Vikan


Vikan - 27.07.1961, Page 18

Vikan - 27.07.1961, Page 18
jSpennandí 09 sbemmtileg nstnr- sngn eftir Potrib fenwtck 3. hluti. FORSAGA: Hjá Tremein-fjölskyldunni i Lund- únum verður mikiö uppnám út af bréfi frá Jóni nokkrum Conway, sem á heima í Brasilíu. En í því er skýrt frá láti Terens frænda, sem var bróö- ir frúarinnar, Kitty Tremein. Hefur hann arfleitt frúna og börn hennar: Milcka, Lísu og Marínu, aö gistihús- inu „Monte Paraiso“ í Novo Friburgo, einhvers stöar í fjalllendinu utan viö Ríó de Janeiró. Ákveöa þau aö flytjast til Brasilíu og taka aö sér rekstur hótelsins. En margt gerist áö- ur. Marín, sem er skaprík stúlka og glœsileg, bregöur heiti viö unnusta sinn, Andrés Connor, og Mikki trúlof- ast Bellu, eigingjörnu dekurbarni, sem hefur ekíci sýnt honum sérlegan áhuga áöur. Fjölskyldan selur liúsiö til aö fá upp i feröakostnaöinn til Brasilíu og siglir þangaö meö „Suöurstjörnunni". ViÖ komuna til Ríó þrætir Kitty viö tollvörö, sem staöhœfir, aö þau hafi meöferöis eintóm ný föt og því toll- há mjög. Ungur Bandaríkjamaöur Jcemur þeim til hjálpar, faömar Lísu og telur tollþjóninum trú um, aö hún sé meö brúöarfatnaö sinn, svo aö þau sleppa gegnum tollinn. Þegar þau koma út, hverfur hann í fjöldann. UNAÐSLEGUR STAÐUR. — Skárra er það nú! hrópaði Kitty og var á báðum áttum. Feginleiki hennar yfir því að hafa sloppið gegn- um tollskoðunina háði harða baráttu við sómatilfinningu hennar. Ósjálf- rátt lagaði hún hatt sinn og fór svo aftur að hugsa um framtíðina. — Hvað eigum við nú að gera, Mikki? — Við ökum til Copacabana-hótels- ins, svaraði hann tafarlaust. — Con way hefur sennilega farið þangað. Að minnsta kosti hefði hann átt að gsra það, bætti hann við og sneri sér að bílstjóranum. — Heyrið Þér, talið þér ensku? Bílstjórinn brosti, svo að skein i skjallahvítar tennurnar. — Sim, senhor, -— ég tala ensku ágætlega, svaraði hann. -— Ég keyra Ameríku- menn. Ameríka mikið fínt land, — er ekki? Þér aka Copacabana? — Já, svaraði Mikki, og bílstjór- inn brosti enn breiðar. — Stíg á, ég keyra fulla ferð. Þau settust inn í vagninn, og mað- urinn ók með ofsahraða inn eftir breiðu stræti. Hann vatt sér til beggja hliða í umferðinni og beygði skjótt fyrir horn eitt, en þar leit út fyrir, að himinhátt fjall hindraði frekara ferðalag. — Hamingjan góða, sagði Kitty hálfsmeyk. — Skyldum við eiga að klifra hér upp? — Ætli það liggi ekki göng í gegn- um það, tautaði Marín. Andartaki síðar hvarf sólskinið, en þúsundir rafljósa komu í þess stað. Og nú þeystu þau innan um sæg ann- arra vagna eftir göngum, sem lágu gegnum fjallið. Þegar þau komu út úr jarðgöngunum hinum megin, blasti við ströndin í Copacabana, margra milna löng. Löðurtypptar öldur liðu upp í gullslitna sandfjöruna, sem var þakin gulum, rauðum, grænum og bláum sólhlífum svo langt sem augað eygði. — Ó, — er þetta ekki undursam- legt! hrópaði Lísa, og Marin bætti við af mikilli hrifningu: — Það er meiri staðurinn, sem frændi valdi sér, þeg- ar hann fluttist hingað. Nokkrum mínútum siðar nam vagninn staðar við mjallhvítt stór- hýsi á strandsvæðinu. — Þetta er stórfenglegur staður, varð Lísu að orði, þegar hún steig úr bifreiðinni. Marín kom á hæla henni og anzaði hressilega: -—■ Hvað annað? Monte Paraiso er áreiðanlega eins fínt. Prúðmannlegur dyravörður tók á móti þeim, og öllum létti, er það kom í ljós, að hann talaði ensku. Sendi hann tvo léttadrengi burt með far- angur þeirra, en vísaði fjölskyldunni leið til viðtökustofunnar. Þar sagði kurteis Brasilíumaður þeim, að vissu- lega væru þeim búin herbergi, — sam- stæða út að sjónum. Og því miður hafði enginn spurt eftir þeim, en bréf hafði borizt ■— til frúarinnar. Þau fóru í hraðgengri og hljóðlausri lyftu upp á efstu hæð, og þar las Kitty bréfið frá Jóni Conway — í skrautlegum sal, sem hefði getað verið klipptur út úr bandarískri kvikmynd. Bréfið var stutt og laggott. Hann þakkaði hennar bréf og afsakaði, að hann gæti því miður ekki tekið á móti þeim. Honum hefði tekizt að fá skiprúm til Ástraiíu, fyrr en hann hefði gert ráð fyrir, og yrði Því lagð- ur af stað, áður en Suðurstjarnan kæmi. Það væru honum mikil von- brigði að geta ekki hitt systur Terens og börn hennar. En hann hefði sagt ráðsmanninum að láta allt vera til reiðu handa þeim, er þau kæmu. Fyirrgefið flýtinn . . . Með kærri kveðju ... Kitty las bréfið upphátt, og að því loknu varð augnabliks-vandræðaþögn. Og svo ... — Jæja, það Þýðir sennilega, að við verðum að hraða okkur upp til Monte Paraiso svo sem föng eru á, mælti Lísa loks. Hún leit löngunarfullum augum á þessa viðhafnaríbúð, sem þau höfðu pantað til Þess að gefa vini Terens frænda háar hugmyndir um sig. — Það er lítið vit í að vera hér. — Samþykkt, svaraði Mikki. — Það kostar sjálfsagt of fjár að búa hérna. Það er bezt, að ég fari niður i upp- lýsingarnar og frétti, hvernig komizt verður héðan til Novo Friburgo. Þegar Mikki var farinn, lagðist Lísa út í svefnherbergisgluggann og starði frá sér numin á hina litriku útsýn. Sólin glampaði á grænblátt hafið, löðurtypptar öldur hnigu að ibjúgri fjörunni, þar sem þúsundir sólbrúnna manna og kvenna lágu í forsælu fagurlitra sólhlífa. Til vinstri reis einkennilegt fjall, eins og það stæði á verði yfir ský- sköfunum, en hægra megin lá hið fræga, tíglum lagða skemmtigöngu- svæði Copacabana inn með ströndinni. Þar óku hvítklæddir menn gulum mjólkurisvögnum, og traustir strand- verðir höfðu vakandi auga á bað- gestum í sjónum. E'n yfir allt hvelfd- ist heiður og dimmblár himinn. Ekki var furða, þótt frændi ætti bágt með að rífa sig frá þessu og fara heim til Englands, hvarflaði að Lísu. Þótt Novo Friburgo væri ekki hálft svo unaðslegur staður sem þessi. . . . Rödd Mikka hreif hana úr þess- um hugsunum: ■—• Lísa, hvar ertu? —■ Hérna, svaraði hún og fór inn í stofuna. — Það er lengra til Novo Friburgo en ég hafði gert mér hugmynd um, mælti hann. — Stúlkan í upplýsing- unum segir, að það sé fjögurra stunda ferð með strætisvagni eða bíl og enn lengur með lest. —■ Við skulum vera hérna til fyrramálsins, flýtti Marin sér að segja, áður en Lísa kæmi upp orði. Þegar hún sá, hve Mikki var efins, bætti hún við: — Ekki getur einn sólarhringur skipt meginmáli til eða frá. Við höfum ekki heldur gert ráð fyrir að koma í dag. — Veit ég það, anzaði Mikki. — En hefurðu hugmynd um, hve hátt þessi íbúð er leigð? — Hvað kostar hún? spurði Lísa. Þau hrukku við, þegar hann nefndi upphæðina, en Marin hélt sínu fram. — Ekki getum við farið okkar leið — nú á stundinni, — líkt og við höf- um ekki gert ráð fyrir svo háu gjaldi. Og ef satt skal segja, skiptir það varla svo miklu. Terens frændi hefði haft efni á að búa hér, og þá ættum við að hafa það líka. — Já, það er synd að hverfa frá þessum dásamlega stað, jafnskjótt sem við komum hingað, mælti Kitty og barmaði sér. — Ég hafði hugsað mér að komast eftir hinu og þessu varðandi hótelrekstur til þess að kunna ofurlítið fyrir mér i því, þegar ég kæmi til Monte Paraiso. Það er nauðsynlegt að vita svolítið um þjón- ustu á verulega góðu gistihúsi. Rétt hjá mömmu, hugsaði Lísa. Svo leit hún til Mikka. — Það væri kannski hugsanlegt að vera hér til morguns. Marín brosti ánægjulega. — Auð- vitað er það. Við getum farið í bað og litazt ögn um í Ríó og leigt okkur svo bíl til Novo Friburgo í fyrramálið. Ég er að farast af löngun eftir að synda svolítið. Hún var orðin óþolin- móð. — Við skulum ná baðfötunum í hvelli. E'f við höfum hraðan á, höf- um við tíma til að skreppa í sjóinn fyrir hádegisverð. Mikki varð að gefast upp fyrir svo ótvíræðúm staðreyndum. ÓÞÆGILEGUR ATBURÐUR. Meðan bróðir hennar var að ganga frá þvl nauðsynlegasta, opnaði Lísa töskurnar og tók að leita baðfatanna. Hún hafði lagt þau þarna snyrtilega samanbrotin kvöldið áður á Suður- stjörnunni, — en nú var öllu kuðlað saman hverju innan um annað. Við þetta varð henni hugsað til tollbúðarinnar, og hún minntist mannsins ókunna, sem hafði vafið hana örmum og látið sem hún væri unnusta hans, — mannsins, sem hafði horfið, jafnfljótt og hann var kom- inn, eftir að hann hafði bjargað þeim heilu og höldnu gegnum tollinn. Einkennilegur maður, hugsaði hún. Hver skyldi hann vera? Hún hafði aðeins séð hann i fáeinar mínútur og mundi sennilega aldrei finna hann aftur, en þó var skrítið, hve Ijóst svip- ur hans stóð henni íyrir hugskots- sjónum, — þessi ákveðna haka, þykkt og dökkt hár, brúnu augun, sem brostu við henni, þegar hann kallaði hana unnustu sína, ■— og kossinn. Það hlýtur að vera af því, að hann var ekki óáþekkur Pétri, sagði hún við sjálfa sig, svo sem til að afsaka, hvers vegna mynd hans var svo fast greypt í huga hennar. En Pétur Farley hafði aldrei kysst hana, svo að þar var enga skýringu að fá, hví minningin um koss Bandaríkjamanns- ins stakk hana ofurlítið í hjartastað. Tak hans um mitti hennar var þétt og vakti einkennilega mikið traust. Þetta andartak, sem hún lék sitt hlutverk í þessum skritna leik og hallaði sér upp að öxl hans, fór um hana sú furðulega kennd að mega standa Þannig stundarkorn til við- bótar, ... nærri því eins og hún ætti heima í örmum hans. Það hlýtur að vera af því, að hann minnti mig á Pétur, endurtók hún með sjálfri sér, meðan hún afklædd- ist og fór í nýju baðfötin fallegu ... En að þvi undanskildu, að þeir voru báðir dökkir yfirlitum, — voru þeír, hann og Pétur Farley, anars nokkuð líkir, þegar alls var gætt? — Ertu tilbúin, Lísa? kallaði Marín innan úr hliðarherberginu, svo að hún vaknaði aftur til veruleikans. Þetta spaugilega atvik heyrði fortíðinni til, — það var líðandi stund, sem gilti. Hún sveipaði um sig baðkápunni og lagði af stað með þeim Mikka og Marínu til að fá sér sundsprett í blá- um öldum Rióflóans. En Kitty sat úti á svölunum og horfði á þau. Sjórinn var dásamlega svalur og hressandi. Og svo var sem Atlants- hafði þætti ekki nóg, því að í garði hótelsins var hvít, flísalögð sundlaug með kristallstæru vatni. Þau freist- uðust til að fá sér þar eitt kaf fyrir matinn. Þau voru komin heim að gistihús- inu og ætluðu að stíga inn í sérlyftu, sem ætluð var baðgestum, er Lísa tók eftir því að hún hafði gleymt tösku sinni á sundlaugarbarminum. — Farið þið bara, sagði hún við systkinin. — Ég fer og sæki töskuna, en tek svo næstu lyftu. Húsvörður hafði fundið töskuna, en í því er hún þakkaði honum, heyrði hún kunnuglega rödd mæla á ensku að baki sér: — Verst þótti mér, að ég valdi ranga stúlku, sagði maðurinn hlæj- andi. — Ef ég hefði tekið eftir þvi í tíma, að þessi laglega, rauðhærða stúlka var systir hennar, hefði ég getað gripið tækifærið. Én þá var það orðið um seinan . . . Lísa stóð eins og steingervingur og tvíhenti töskuna. En síðustu orðin drukknuðu í skellihlátri. Tvær stúlk- ur og tveir piltar sátu að hádegis- verði við eitt af borðunum, sem rað- að var meðfram sundlauginni. Ungu stúlkurnar og annan karlmanninn hafði hún aldrei séð áður. En þegar sá, er talað hafði, sneri sér við til að veifa í kjallaravörðinn, starði hún ínn í dökk og stríðnisleg augu, sömu augun og fyrr um morguninn. Var sem óttakennd lýsti sér í þess- um augum, þegar Þau litu inn í henn- ar? Þetta var riddari hennar hjá toll- búðinni. 1 B VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.