Vikan


Vikan - 27.07.1961, Síða 21

Vikan - 27.07.1961, Síða 21
HÚS OQ búsbúnaður Sýnishorn af húsi, seni framleitt cr í verksmiðju og sett saman á staðnum. Að neðan er mynd af hverfi slíkra húsa. BETNT ÚR VERKSMTDTUNN1 Herra Jón Jónsson er ekki meiri vínmatiur en gengur og gerist, en hann langaði til að gera svolitið, sem ekki er á venjulegum bæjum, þegar hann byggði um árið. Hann langaði til að koma sér upp bar, ekki neinu stórvirki, en hann vilcli hafa hann mjög snoturlega úr garði gerðan og lagði fram útlitsteikningu. Trésmiðurinn, sem smíðaði fyrir hann eldhúsinnréttinguna, sagði, að það væri svo sem allt i lagi. Hann skyldi smiða þetta fyrir hann. Að vísu liefði hann aldrei smiðað svona innréttingu, en það hlj'ti að hafast. Svo hófst hann handa og verkið þvældist fyrir honum, meir en búizt hafði verið við. Jóni var hætt að litast á blikuna, hann sá, að harinn mundi verða afspyrnudýr með sama áframhaldi. Smiðurinn afsakaði sig mcð þvi, að teikningin væri talsvert flókin og hann hefði ekki smíðað sams konar innréttingu áður. Þegar verkinu lauk, var Jón kominn með alvarlegan höfuðverk út af málinu og sá eftir þvi að hafa nokkurn tima látið sér detta þetta í hug. Sömu reynslu liafa fjölmargir þeir, sem reynt hafa að setja per- sónulegan svip á íbúðir sínar. Hver smáhlutur umfram ]>að allra venjulegasta vcrður svo dýr, að eigandinn fær samvizkubit og sér eftir öllu saman. Ef menn hafa á annað borð fyrir því að byggja ódýrt, þá orkar ])uð ekki tvímælis, að sérstakar persónuTegar óskir samræmast ekki þeirri liugsjón. Þetta er þó mjög slæmt að mínu áliti; það er eitthvað fátæk- legt við ibúð án séreinkenna. Fyrir marga er það samt sem áður nxegin- atriði að koma sér upp einhverju þaki yfir höfuðið og þá skipta fjáí’- múlin venjulega verulegu máli. Það verður að sitja á hakanum að íbúð- in fái persónulegan svip og séreinkenni. í Bandaríkjunum líðkast það, að skipulögð séu allstór hverfi með svipuðum eða nálega alveg eins húsum. Þessi hverfi eru þá boðin út, síðan byggt eitt liús sem sýnishorn og þá veit fólk nákvæmlega að hverju það gengur, bæði um útlit og verð. Þegar þetta skipulag er við- haft, geta verktakar boðið lægra verð, sökum þess hve mörg eintök vcrða af sömu einingunni. Þá er teikningum hagað þannig, að hagkvæmt verði i framleiðslu og síðan eru einingarnar fjöldaframleiddar. Ýmsar athyglisverðar lilraunir hafa verið gerðar erlendis með fjöldaframleiðslu á húsum. Það byggist á „standardiseringu,“ eða stöðl- un eins og það hefur verið nefnt á íslenzku. Ekki alls fyrir löngu var sýnd kvikmynd hér og fjallaði hún um þetta efni. Hún var tekin í Danmörku, Rússlandi og víðar. Þar voru sýndar nokkrar árangurs- rikar tilraunir með fjöldaframleiðslu ú húsum, jafnvel stórum blokk- um og liáhýsum. Þá er húsið að öllu leyti framleitt í verksmiðju,. Veggjunum er skipt í einingar, og í þeinx er komið fyrir einangrun og öllum nauðsynlegum leiðslum. Grunnur hússins er að sjálfsögðu það eina, sem ekki verður framleitt í verksmiðjunni. Þegar hann er tilbúinn er húsið boltað saman og tekur ótrúlega skamman tíma. í Bandaríkjunum eru starfandi fyrirtæki, sem verksmiðjuframleiða hús og miða við talsverða tilbreytingu og mismunandi persónulegar þarfir. Þar i landi liraðans er mikil áherzla lögð á lipra þjónustu og þessi fyrirtæki hafa stundum haft sýningar á starfsemi sinni. Þau taka ITrnmímlfT á hle

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.