta á svari standa, en galt henni í sömu mynt. Ég sagði hin hræðilegustu orð, án þess að nokkur meining lægi á bak við þau; gekk jafnvel svo langt að ég tilkynnti öllum viðstöddum ...“ Hann þagnaði við. Ógn endurminningarinnar bar hann ofurliði. „Nei, ég get ekki sagt frá þvi. Enda þótt hún hefði til þess unnið, þá ... Og fyrst hún elskaði 1G VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.