Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 5
URim
klæðist oft sínu bezta skarti og
verður kannski af góðri skemmt-
un, þar sem svo er um að litast
sem fyrir utan téðan samkomu-
stað- Það er óskemmtilegt fyrir
fagra fröken að tipla inn á
skemmtistað, forug upp undir
hné.
Svar til Haíldóru: — Ég er
hræddur um, að þetta verði
heldur erfitt fyrir manninn
þinn, úr því hann er búinn að
meðganga barnið, en sjálfsiagt
finnst mér að þið leitið til lög-
fræðings, þeir kunna vafalaust
marga góða klæki í málum sem
þessum ....
Lítið úrval í ríkinu . . .
Kæri Póstur!
Getur þú sagt mér, hvers vegna
svona iitið úrval er af vintegundum
í Ríkinu? Það hefur þrásinnis kom-
ið fyrir, að ég hef ætlað að sulla
saman dálítið frumlegum kokkteil
fyrir gott fólk, en liklega er ekki
hægt að sulla saman frumlegum
kokkteilum hér uppi, sakir þessa
skorts. Ég sé ekki að þá góðu menn
muni nokkuð um að flytja inn fleiri
vintegundir — allt hlýtur þetta fyrr
eða síðar að ganga út. Ég verð að
játa, að úrvalið er nú mun meira
en það var i eina tið, og ber að
meta það, en úr þvi að þessir háu
herrar hafa nú einu sinni stigið
skref í rétta átt, því þá ekki að
halda áfram? Ég er orðinn dálitið
leiður á Martini si og æ.
Vínvinur.
Vindlar eða kossar . . .
Eisku Vika mín!
Bentu mér nú á gott ráð. Svoleiðis
er, að kærastinn minn reykir vindla,
og ég hef mestu andstyggð á vindla-
lykt, svo að ég er farin að forðast
að kyssa hann. Ég er alltaf að segja
honum, að mér finnist þessar reyk-
ingar leiðinlegar, en hann tekur
bara ekkert mark á mér. Hvernig
á ég að venja hann af þessu?
Ein með ofnæmi.
— — — Þetta er mikið vanda-
mál. Við skulum samt ganga út
frá því sem vísu, að kærastinn
þinn sé svolítið skotinn í þér,
þess vegna skaltu leggja fyrir
hann þessa spurningu: Hvort
finnst þér betra að reykja eða
kyssa mig? — Ef hann svarar,
„kyssa þig“ geturðu gengið á
lagið og vanið hann af þessum
ósið — að reykja, meina ég —
en ef hann svarar „hvort tveggja"
er honuni vorkunn, þá er hann
bæði þræll kossa þinna og níkó-
tínsins, og þú verður veskú að
umbera hvort tveggja — þótt rétt
sé reyndar að benda honum öðru
hverju á þann bölvaðan ávana —
reykingarnar —, en ef hann svar-
ar „reykja“ skaltu fyrirvaralaust
sparka honum.
Slappur, karlinn . . .
Kæra Vika!
Ég ledta til þín í vandræðum mín-
um, því að ég get ekki borið þetta
undir neinn, finnst mér. Þannig er
mál með vexti, að maðurinn minn
vinnur erfiða vinnu og oft lengi
frameftir. Þegar hann kemur heim
úr vinnunni, er hann alltaf svo
þreyttur, að ég fer gjörsamlega var-
hlu}a af þeirri ástúð, sem ég trúi að
eiginkonúr „eigi inni“ hjá mökum
sínum. Ef ég fer eitthvað að gæla
við.karlinn, verður hann bara ön-
iigur og snýr sér á hina hliðina -—
ég á við í rúminu, því þangað fer
hann yfirleitt um leið og hann er
búinn að borða. Mér finnst þetta
samlif okkar i hæsta máta óeðlilegt,
og ég veit líka að hann skilur þetta,
en hvað getum við gert?
Með fyrirfram þökk, H.K. B.
— — — Þetta er svo sem ekki
neitt einsdæmi og því miður lítið
við þessu að gera, meðan blessað-
ur karlinn gengur sér svona til
húðar. Hvernig er það annars —
er hann ekki hress á morgnana,
karlinn?
Söngvinn
samkvæmismaður . . .
Kæra Vika!
Þú sem gefur öllum svo góð ráð,
stattu þig nú. Ég skal segja þér, að
maðurinn minn hefur einn stóran
galla, sem ég get bókstaflega ekki
vanið hann af — hann syngur. Ekki
svo að skilja, að e-kki sé gaman að
heyra góðan söng, en röddin i mann-
inum, guð minn almáttugur! Og í
hvaða samkvæmi sem við förum i,
er hann alltaf fyrstur til þess að taka
lagiS, og er hann þó langt frá þvi
að vera lagviss. Ég skammast mín
oft stórlega fyrir þetta, en ég veit
ekkert hvernig ég á að fara að því
að venja hann af þessu. Veizt þú
það, Vika mín?
—-------Það er gamall og góður
siður að taka viljann fyrir verk-
ið, og ,ekki gerir maðurinn nein-
um méin með þessu rauli sínu.
Ég er næstum viss um, að þú
ert eina manneskjan, sem tek-
ur þetta illa upp, og er sannast
að segja furðulegt að þú skulir
gera veður út af þessu. Ég vildi
bara, að ég væri sálfræðingur,
þetta bréf þitt hlýtur að vera
skemmtilegt rtannsóknaðrefni —
(bréfið birtist hér mjög stytt) —
en sem leikmaður vil ég bara
segja: skammastín!
Góðan dag(inn) . . .
Kæri Póstur!
Við erum að rifast um það, tvær
vinkonur, hvort réttara sé að segja
„góðan dag“ eða „góðan daginn“.
Cretur þú skorið úr þessu fyrir okk-
ur í snatri? Lúlla og Imba.
— — — Upphaflega er þetta
stytting úr „Guð gefi þér góðan
dag“, svo að styttri myndin
myndi líklega teljast rétt. Hins
ýegar er það orðið mönnum svo
tamt að segja „góðan daginn“,
að fráleitt væri að telja það mál-
villu. „Gott kvöldið" hljómar aft-
ur á móti dálítið kjánalega —
þar eru málfræðSngar í fullri
sátt við málvenjuna.
Heildsölubirgðir:
$nyrtivörur b*f.
Sími 17177
gjörsamlega alla þá morgu
örðugleika sem íslenzkar
aðstæður valda, bændur
og þeir sem ferðast um
vonda vegi hafa því tek-
ið þeim fegins hendi.
MARS TRADING
COMPANY — Klappar-
stíg 20. Sími 17373.
VIKAN 5