Vikan


Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 3

Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 3
VIKAM o<j tsBknin Flogið fyrir eigin orku. Fyrir þrem árum hét brezkt i'lugmálablaS miklum verðlaunum hverjum þeim, sem fyndi upp og smíða'öi, fyrir lok febrúarmánaðar, flug- tæki knúið mannsorku eingöngu. Tæknisér- fræðingar eru ekki sammála um hvort fræði- legur möguleiki sé fyrir slikri uppfinningu, en sagt er að þeir séu fjölmargir, sem hugsa sér að vinna til verðlaunanna. Þau nema sextiu þúsund krónum, og það er drjúgur skildingur út af fy^ir sig, en yrði þó ekki nema smáupp- hæð, samanborið við allt það fé, sem sá er þrautina leysti mundi græða á slikri uppfinn- ingu. Myndin sýnir John Davis, brezkan skóla- kennara, og flugtæki það, sem liann er að smíða, og á að ver'ða stigið, svipað og reið- hjól. Eftir myndinni að dæma, hyggst liann byggja lausn sina á þvi að lilutfallið milli þunga flugtækisins og átaks þess verði sem mest ■— og að átakið færist að sem minnstu leyti yfir á orkugjafann, þ. e. a. s. liann sjálf- an, eða þann sem stigur. Ekki er enn vitað hvernig tilraun hans tekst, eða hvort honum með öðrum orðum tekst að vinna til verðlaun- anna. ;-ý : r . JJ igi ^ 'ááliílfiiiiÉlm Nýtt til hins ýtrasta. Á flugvellinum í Norrtálje í Sviþjóð getur að !lta einkennilega veitingastofu, sem þó er i fyllsta samræmi við umhverfið. Það er gömul Dacotai'ugvél, „DC-3“, sem tekin hefur verið til þeirri notkunar, eftir að hún hafði gegnt sinu upphafiega hlutverki til fulls. Að sjálfsögðu hefur inn- réttingunni verið breytt, og einnig hefur verið byggt undir vængina, en hinu ytra er öllu haldið að öðru leyti. Volgu Sputnik. Skiða-skipin svokölluðu eru komin af til- raunastiginu, þótt ekki séu mörg ár siðan þau fyrstu þeirra voru sett á sjó. Skiða-skip hefur nú verið á förum innan skerja í Noregi um fjc'gurra ára skeið og reynzt mjög vel; allmörg eru notuð til farþegaflutninga um vötnin í Sviss, og eins eru nokkrir slikir bátar í förum á Iíarabiska liafinu. Hafa þeir allir reynzt mjög vel, fara vel „á“ sjó, jafnvel i slæmu ve'$ri, og hraðskreiðari larkosti getur varla. Rússar hafa að undanförnu smiðað mörg skiða-skip til farjregaflutninga á fljótum og völnum þar i landi, nokkur þeirra stærri og hraðskreiðari en þekkjast enn annars staðar, og getur að líta liér eitt þeirra, af nýjustu gerð- inni. Nefnist það „Sputnik", er í förum á Volgu og tekur um 300 farþega — og er full- yrt að mun rýmra sé um þá, en var um tíkina í fyrsta spútnikknum forðum. Ný gerð ritvéla. Segja má að ritvélar hafi ekki tekið neinum teljandi breytingum, allt frá því er þær fyrstu, nothæfu komu á markaðinn. Að visu hafa þær fulJkomnazt stöðugt tæknilega, en aðalatrið- um hafa þær verið eins, þangað til nú, að IBM verksmiðjurnar bandarisku hafa sent á mark- aðinn rafmagnsritvélar, sem eru fyrri gerðun- um mjög frábrugðnar. Framhald á bls. 39. * fi l tfiV Útgefandi: Hilmir h.f. Eitstjóri: Gísli SigurðBHon (ábm.) AuglýBÍngastjóri: Jóhannes Jörundsson. Frainkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholíi 33. Simar: 35320, 35321, 35322, 35323. Fósthólí 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Laugavegi 133, simi .30720. Dreifingarstjóri: ðskar Karls- son. Verð í lausasölu kr. 15. Áskrift- arvc-rð er 200 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun; Hihnir h.f. Myndamót: Rafgraf h.f.. ___ FORSÍÐAN Nú er vertíð til lands og sjós; grængres- ____ inu mokað í turna og hlöður og silfri hafsins niokað á land á Siglufirði og fleiri verstöðvum. Allur þjóðarbúskapurinn veltur á bessari vertíð; að ekki haldizt bræla á miðunum og helzt má ekki bræla í landi heldur. Sólin verður að skína hvað sem það kostar í þessum mánuði og þó er hún stopulli en nokkuð annað; gæti meira_ að segja farið svo að hún sæist alls ekki. Annað eins hefur komið fyrir á íslandi. Þorsteinn Jósefsson Ijósmyndari og blaða- maður hjá Vísi, hefur þó að minnsta kosti hitt á eina sólskinsstund á Siglu- firði, þegar hann tók forsíðumyndina, og hann hefur sannarlega verið fundvís á fallegt mótív. Því miður vitum við ekki hvað stúlkan heitir og símanúmerið hennar höfum við ekki heldur. En þeir þekkja hana sennilega á Siglufirði. Bara að spyrja einhvern þaðan. I NÆSTA BLAÐI Á ferð með flugfreyjum. Blaðamað- ur Vikunnar hefur skroppið til New York með Loftleiðum og fylgzt með því, hvað starfsfólk Loftleiða hefur fyrir stafni í borg skýjakljúfanna. Tvær opnur með grein og myndum. • Gull í gjá. — Vikan hefur farið með kafara austur á Þingvöll og þeir fóru með myndavélar ofan í Peningagjá. Grein og myndir, sem teknar eru bæði ofan vatns og neðan. • Kvöld í Vadi Natrun. — Framúrskarandi skemmtileg saga í tveim hlutum eftir sr. Sigurð Einarsson í Holti. Sagan gerist í tirikklandi og Egyptalandi og er ótrúlegt ævintýri frá upp- hafi til enda. • Ef inni er þröngt. — Við höldum áfram greinarflokkinum um sport og nú verður tekið fyrir flug og hestamennska. • Ný, glæsileg verðlaunakeppni: Sex vinningar, þar á meðal sjónvarpstæki, ferðalög á landi og legi, Husquarna sauma- vél, fatnaður o. fl. • F.Í.B. og Vikan prófa nýja bíla. Næst verður tekinn fyrir Opel Record. • Bréf að norðan. — Björn ó Norðurpól svarar Brandi á Suðurpól. • Eiturglasið. — Sakamálasaga. VIKAN 3 á

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.