Vikan - 27.07.1961, Side 26
— Það gleður mig.
— Allt er eins og áður var, Jim og ég erum svo
hamingjusöm. Hann sagði að leikritinu hefði verið
vel tekið og mér finnst svo vænt um það hans
vegna. E?n André er hættur við að kaupa húsið
við ána. Hann
kærir sig ekki um
það fyrr en ég get
verið þar með hon-
um — ég ætla að
reyna að vera orð-
in frísk þegar
hann kemur aftur
frá Ameríku og
þá verðum við
alltaf saman . . .
alltaf.
Hún andvarpaði
og sofnaði.
Það var í nóv-
ember að Jim sótti
Tessu af hvildar-
heimilinu, þar sem
hún hafði dvaliS og
ók henni heim til
Gerdu og Gerry.
Hún hafði náð
góðri heilsu, nema
hvað illa gekk að
græða annað bein-
brotið og fóturinn
varð að vera 1
gipsi.
Tessa hugsaði
sem minnst um
André og framtíð-
ina. Hann hafði
ekki skrifað henni og hún hafði ekki búizt við Því.
En hann hafði sent henni blóm og ávexti og einu
sinni hafði hann hringt til hennar frá New York.
Hann var á leið til Mexico til að athuga umhverfið
þar, með Það fyrir augum að láta næsta leikrit
gerast Þar.
Henni leið vel hjá Gerdu og heilsa hennar fór
batnandi. Stundum óskaði hún, að það kæmi
heldur bréf frá André, þó henni þætti vænt um
blómasendingarnar. Stundum reyndi hún að muna,
hvað hún hefði ætlað að spyrja André um áður
en hún slasaðist, en gat ekkert munað.
Nokkrum dögum eftir að hún losnaði úr gips-
inu, fór hún í heimsókn i leikhúsið. Júlía og allir
tóku henni tveim höndum.
— Hefur þú hitt André? spurði Júlía.
— Hitt ... ? sagði Tessa undrandi.
— Já, hefur þú ekki hitt hann ... ég hélt
að þið ætluðuð að gifta ykkur?
— Er hann þá kominn hingað aftur?
— Hann er búinn að vera hér í fimm vik-
ur ...
Tessu sortnaði fyrir augum, en hún náði brátt
valdi á sjálfri sér.
— Júlía, rétt áður en ég slasaðist sagðir þú
dálítið við mig ... ég man það allt i einu. Þú
sagðir að hann væri kvæntur Maríu Léontine og
ég trúði þér ekki og ætlaði að spyrja hann að
því.
— Léontine er hér i London. Hún kom frá
Paris I gær.
Tessa tók stafinn sinn og gekk út, en Júlía
sat grátandi eftir.
María Léontine leit upp frá skrifborði André,
þegar Tessa kom inn. Andartak þekkti hún hana
ekki, en svo leit hún á stafinn og fölt andlit ungu
stúlkunnar og augnaráð hennar varð bliðlegt. Hún
gekk til Tessu.
— Tessa Charles! Vina mín! Komið og setist
hér.
— Frú, sagði Tessa og hún Þekkti varla sína
eigin rödd. Hve langt er síðan þér komuð frá
Mexico?
— Það eru fimm vikur frá því ég kom til
Parísar, en ég var að koma hingað. En ... nú
já, þér hafið ekkert heyrt frá honum, sagði hún
um leið og hún leit á fölt og sorgbitið andlit
Tessu.
— Hann sagðist mundu láta mig vita strax og
hann kæmi.
— Kæra mín, þér megið ekki taka André svona
alvarlega. Einn daginn er hann langt í burtu
og svo annan dag er hann kominn til yðar með
fangið fullt af blómum og elskar yður meira en
nokkru sinni áður.
— Var hann þannig við yður?
— Svo að þér vitið það?
— Mér var sagt að þið hefðuð verið gift ...
væruð ennþá gift, þó að þið hefðuð ekki búið
saman árum saman ... ég hélt að hann elskaði
mig og ætlaði að giftast mér.
María yppti öxlum. — Þetta er rétt. Við gift-
umst fyrir sjö árum síðan. Hann gerði mig að
stórri stjörnu og í eitt ár vorum við hamingju-
söm ... þangað til hann fann aðra. En þó hann
dræpi í mér ungu stúlkuna, sem ég var, þegar
ég kynnist honum, gerði hann úr mér mikla
listakonu. Það er bara vinátta á milli okkar
núna.
María brosti þreytulega.
— Hvers vegna sögðuð þér mér þetta ekki fyrr?
sagði Tessa lágt.
— Ég skipti mér ekki af því, sem André gerir.
Ef einhver hefði sagt mér eitthvað ljótt um André,
þegar við vorum saman, hefði ég ekki trúað því.
— Ég skil þetta, sagði Tessa og reis á fætur.
Þakka yður fyrir að þér sögðuð mér sannleik-
ann.
Fyrir utan hitti hún Júlíu. — Á ég ekki að
aka þér heim? sagði hún, en Tessa óskaði þess
eins að vera ein og þegar hún kom auga á dýra
blómabúð, þar sem André hafði alltaf keypt blóm
handa henni, sagði hún: — Ég þarf að fara
þarna inn og ná í blóm handa Gerdu. Ég hafði
nærri gleymt Því, en þú þarft engar áhyggjur að
hafa af mér, Júlía.
— Nei, komið þér sælar, fröken Charles, sagði
afgreiðslustúlkan í blómabúðinni. Það er gaman
að sjá yður aftur. Líður yður vel núna?
— Já, nokkurn veginn ...
—■ Það er ekki svo oft, að ég gleðst yfir að
blómapöntun sé afþökkuð, en ég gat ekki annað
en samglaðst yður þegar herra Lamartine hætti
að senda blóm, því þá vissi ég að þér voruð af
sjúkrahúsinu.
— Það var mjög vingjarnlegt af yður.
Stúlkan horfði forvitnislega á hana. — Ég vona
að yður hafi likað blómin, sem herra Renshaw
sendi í hverri viku ...
Jim! Það var þá Jim, sem sendi blómin. Ekki
André! Henni varð þetta allt ljóst. Hún hafði
aðeins verið honum til ama og nú var öllu lokið.
— Get ég gert nokkuð fyrir yður, fröken
Charles?
— Nei, þakka yður fyrir ... reyndar ætla ég
að fá nokkrar fjólur, sem ég ætla að biðja yður
að senda til fröken Júlíu Adriani í leikhúsinu.
Hún borgaði blómin og leit í budduna sina.
Hún átti ein fimm pund og ekki gat hún búið
alla ævi hjá Gerdu. Hún hafði enga atvinnu og
átti engan samastað ... enga fjölskyldu ... eng-
an annan en Jim. Jim átti hún ennþá.
Jim hafði sagt, að ef hún væri I vandræð-
um, skyldi hún koma til sín. Hana hafði ekki
grunað, að hún ætti eftir að þarfnast hans. Leigu-
bíll ók framhjá og hún stanzaði hann og bað hann
að aka á Kings Cross stöðina. Þaðan tók hún
lest til Leeds.
6. kafli
Það var komið fram á miðnætti, þegar Jim
kom heim í litlu íbúðina sína í verksmiðjunni.
Hann var mjög þreyttur eftir erfiðan dag. Þá
hringdi síminn.
— Jim, ég hef verið að reyna að ná í þig í
allan dag. Tessa er hérna. Það var móðir hans,
sem var í símanum.
—- Tessa? Er nokkuð að henni?
Nei. . . . kannski hefur hún bara fengið tauga-
áfall. Hún hefur ekki sagt mér neitt. Ég hef þó
getað fengið hana til að borða svolítið. En ég hef
áhyggjur af henni.
— Ég kem eftir tíu mínútur.
Um leið og hann var að fara út, hringdi síminn
'aftur. Hann var ergilegur yfir töfinni, en það
var Gerda í símanum. Hún var viti sinu fjær af
hræðslu.
— Þetta er í lagi. Hún er hér, sagði Jim. Hvað
hefur komið fyrir?
— Hún fór í leikhúsið og talaði við Maríu Lé-
ontine. Það er vist satt, að hún hefur verið gift
André í sex ár.
— Jæja, sagði Jim.
—- Guði sé lof að þú ert kominn Jim, sagði
móðir hans. Ég held að hún viti varla hvað hún
gerir.
— Er hún inni í stofu? Ég er að fara inn til
hennar. En mamma, hafðu til herbergi handa
henni.
— Það er þegar til.
— Hefurðu nokkuð á móti því, að hún dvelji
hér eitthvað.....kannski lengi?
Móðir hans brosti. Auðvitað getur hún verið
hér eins lengi og hún vill. Það lítur út frir að hún
þarfnist einhvers til að líta eftir sér.
— Þakka þér fyrir mamma. Hann gekk inn í
stofuna. Tess'a gekk á móti honum með fram-
réttar hendur og hefði dottið, ef hann hefði ekki
gripið hana. Hann settist við hlið hennar og faðm-
aði hana eins og barn, sem þurfti að hugga.
— Hvað á ég að gera Jim? Hvað á ég að
gera?
— Reyndu að hugsa ekkert um það húna. Við
skulum hugsa um þig og hjálpa Þér að verða
frísk.
—- Meinar þú, að Þú viljir giftast mér? Einu
sinni sagðir þú það. Hún brosti dapurlega.
—- Ó, Tessa! Hann þrýsti henni að sér.
—• Ég held að ég vilji það gjarnan, Jim. Ég
held að það sé það, sem ég vil helzt. Þá verð ég
svo örugg.
Tveim dögum seinna sat Janet Greenoch og beið
eftir föður sinum. Það var langt síðan hún hafði
séð Jim. Hún ætlaði að reyna að hitta hann af
tilviljun og bjóst til að leggja peningana í nýju
verksmiðjuna hans. Þá mundi hún verða meðeig-
andi að fyrirtækinu. Stúlkan kom inn og sagði
að frú Soames væri í símanum.
— Sæl vertu Maureen.
— Sæl, Janet. Mér fannst ég verða að segja þér
dálítið. Veiztu það að Tessa Charles býr hjá frú
Renshaw og verður þar einhvern tíma. Það er
sagt að Jim ætli að kvænast henni.
— Því get ég ekki trúað. Hann hlýtur þó að
vita að hún er ástmey Lamartine.
— En hún er nú hérna, sagði Maureen rólega.
Sjáum við þig í klúbbnum í kvöld?
— Nei. . . . ég er á förum til útlanda, svo ég
veit ekki hvort ég hef tima til þess að koma og
kveðja ykkur . . . Hún sá að faðir hennar var að
koma og svipur hans sagði henni, að hann hefði
heyrt fréttirnar. Hún lagði heyrnartækið fyrir-
varalaust á og andlit hennar var eldrautt af reiði.
—• Jæja, Janet, þú hefur víst veðjað á vitlaus-
an hest í þetta sinn.
— Það skaltu ekki vera svo viss um. Þú skalt
alls ekki vera svo viss um það!
Jim átti afmæli. Tessa kom í litla bílnum sínum,
sem hún hafði nýlega lært að aka. Hún var að
koma frá danskennslu í Leeds. Jim hafði fundið
ágætan danskennara fyrir hana í Leeds, og hún
fór þangað í hverri viku. — Þér getið varla dans-
að ballet aftur, fröken Charles, . . . en nýtízku
dansa.
Hún tók bögglana út úr bílnum og gekk inn
eldhúsmegin. Þetta var orðið henni heimili og
frú Renshaw naut þess að hafa hana hjá sér.
Tessa tók köku út úr ofninum. Það var fyrsta til-
raun hennar við bakstur og var afmæliskaka fyrir
Jim.
— Er hún ekki eins og hún á að vera? spurði
hún frú Renshaw hrifin.
— Hún er mjög girnileg. Þú ert orðin verulega
flink. Janet Greenoch hringdi í dag. Hún var að
koma heim frá útlöndum. Hún spurði hvort hún
mætti koma og óska Jim til hamingju með af-
mælisdaginn.
— Þú hafðir vonað að þau mundu gifta sig, var
það ekki, spurði Tessa hægt.
—• Ég get ekki neitað því. Ég vildi gjarnan að
Jim yrði kyrr hér í bænum, og það var eins og
allir byggjust við því að þau mundu giftast . . .
Janet líka. En af hverju giftist þið Jim ekki
Tessa ?
— Ég veit hvað það er að elska, sagði Tessa,
og það er ekki sú tilfinning, sem ég ber til Jim.
Ég er honum þakklát og finnst vænt um hann,
en hann mundi óska sér meira, er það ekki? Það
er ekki nóg.
Frú Renshaw klappaði henni vandræðalega á
öxlina.
Tessa valdi sér ljósrauðan bómullarkjól, þann
sama og hún hafði notað í skógarferðinni með
Wegghjónunum fyrir næstum ári síðan. Hún burst-
aði hár sitt, þar til það gljáði og batt breitt band
um. Hún fór í ljósa ballerinuskó og fór svo niður
I stofuna til að setja glös á bakka.
Síðan setti hún plöntu á spilarann og settist og
þreifaði á veika fætinum. Allt í einu stóð hún
upp og fór að dansa. Jim var að koma heim og
I gegnum gluggan sá hann hana. Hún sneri sér
við og opnaði fyrir honum og í gleði sinni tók
hann hana í faðm sér.
— Þarna sérðu, þér er batnað. Nú ertu albata.
Nú geturðu byrjað lífið að nýju.
— Ætlarðu að senda mig burt, Jim?
— Það veiztu að ég mundi aldrei gera. En þú
verður að velja sjálf. Þú ert orðinn hraust. Þú
verður að gera það, sem þú óskar helzt sjálf.
Frú Renshaw og Janet komu inn. — Sjáðu hver
er kominn, Jim, sagði frú Renshaw. Tessa, viltu sjá
um vínið. Ég þarf að fara út í eldhúsið.
— Ég sé að þér hafið það gott Tessa, sagði
Janet. Það gleður mig. Ég ætla lítið að stanza.
Framhald á bls. 42.
26 VIKAN