Vikan


Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 31

Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 31
UNGLINGAR Á GLAP- STIGUM Framliald af bls. 19. lengur afborið aö vera návistum við fólk, en flúði á náðir einverunnar og þagnarinnar. Minnsta skírskotun til tilfinninganna hafði þau áhrif að ég gat ekki gráti varizt; hvert sem mér varð litið sá ég einungis spillingu, hnignun og dauða. Það var einmitt Þá sem mér kom til hugar að binda endi á allt. Þú mundir hlæja, ef Þú heyrðir til mín, Mic. Já, mér finnst sem ég heyri skæran og glettnislegan hlátur þinn kveða við, einhvers staðar handa við tíma og rúm. Það hefði veriö dá- samlega rómantísk lausn. Ég geri ráð fyrir, að mér hafi þá fyrst orðið lífið bærilegt aftur, er ég lá I hengi- rekkjunni og virti fyrir mér vafinngs- jurtina, sem minnti mig á þig, þótt ég vilji ekki fullyrða að það hafi orðið til þess að ég hætti við þá fyrirætl- un að fylgja þér eftir. Ég hef ekki fundið neina huggun. Þjáningu minni er ekki lokið. En ég geri ráð fyrir að ég Þjáist á annan hátt, ef til vill; ég er ekki lengur haldinn þessum lamandi, æðiskennda harmi; þessari óbærilegu álagabölvun, sem aðeins verður umflúin með því að svipta sjálfan sig lífinu. Mér finnst að ég hafi þolað þunga og erfiða reynslu, sem hljóti að hafa djúpstæð áhrif á allt mitt líf, um leið og hún veitir mér þrek til að lifa lifinu. Ég geng út á götuna, sólin skin, piltar og stúlkur kasta glaðlega kveðju hvert á annað. Stúlkurnar eru klæddar bláum gallabuxum og með ilskó á fótum, piltarnir stoltir af skellinöðrunum sínum, og Þeir ávarpa stúlkurnar tvíræðum, eggjandi glettnisorðum, og þær svara í sömu mynt. Og svo tvímenna þau á skelli- nöðrunum; þjóta á brott á fleygiferð, en sólin og þráin eftir nautn ástar- innar slá bliki á augu þeim. Ég held einn míns liðs eftir götunni, og ég er eins og maður, sem glatað hefur skugganum sínum. Er það faðir minn, sem er sigurveg- arinn? Eg hef hlaupið af mér horn- in, eins og komist er að orði, þar sem ég er hættur að drekka, kem heim á hverju kvöldi um ellefuleytið, hef lokið prófi, og er liklegur til að „ryðja mér braut" í lífinu. Faðir minn er að minnsta kosti harðánægður. Hann vissi þetta. Hann vissi að ung- gæðishátturinn eldist af manni, og hann er stoltur af syni sínum. Og ég hlusta á það, sem þeir segja einmitt í þessum dúr í útvarpinu: „öld hinn- ar lífsleiðu æsku er liðinn. 1 dag fylgist hin unga kynslóð Frakklands af stolti og hirfningu með framsókn þjóðar sinnar, og fögnuður æskunnar yfir því hlutverki, sem hennar biður í framtíðinni, veitir manni aftur trúna á gæfu og gengi Frakklands ...“ Já, ég hef hlustað á þetta og annað þessu svipað, og stillt mig um að sparka í útvarps ækið! En sigurinn er ekki endanlegur. Faðir minn kæmist ef til vill að raun um Það, ef hann hugsaði málið nán- ar. Þessi æska á glapstigum hefur ekki verið neitt sérstætt franskt þjóðfélagsfyrirbæri. 1 öðrum löndum er talað um „reiða æsku". Við erum hvarvetna jafnnæm fyrir þessari reisu; við erum bólgubletturinn, sem gefur til kynna að ef til vill sé hinn glæsilegi þjóðarlíkami haldinn leyndu átumeini. Af hverju segi ég „við“? Ég er ekki framar einn af Þeim. Nei, ég er aftur kominn : fylkingu hinnar „borgaralegu" æsku. Ég geng vand- lega þveginn og greiddur; stend fyrir framan spegilinn og athuga skipting- una, þvi að nú er engin Mic lengur til að ýfa hana. Ég tek þátt i leiðin- legum samkvæmum, og bý mig á all- an hátt undir það, að koma mér sem þægilegast fyrir um borð á þvi valta fleyi, sem heimurinh er i dag. Senni- lega kvænist ég og eignast börn ... Það má þvi með sanni segja að ég sé kominn aftur heim til föðurhúsanna! En þó er það eingöngu sú von, sem sættir mig við Þetta líf, Mic, að ein- hvern tíma muni eitthvað stórfeng- legt gerast — eitthvað það, sem ekki á rætur sinar að. rekja til ofdrykkju, taumlausrar kynnautnar og barna- legra uppreisnartilrauna. Efn kannski gerist ekki neitt; ef til vill verður aðeins lítilfjörleg breyting á lifsvið- horfi manna — hvað tekið verður al- varlegt og hvað ekki. Ef til vill skilst mannkyninu loks, þegar það hefur glatað öllu, sem glatað verður i sagn- frægum hörmungum, mikilvægi þess að binda örlög sin ekki eingöngu því sem fallvaltast er — tignarstöðum, peningum og mannvirðingum, öllu þessu glysi og glingri, en taki I fullri alvöru að leita Þess eins, sem hvorki verður eyðilagt, saurgað eða glatast. Og nú ætla ég að trúa þér fyrir leyndarmáli, Mic — leyndarmáli, sem ég uppgötvaði einmitt fyrir kynni okkar. Að það er dauðinn einn, sem ekki svikur lit. Ég geri ráð fyiir, að það veröi þetta leyndarmál, s m gerir mig að manni. ENDIE. TRÖLL AF J ÖLSKYLD AN Framhald af bls. 25. Svo gekk tröllapabbi upp á svið- ið, tók halann sinn upp úr vasan- um, sveiflaði honum eftir kúnst- arinnar reglum og smellti i skúfn- um. Fólkið klappaði, þvi að það hélt, að þetta væri þáttur i sýngingunni, en hitt tröllið varð hrætt og ætlaði að hlaupa i burtu. — Nei, biddu Eirikur, hrópaði tröllapabbi og greip í halann á hon- um, en viti menn, halinn fór af. — Nei, nú er nóg komið, sagði tröllapabbi, þetta er ekki Eirikur. En nú koin maðurinn, sem átti sýningartjaldið og kom tröllapabba niður af sviðinu. Hann afsakaði sig mikið vegna þess að þeir liefðu dul- búið mann eins og tröll, en þeir" Iiefðu bara ekki vitað að nokkur tröll væru til i landinu. En ef trölla- pabbi vildi sýna í tjaldinu daglega, þá skyldi hann fá mjög hátt kaup. — Þessi var góður, sagði trölla- pabbi. En konan mín og börnin verða að fá að vera hérna og horfa á mig. Ég byrja strax að sýna, en þú ferð og nærð i börnin. Og meðan tröllapabbi sveiflaði halanum fyrir fólk, fór maðurinn út til að sækja börnin. Þegar hann kom til baka, sagði hann: — Það varð nú ekki mikið úr þessu, þvi að það er ómögulegt að liemja krakkana. Þau hafa velt um parísarhjólinu, stöðvað hringekj-una, borðað allan isinn lijá ismanninum. ón þess að borga, slitið rólurnar, hrint feitri konu, þannig að hún komst ekki á fætur aftur, sprengt allar blöðrur, hleypt öllum dýrun- um út, hent rauðum pylsum á borg- arsljórann, veitt allar hvitu kanín- urnar hjá töframanninum og hent niður öllum flaggstöngunum, svo að sldljanlega vil ég helzt ekki sjá þau oftar. — Já, þau eru mjög framtaks- söm.'sagði tröllapabbi. —- Þau hafa víst átt skemmti- legan dag, sagði tröllamamma og svo fóru þau öll aftur heim i trölla- húsið i skóginum, og þar bjó trölla- pabbi til sitt eigið sýningartjald, þar sem þau skiptust á að sýna sig hvort fyrir annað. Og þau skemmtu sér svo vel, að það var aldrei framar minnzt á skógarferð. ★ Hekln bnxnrnar hafa náð geysivinsældum um land allt, enda sam- hæfa þær mýkt og yndisþokka konunnar i ríku mæli og eru i senn þægilegar og ódýrar. Verð aðeins kr. 227.50 VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.