Vikan


Vikan - 12.07.1962, Side 17

Vikan - 12.07.1962, Side 17
Kannski er töfraseiður Jóns- messunæturinnar sterkari en nútímafólk vill viðurkenna. Þá nótt gerðist að minnsta kosti ýmislegt undarlegt að óðalsetrinu Fosshlíð ___ Hún heyrði fótatak á eftir sér, kannaðist við það og fékk ákafan hjartslátt. Það var Einar. — Ég skal bera telpuna, sagði hann. Komdu til pabba, Súsanna mín . . . — En Eva frænka á að hátta mig og segja mér sögur ... — Já, hjartans barnið mitt. Það gerir EVa frænka líka áreiðanlega, fyrst hún hefur lofað því. Svo gengu þau þögul hvort við annars hlið heim að húsinu, og þegar stígurinn þrengdist, gætti Eva Þess að dragast aftur úr svo öruggt væri að þau snertust ekki. Stundu síðar stóð Eva fyrir fram- an spegilinn inni i herbergi sinu og starði á þreytulega spegilmynd sína. Fegin hefði hún viljað losna við að taka þátt í veizlugleðinni og dansin- um, fegin hefði hún viljað losna við að þurfa að standa við öll þau fyrir- heit, sem hún hafði gefið Gustav liðs- foringja að fyrra bragði; hún var þess innilega fullviss, að það mundi eingöngu valda vonbrigðum og eftir- sjá ef hún gengi honum á vald I nótt. Og samt sem áður var það eina hugs- anlega leiðin til að smeygja af sér þeim læðingi, sem ást þeirra, Einars og hennar, hafði á hana lagt. Hún titraði af kvíða .... ef bezt léti, gæti hún ef til vill reynt að gera sér í hugarlund að hún nyti atlota Ein- ars, þegar hún hvíldi í örmum Gust- avs, og þó .... nei, hún mundi ekki einu sinni geta ímyndað sér það. Og það var ósegjanleg kvöl að verða að láta sem maður væri kátur og glaður í hópi háværra og veizlureifra gesta, Þegar dapurleikinn lá á manni eins og mara. Hún hrökk upp af hugleiðingum sínum við það að Lilian kom inn, klædd í ljósbleikan kjól og með gim- steinamen í eyrum sér. Hún var fög- ur eins og draumsýn, hver ein hreyf- ing hennar mjúk og eggjandi. — Ertu ekki .... Hvað er Þetta — hefurðu ekki enn haft kjólaskipti, EVa? Eva var enn í stórrósótta sumar- kjólnum. •— Get ég ekki verið í þessum kjól, spurði hún. Það er Jónsmessunótt og .... — En elskan mín .... allir hinir gestirnir verða samkvæmisklæddir. — Þá verð ég vist að skarta spari- kjólnum. Gallinn er bara sá að hann er svartur, og á því ekki sem bezt við Jónsmessunæturhátíðina. Lakast er þó hvað ég er þreytt. Ég vildi óska að ég væri háttuð og mætti fara að sofa. Vesalingurinn, hugsaði Lilian af samúð. Hún er svona döpur vegna þess að hún á ekki neinn kjól sem hæfir. Lilian skildi það ofurvel. — Ég held nú ekki, sagði hún hressilega. Komdu inn til mín, og við skulum athuga hvort ég finn ekki einhvern kjól handa þér. Það vill svo vel til, að við erum báðar svipaðar á hæð og vöxt. Eva gat ekki mælt henni í mót. Hún varð að fylgjast með Lilian inn í svefnherbergið, athuga kjólana og reyna umfram allt að vera glöð í bragði. Lilian leitaði af ákefð i klæða- skáp sinum. Loks dró hún fram sef- grænan kjól með víðu pilsi. — Ég er viss um að þessi kjóll fer þér vel, sagði hún. Eva ætlaði varla að þekkja sjálfa sig, þegar hún var komin í sefgræna kjólinn. Svo dýra og íburðarmikla flík hafði hún aldrei áður borið. Að vísu var hann mun flegnari en Eva hafði vanizt, en það fór henni vel. Liturinn var í fyllsta samræmi við Ijósguilið hárið. Freistandi, hugsaði hún sem snöggvast og sá liðsforingj- anum bregða fyrir hugskotssjónir sínar, einungis til að þoka fyrir ann- arri og skýrari mynd. — Þú ert blátt áfram töfrandi, hrópaði Lilian upp yfir sig, þegar hún virti Evu fyrir sér. Þú ert að vísu falleg stúlka, en svo fallega hef ég aldrei séð þig .... Lilian var áköf og í óvenjulega glöðu skapi. — Kjóllinn er dáisamlegur, varð EVu að orði. Það er fallega gert að lána mér hann. — Lána .... ertu gengin af göfl- unum, manneskja. Heldurðu að ég fari að lána þér kjólinn, sem er eins og hann hafi verið saumaður á þig. Nei, vitanlega máttu eiga kjólinn. Ég er því fegin, að hann skuii klæða þig svona vel. Eva fann grátkökk í kverkum sér, og það var með naumindum að henni tókst að þakka Lilian sæmilega fyrir gjöfina. Það leyndi sér ekki að Lilian hugði að hún mundi ekki kunna við sig í lánskjól, og það var líka sönnu 'nærri. Og ekki tók betra við, þegar Lilian faðmaði hana að sér. Eva ósk- aði þess eins, að hún gæti horfið niður úr gólfinu. En Lilian var í slíku sói- skinsskapi, að hún gat faðmað allan heiminn að sér í kvöld. í svo góðu skapi hafði hún ekki verið lengi. Henni fannst sem hún hefði unnið stóran sigur, fyrst Gustav kom og fullvissan um að hafa slíkt vald á honum átti veigamesta þáttinn í kæti hennar. Auk þess þótti henni vænt um Evu .... PATRIK gamli gekk í endurnýj- un lífsins þetta kvöld. Svona átti það að vera .... gamla óðalsetrið að bergmála af glöðum hlátrum veizlu- reifra gesta. Það var stolt hans, að hann væri sprækari og fjörugri en nokkur öldungur á hans aldri — þessi gamalmenni, sem setzt höfðu að inni í bókasafninu og nenntu ekki einu sinni út í garðinn. Og stúlkurnar, hugsaði hann með sér .... þær voru töfrandi, það er að segja þegar maður var ekki dauður úr öllum æðum, en kunni enn að meta kvenlega fegurð og yndisþokka. Þarna dansaði blessun- in hún Eva litla við liðsforingjann . . . allra indælasta stúlka.; honum hafði fallið sérlega vel við hana strax þegar hún kom. En Einar — hvar var hann ? Hversvegna var hann ekki í dansinum, heldur stóð Þarna eihn síns liðs, Þungt hugsi? Var hann tekinn að eldast, eða hvað? Einar fylgdi Evu með augunum. Aldrei hafði hann séð hana jafn töfr- andi fagra og I kvöld. Og aldrei hafði hann þráð hana eins ákaft af líkama og sál. Hann langaði mest af öllu til að taka undir sig stökk, þrífa Evu af dansherranum og leiða hana á brott. Brjálæði, hugsaði hann. Það hlýtur að líða hjá. Ég hef ekki leyfi að hugsa, enn síður að haga mér eins og menntaskólastrákur. Honum duldist ekki að það mundi þykja undarlegt ef hann dansaði ekki við hana í kvöld. En hann treysti sér ekki til þess, og því var hyggilegast að hætta ekki á það. Hann treysti sér ekki til að finna hana hvíla í örmum sér, finna brjóst hennar, hvelfd og mjúkheit við barm sér. Hann varð að sjá svo um að til Þess kæmi ekki. Það sem þeim hafði áður farið á milli, þegar æði Ijúfsárrar ástríðu tók völd- in af þeim báðum mátti ekki endur- taka sig. Hann hafði þegar sært hana nógu djúpt. Nú varð hann að gera allt sem honum var unnt til að vinna aftur vináttu hennar og reynast henn- ar verður. Sem vinur og félagi. Hann þarfnaðist hennar svo óumræðilega og þau hvors annars. Hann fann hönd lagða á öxl sér og leit við: — Nei, ert það þú, Patrik frændi? — Hvað sýnist þér, svaraði gamli maðurinn heldur þurrlega. Hvers vegna ertu svona þungbúinn, drengur? Og hversvegna dansar þú ekki? Á sjálfa Jónsmessunóttina. Ekki veit ég hvað þú hugsar, ungur maðurinn, svei mér þá. — Ég er dálítið þreyttur í kvöld, það er allt og sumt, svaraði Binar og tók að leita að sígarettum í vasa sínum. Framhald á bls. 30. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.