Vikan


Vikan - 12.07.1962, Page 24

Vikan - 12.07.1962, Page 24
Ungfrú Yndisfríð Hvar er örfcifi bans NÓA? Nú er það Örkin hans Nóa, sera ungfrú Yndis- fríð hefur falið í biaðinu. Kannske i einhverri myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ungfrú Yndisfríð heitir góðum verðlaunum: Stórum konfektkassa, sem auðvit- að er frá Sælgætisgerðinni Nóa. Nafn Heimilisfang Örkin er á bls. Sími Siðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: MARGRÉT ÁSGEIRSDÓTTIR, Hólmgarði 40, Reykjavík. Þær heita Peters-systur þessar stæðilegu dömur. Þær eru ættaðar frá Bandaríkjunum. Þar höfðu þær átt heima í mörg ár og komið fram á skemmtistöðum, þar sem þær sungu og dönsuðu, áður en þær fluttust til Evrópu, þar sem þær hafa búið i rúm tíu ár. Þær ferðast um frægustu skemmtistaði Evrópu og „troða upp“ fyrir svimandi háar upphæðir, þvi þær eru ekki bara þéttar á velli, þær eru einnig frábærar söngkonur og efnis- skrá þeirra blönduð gömlum og góðum lögum ásamt gamansöngvum. Hvernig væri að fá Peters-systur til íslands, hvað segja veitingahúsin? V 06 DANSMUSIK A Gamla myndin. Þessi mynd var tekin sumarið 1952 af Dixielandhljómsveit, sem Þórarinn Óskarsson æfði upp með það fyrir augúm, að hljómsveitin léki á hljómleikum, sem haldnir voru á vegum Jazzklúbbs íslands,, þegar Ronnie Scott (enskur jazzleikari) kom hingað. — Á myndinni eru í fremri röð frá vinstri: Helgi Ingimundarson tenór-saxófónn (stari'- ar ekki lengur við hljóðfæraleik), Ágúst Eliasson, trompet (starfar ekki lengur við hljóðfæraleik og gerði aldrei að neinu marki), Kristján Hjálmarsson, klarinet (Kristján er nú búsettur i Bandarikjunum, en var um alRangt skeið kunnur hljóðfæraleikari i ýmsum hljómsveitum hér), þá er það banjóleikarinn Haraldur Guðmundsson, en hann Íék á trompet í fyrstu hljómsveit Björns R. Einarssonar, var síðan hljómsveitarstjóri í Vestmannaeyjum og á Norðfirði, þar sem hann er nú búsettur, Þórarinn Óskarsson, trombón (var um alllangt skeið með eigin hljómsveit, en hefur lítið fengizt við hljóð- Framhald á bls. 31. Til vinstri á þessari mynd sjáum við enska söngvarann og kvikmyndaleikar- ann Frankie Vaughn, sem m. a. lék í kvikmyndinni „Let‘s make love“ með Marylin Monroe, sem sýnd var hér á landi fyrir nokkrum vikum. Englendingar bundu miklar vonir við Frankie og væntu þess að hann mundi „slá í gegn“ i Ameríku með þeim tveim kvikmyndum, sem hann lék í þar, en það fór á annan veg. Þó Frankie sé góður söngvari þá er hann ekki nógu góður kvikmyndaleikari, segja þeir i Ameríku og vilja ekki fá Iiann í fleiri kvikmyndir að sinni. Annars er Frankie þarna í samræðum við þau Nínu og Friðrik, sem oft hafa komið fram i Englandi undanfarna mán- uði og eru mjög vinsæl þar. Þau Nina og Friðrik munu m. a. fara til Ameríku bráð- lega, þar sem þau eiga að skemmta i sjón- varpsþáttum. 24 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.