Vikan


Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 42

Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 42
Sindrastóll gerð H-5 Fæst hjá húsgagnaverzlunum víða um land j5in4rnsmið/nn h-f* HverfÍBgötu 42 — Sfmi 24064. 42 VIKAN „Fyrr — mér fannst ég ekki þekkja þig nógu vel. Ég hafði ekki þekkt Martin nema í tuttugu og fjórar klukkustundir þegar ég trúlofaðist honum, og það fór eins og það fór. Hann leit alltaf á mig sem einskonar brúðu. Hann vildi aldrei ræða náms- verkefni sín við mig. Ég var ekki annað en sýningargripur. Ég gat eldað matinn; ég gat unnið fyrir bíl- verðinu og þegar hann helði fengið stöðu sem aðstoðarprófessor, hefði hann ef til vill ekkert haft á móti því að við eignuðumst barn . .. nei, ég ætla mér ekki að stíga slíkt víxl- spor aftur .. „Það þarftu ekki heldur að ótt- ast. Ekki ef þú giftist mér.“ „Ég er ekki viss. Það gerir mig tortryggna, að þú skyldir líka taka próf, með láði. En við getum snætt saman hádegisverð á morgun og rætt það nánar.“ En þetta hafði þegar tekið alltof langan tima, fannst Carey. Þess vegna hafði hann snör handtök, kippti henni upp úr stólnum, þrýsti henni að sér og kyssti hana, þangað til hún tók andköf og sagði: „Já, já, ég skal giftast þér. En þá krefst ég þess að þú kæfir mig ekki ...“ Einbýlishús. Framhald af bls. 12. af honum er víðáttumikil verönd, sem súlur bera uppi. Þetta er án efa eitt veglegasta ibúðarhús, sem byggt hefur verið á voru landi fram til þessa og eru þó mörg álitleg í næsta nágrenni við það. Húsið er afsprengi alþjóð- legs byggingarstíls siðustu ára og auðugs hugmyndaflugs arkitektsins, Gunnars Hanssonar sem hefur sýnt með þessu húsi, hvað í honum býr. Gunnar Hansson kvað það hafa verið mjög skemmtilegt verkefni að teikna þetta hús, því eigandinn gaf honum frjálsar hendur um útlit og skipulag. Hann sagðist vera ánægð- ur með árangurinn og telja húsið með betri verkum sinum. Gunnar sagðist ekki hafa kosið að nota grjót í fleti utan á húsinu og sagðist vilja láta steinsteypuna njóta sin í hreinum flötum, fyrst húsið væri á annað borð steypt. Hann notaði hinsvegar harðviðar- panel undir og milli glugga á fram- hliðinni, en sagði það ef til vill hið eina, sem hann kysi að breyta. Hann taldi viðhald á harðviði utan- húss það mikið hér sunnanlands, að það svaraði ekki kostnaði að nota hann. Ef hann teiknaði þetta hús núna, mundi hann nota inn- dregna steinsteypufleti i staðinn og lita þá. Takið eftir því að framhlið húss- ins er örlítið V-laga. Það er gert til þess að missa ekki útsýn vestur Laugardalinn, sem er mjög fallegt. LÚXUS MEÐ LÁNS- KJÖRUM. Framhald af bls. 29. Það er allt önnur saga með mat- vöruverzlanir og yfirleitt allar verzl anir, sem verzla með smávörur — og nauðsynjavöru. Þar er það alveg komið úr tízku að fá skrifað, enda hafa kaupmenn bundizt samtökum um að verzla aðeins gegn stað-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.