Vikan


Vikan - 25.01.1962, Side 26

Vikan - 25.01.1962, Side 26
Allir vilja fá að vera með á myndinni. Það er smáhvíld hjá Bú Abboló Koselló og allir fara fram að fá sér gott fyrir aurana, sem mamma <raf. Það ku vera einna bezt að sitja á fyrsta bekk í almenn, því þar er hægt að teygja úr skönkunum, krossleggja þá eða kreppa alveg eins og hverjum þykir bezt. Það er aldeilis handagangur í öskjunni í sælgætissölunni í hléinu, og þar er bara um að gera að vera nógu töff og koma sér að, og svo náttúrulega að gala sem hæst og ýta monningunum að skvísunni, sem er að afgreiða. Sumir eru ægilega töff eins og töffgæinn á myndinni með hettuna, sem er eflaust að segja: „Það mundi ekki veita af að kýla þennan gæja, sem er alltaf að taka af manni myndir . . . Bú Abboló Koselló Vikan fór á barnabíó i Nýja Bíó fyrir nokkru, svona til að athuga hvort það hafi nokkuð breytzt síðan í gamla daga, þegar við fórum í þrjúbíó á sunnudögum til að horfa á kábboy og Mikkeymás og indíána og vitlausa kalla, sem voru alltaf að rekast á og detta og svoleiðis og henda rjóma- tertum framan í hver annan. Þá sáum við fína kalla eins og Sj'aplín og Tommix og Litla og stóra og Buster Kiton og svoleiðis gæja. Við héldum að svoleiðis fínir leikarar væru nú aldeilis ekki til núna og fórum að spurja strák- ana á bíóinu hvort það væri nokkuð gaman að bíó- um núna. „Ertu eitthvað bilaður, manni minn? sagði einn pollinn, „heldurðu kannske að það sé ekki gaman að kábboyunum eins og t.d. Roy Roggers og Trigg- er og Rokk Hödson og svoleiðis gæjum? Eða t.d. gæjum eins og Danný Kei og Jerrý Lúis og Bú Abboló Koselló? Sá er góður, maður“. „Hver er Bú Abboló Koselló? Er það einhver nýr leikari?" „Sá er aldeilis klikkaður, maður. Hann veit ekki hver Bú Abboló Koselló er. Steini, veiztu þú kannske hver Bú Abboló Koselló er?“ „Bú Abboló Koselló? Það er nú líklega. Það fatta þá allir, sem fylgjast með. Hefurðu aldrei séð Bú Abboló Koselló, manni?“ ,,Ekki svo ég viti. Hvernig lítur hann út?“ „Lítur hann út! Sá er góður, maður. Það er ekki einn, það eru tveir. Bú Abboló og Koselló. Þeir eru sýndir núna á bíóinu, þú getur fengið að sjá þá, ef Þú biður soldið. Þeir eru ægilega klárir, sérstaklega Bú Abboló". „Er Koselló ekki eins góður?" „Jú, hann er svaka töff, en Bú er svo vitlaus og feitur og ægilega skemmtilegur". Og svo beið Vikan eftir að bíóið byrjaði og Bú Abboló Koselló sýndu sig á tjaldinu. Raunar kom í ljós að Bú Abboló Koselló hétu Bud Abbot og Lou Costello, en það gerði engan mismun, því þeir voru vissulega jafn skemmti- legir fyrir það, og við skemmtum okkur alveg prýðilega. Þeir eru Litli og Stóri okkar tíma og gefa þeim ekkert eftir, eins og við sjáum raunar á rayndunum, sem við tókum og birtast hér. 26 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.