Vikan


Vikan - 27.07.1961, Síða 24

Vikan - 27.07.1961, Síða 24
4. kafli ANET GREENOCH kom aö morgunborðinu á undan föður sínum. Hún gekk út að glugg- anum og kveikti sér í sígarettu. Hún hugs- aði með sér að hún hefði reykt of mikið upp á síðkastið, og það væri merki um taugaóstyrk. Þannig hafði það verið síðan frú Renshaw hafði sýnt henni myndina. Hún hafði ekki hitt Jim síðan hann kom heim frá London fyrir tiu dögum. Hún hafði heldur ekki látið móður hans freista sín að heimsækja hana. Hún hafði heyrt aðrar konur með !ífs- reynslu segja, að það væri heimskulegt að ganga á eftir karlmönnum. Faðir hennar hafði aldrei verið innilegur við hana. Hann hafði látið hana ganga á góða skólá og hún hafði fengið næga peninga. Það eina, sem hann heimtaði af henni, var að hún væri góð húsmóðir þegar gestir komu til hans, að öðru leyti skipti hann sér ekki af henni. Nema hvað hann vildi að hún gifti sig. Þegar hún 18 ára kom heim frá skólanámi hafði hann sagt: Þú verður rik, Janet, einn góðan veðurdag og ég vil að þú veljir þér góðan og áreiðanlegan mann, en sért ekki að flækjast um með hinum og þessum. Flestir jafnaldrar hennar voru annað hvort trúlofaðir eða giftir, og sjálf reiknaði hún með Jim Renshaw sem tilvonandi eiginmanni. Nú kom faðir hennar að matborðinu og hún slökkti í sígarettunni og hringdi á stúlkuna. Hún hugsaði með sér, að bráðlega mundi Granthorpe sjá stærsta brúðkaup i manna minnum, þegar hún og Jim giftu sig. En þá datt henni myndin i hug. Frú Renshaw sagði, að hún hefði dottið út úr blaðabunka uppi á herberginu hans Jim. Þetta var póstkort, eins og fást i leikhúsunum, og undir myndinni stóð: Tessa Charles sem Columbine í Carneval. — Ég vildi að þið Jim færuð að ákveða ykk- ur, sagði frú Renshaw. — Þið eruð nú orðin tuttugu og sex og átta ára og það er kominn tími.til þess. — Já, frænka, sagði Janet. Smátt og smátt hafði hún komið því inn hjá frú Renshaw að það væri eitthvað á milli Jim og sin. Faðir hennar var Skoti og hafði flutzt hingað til bæjarins um þritugt og keypt fyrirtækið. Það eina, sem honum hafði orðið á um dagana, var að verða hrifinn af móður Janet, sem var heilsu- laus og hafði dáið ung. Hann hafði orðið einn eftir með Janet. Hann hafði alltaf óskað sér sonar, en sagði við sjálfan sig, að hann yrði að íaka afleiðingunum af því að hafa látið tilfinningainar ganga fyrir skynseminni. Þau höfðu ekki mikið að segja við hvorl artn- að, en hann var feginn því að hún var lagleg og var stoltur af henni, en þar fyrir utan hafði hann ekki áhuga fyrir henni. — Ég ætla að borða kvöldverð hjá Renshaw i kvöld, sagði Janet. — Verður þú heimá? —• Nei, ég borða í Leeds. Hann lagði frá sér blaðið og sagði: Er ekki töluvert siðan Jim kom frá London? Er þetta ekki í fyrsta skipti, sem þú hittir hann siðan hann kom? ■— Jú, við höfum bæði haft mikið að gera ... ég hefði náttúrulega getað hringt til hans. . . . — Hann hefði átt að hringja. Af biðli að vera finnst mér hann ekki sérlega ákafur. Hún roðnaði af reiði. — Þú hefur ekki sagt mér neitt og ég hef ekki spurt Þig. E’n gamla konan, móðir hans talar eins og þið væruð trúlofuð. En ég hef heyrt því fleygt, að Jim hafi ekki mikinn éhuga fyrir því. — Hver segir það? — Það skiptir ekki máli. Eg var í byrjun ánægður yfir að þú hittir Jim svona oft, en ef ekkert fer að verða úr þessu, fer þetta að verða hlægilegt. Annað hvort verður þú að giftast pilt- inum, eða hætta við hann. Hvar er stolt þitt? — Það liggur ekkert á, sagði hún. Hún gat ekki sagt honum, að Jim hefði aldrei beðið henn- ar. En ef að þú lítur þannig á þetta, er víst bezt að við förum að trúlofa okkur. — Það lízt mér vel á, sagði faðir hennar. Sendu hann á skrifstofuna til mín, þegar þetta er ákveð- ið, því hann verður ríkur maður þegar hann giftist þér og margir munu öfunda hann. EGAR Janet sá Jim um kvöldið, varð hún hissa ú því, að hún varð rök í lófanum og hjartað barðist I brjósti hennar. Það var eins og hún sæi hann í fyrsta sinn — mjög aðlaðandi mann, sem margar konur mundu óska sér sem eiginmann. — Sæl, Janet, sagði hann, hvað viltu drekka? Það er gaman að sjá þig. ■—■ Mér finnst líka gaman að sjá þig, sagði hún og gekk alveg til hans. Hún tók um handlegg hans og leit brosandi á hann. — Ætlarðu ekki að heilsa mér með kossi? Hann varð dálítið undrandi á svipinn, en kyssti hana laust á kinnina. — Hvað langar þig svo til að drekka? Það hafði enginn kysst Janet áður. 1 rauninni hafði hana aldrei langað til að neinn kyssti sig. En þegar hún horfði núna á þennan háa ljós- hærða mann, var eins og heimurinn væri gjör- breyttur. Hún fann ennþá, hvar varir hans höfðu snert vanga hennar. — Það er sama —• gefðu mér sherry, takk. Hún tók í jakkahornið hans og leit niður og sagði: — Jim, pabbi var að stríða mér í morgun ... það er eiginlega skiljanlegt, því við höfum verið svo lengi saman .... það er eðlilegt að hann búizt við ... Hún fann að Jim varð stífur af undrun, en þegar frú Renshaw kom í þessum svifum inn, sagði hún: — Ég var einmitt að segja við Jim, að pabba fyndist, að við ættum að fara að trúlofa okkur. . . . mér líkar þetta vel eins og það er, en það er skiljanlegt að öðrum sé farið að finnast . . . — Faðir þinn hefur rétt fyrir sér, sagði frú Renshaw áköf. — Hlustið á andartak, sagði Jim ákveðinn. Þetta verðum við að tala nánar um. Ég verð að segja ykkur það, að ég er ástfanginn af annarri konu. Hingað til hafði Janet aðeins hugsað um Jim sem heppilegan og viðeigandi eiginmann og henni hafði aldrei dottið í hug, að hún ætti slíkar til- finningar, sem nú bærðust með henni. Hún óskaði sér Jim af öllu hjarta. Hún hlustaði þögul á frú Renshaw barma sér yfir því, að Jim hefði lifað lifi, sem hún átti enga hlutdeild í, og hugsaði, að þannig væri það að vera ástfangin. — Mér finnst að þú ættir að vera sanngjarnari við Jim, sagði hún við frú Renshaw. Síðan leit hún blíðlega á Jim og sagði: Ég hef orðið mér til skammar og þú verður að fyrirgefa mér. Mér finnst að við ættum að lúta eins og þetta hefði aldrei gerzt. Ástin haíði kennt henni klókindi og varkárni. — Þakka þér fyrir Janet, sagði hann feginn. — Seinna, þegar þau sátu og borðuðu, sagði Janet: Jim, þessi unga stúlka, er það leikkonan? — Hvernig veiztu Það? Nú, þú hefur séð mynd- ina. Ég ætlaði eiginlega ekki að tala um það, þvi það er varla viðeigandi, Þegar tilfinningum manns er ekki svarað. — Meinarðu það, að hún kæri sig ekki um þig? spurði frú Renshaw undrandi. —• Já, hún lifir í öðrum heimi, heimi tónlistar- innar og dansins, en mig langar til að sýna henni minn heim og ég hef beðið hana að heimsækja okkur. Sálf á hún ekkert heimili og er bara nítján ára. — Ég veit ekki hvort ég get tekið vel á móti henni, sagði móðir hans, en Janet sagði hlýlega: — Þannig mátt þú ekki tala, frænka. Þú verður að taka vel ú móti henni, það er einmitt hlýlegt heimili, sem Jim langar til að sýna henni. Mér finnst leitt, að ég skildi vera að blaðra Þetta áðan, Jim. En ég óska þér innilega allrar ham- ingju, því verðurðu að trúa. Nú verð ég að fara. Góða nótt. Þegar Mayanaballettinn kom til Leeds á mánu- deginum, fór Jim snemma á skrifstofuna og klukkan ellefu hringdi Tessa. Hún sagðist geta hitt hann á miðvikudag. —- Það er ágætt, þú getum við drukkið te heima hjá mér, sagði hann. Þegar Tessa lagði heyrnartólið á, blikaði á nýj- an hring — André hafði dregið hann á fingur henni kvöldið áður og sagt: Eftir frumsýninguna getur þú sjálf ákveðið hvort Þú vilt gera hann að giftingarhring. E'ftir viku mundi hið nýja líf hennar byrja. Hún gat varla trúað því, en hringurinn og blómin, sem hún fékk frá André sýndu henni að Þetta var veruleiki. En André skrifaði henni ekki og hún ætlaðist heldur ekki til Þess af honum. Þegar Jim kom að sækja hana, hugsaði hún með sér, að í dag yrði hún að segja honum frá André. Þau óku um og skoðuðu stóra húsið að utan, sagði Jim: — Er það eins og þér bjuggust við? — Já, að nokkru leyti. Það er eins og það hafi alltaf verið hér og er eins og örugg höfn. Bak við gluggatjöldin stóðu þær Doris og frú Renshaw. — Hún er grindhoruð. Hún lítur alls ekki út eins og leikkona. —• Nei, sagði frú Renshaw, en hugsaði: Hún lítur út eins og fín stúlka, en það sagði hún ekki við Dóris, því hún vildi ekki viðurkenna að sér litizt vel á hana. Jim leiddi Tessu bak við húsið og sýndi henni útsýnið yfir borgina. — Þarna er verksmiðjan okkar, sagði hann. Ég hef hugsað mér að endurbæta hana og stækka. Gerry ætlar að teikna ný mynztur fyrir mig. Þau gengu inn í húsið og frú Renshaw tók á móti þeim brosandi, en augu hennar voru kuldaleg. 5. kafli M kvöldið dönsuðu þau saman i klúbbnum. — Þakka þér fyrir yndislegan dag, Jim. Slíkan dag hef ég ekki lifað fyrr. Hann brosti og þrýsti henni að sér. Honum hafði lika fundizt dagurinn dásamlegur. Honum hafði verið skemmt við að sjá, að Tessa varð strax vör við kulda móður hans, en lagði sig alla fram til að hafa góð áhrif á hana — og það hafði tekizt betur en hann hafði búizt við. -— Við dönsuðum ekki saman í fyrsta sinn og við hittumst — þá töluðum við bara saman. —• Já, sagði hún og varð skyndilega alvarleg. Allan daginn hafði hún ætlað að segja honum frá André, en hún hafði ekki viljað spilla ánægj- unni með þvi. — Jim, sagði hún, það er svo margt, sem ég þarf að segja þér. Ég hefði átt að segja þér það strax, þegar við töluðum saman I símanum, en það varð ekkert úr því. Og í dag hefur mér liðið svo vel, að . .. — Er það um ferðina til Ameriku. Það var gott að við töluðum ekki um það í dag, svo dag- urinn var eingöngu okkar dagur ... Þá kom Janet inn í salinn. Tessa sá þessa lag- legu ungu stúlku ganga í átt til þeirra og varð strax vör við einhvern spenning í kringum Þau. — Janet tók vingjarnlega í hönd hennar. — Svo þetta er Tessa. En hvað hún er yndisleg. Ég heiti Janet Greenoch. — Janet er góð vinkona móður minnar, Tessa, sagði Jim glaðlega. — Eigum við ekki að fá okkur eitthvað að drekka, sagði Janet fljótmælt. Við verðum að halda það hátiðlegt að hafa fræga manneskju hér á meðal okkar. Tessu fannst sem allt öryggi væri horfið Með þessum orðum hafði Janet tekizt að útiloka hana frá hópnum. — Mér er sagt, að André Lamartine ætli að gera yður að stjörnu og að þér eigið að hafa aðalhlutverkið á hendi í nýja leikritinu hans. Tessa leit snöggt á Jim. — Hefur þú ekki heyrt um það Jim? Það stóð í öllum Lundúnarblöðunum í morgun. — Nei, ég vissi það ekki, sagði Jim, ég hef ekki haft tíma til að lesa leikhússíðuna. —- Ég vissi ekki um að það kæmi i blöðunum. Ég hef aldrei sungið á sviðinu fyrr, eii ég hef verið að læra það ... og þeir halda augsýnilega, að ég geti það. Janet sagði hárri röddu: André Lamartine hlýt- ur að hafa háar hugmyndir um yður fyrst hann þorir að trúa yður fyrir þessu .. . það hlýtur að vera mikil áhætta fyrir hann að hafa ekki vana söngkonu. — Það er það vissulega, sagði Tessa. Hún vissi nú að þetta var árás, en hún vissi ekki hvers vegna þessari ungu stúlku var illa við hana. En hún gerði sér ljóst, að slíkri árás gat hún mætt úr fleiri áttum og Það mundi krefjast mikils hug- rekkis að mæta þeim. Hana langaði til að segja: Hann elskar mig og treystir mér . .. við ætlum að gifta okkur. 24 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.