Vikan


Vikan - 07.02.1963, Qupperneq 17

Vikan - 07.02.1963, Qupperneq 17
- Þú getur ekki verið of varkár í að velja þér konu, sagði hr. Brisher og togaði með þykkri hendinni í strítt skeggið, sem annars skýldi lítilli hökunni. - Nú, hvers vegna? vogaði ég mér að segja. - Jú, sagði hr. Brisher, í döprum blágrænum augum hans var hátíðlegt blik og hann hreyfði höfuðið þessu til áherzlu um leið og hann andaði vín- þefnum beint framan í mig. - Þær eru margar, sem hafa rennt til mín augunum ... eins margar og ég get nefnt í þessari borg ... en engri hefur tekizt það ... engri. Ég virti fyrir mér rjótt andlit hans, hina miklu breidd hans um miðjuna, hið meistaralega hirðuleysi hans í klæðaburði og ég andvarpaði með þá hugsun að sökum óverðugheita stúlknanna yrði hann sá síðasti af sinni ættkvísl. - Ég var mjög geðugur piltur, þegar ég var yngri, sagði hr. Brisher, - og mér gekk vel að vinna. En ég var varkár ... mjög varkár. Og ég hafði það af ... Hann hallaði sér fram yfir ölstofuborðið og var bersýnilega að velta fyrir sér trúmennsku minni. Að lokum varð tiltrú hans ofan á. - Einu sinni var ég trúlofaður, sagði hann þá, og augnaráð hans var fjarrænt. - Svo nálægt? Hann leit á mig. - Svo nálægt því. í sannleika sagt ... Hann horfði í kring- um sig, hallaði andliti sínu fast að mínu, lækkaði röddina og hélt grómugri hönd- inni þannig fyrir, að hluttekningarsnauður heimurinn heyrði ekki ræðu hans. - Ef hún er ekki dáin eða gift einhverjum öðrum eða eitthvað ... þá er ég enn trúlofað- ur. Núna. Og hann undirstrikaði þessa yfirlýsingu með höfuðhneigingu og andlits- skælingu. - Ennþá, sagði hann og hætti öllum látbragðsleik, en brá yfir í hirðuleysis- legt bros, mér til undrunar. - Ég! - Stakk af, útskýrði hann í frekari trúnaði, og auga- brúnir hans lyftust. - Fór heim. - Það segir ekki allt ... Þú myndir ekki trúa því, sagði hann, - en ég fann fjársjóð. Fann raunverulegan fjársjóð. Ég tók þessu eins og gamni og varð kannske ekki neitt verulega undrandi. - Já, sagði hann, - ég fann fjársjóð. Og kom heim. Ég segi þér, að þú gætir orðið undrandi yfir mörgum hlut- um, sem komið hafa fyrir mig. Og um hríð gladdist hann yfir að endurtaka að hann hefði fundið fjársjóð ... og yfirgefið hann. Ég hafi engan sérstakan áhuga á að heyra sögu, en ég varð var við þörf hr. Brishers og leiddi talið viljandi að yfirgefnu stúlkunni hans. - Hún var falleg stúlka, sagði hann, örlítið dapurlega fannst mér. - Og heiðarleg. Hann lyfti augabrúnunum og kipraði saman munninn, til að sýna full- kominn heiðarleika ... meira en til jafns við okkur rosknu mennina. - Það var langt héðan. í Essex, nánar sagt. Rétt hjá Colchester, Það var þegar ég var í London, vío byggingastörfin. Ég var geðugur náungi þá, get ég sagt þér. Grannur. Átti ágætis föt, eins og hver annar. Hatt... silkihatt, ef þú vilt vita það. Og hönd herra Brishers mældi frá höfði hans upp í loftið, til að sýna silkihatt eins og þeir gerast hæstir. Regnhlíf ... fallega regnhlíf með beinhaldi. Savin’s. Ég var mjög varkár ... Hann varð hugsandi um stund, og hann hugsaði, eins og við öll hljótum að gera fyrr eða síðar, um horfið æskuskin. En hann stillti sig, eins og sérhver hlýtur að gera inni á ölstofu, af skiljanlegum ástæðum. - Ég kynntist henni fyrir milligöngu náunga, sem var trú- lofaður systur hennar. Hún dvaldist í London um tíma með frænku sinni, sem átti kjötsölustað. Þessi frænka var mjög sérstæð, þetta var allt sérstætt fólk, allt fólkið hennar ... og vildi ekki láta systur hennar fara eina út með þessum náunga, nema hin systir hennar, stúlkan mín sko, færi með þeim. Svo hann kom mér í þetta, svona til að gera málið viðráðanlegra. - Við vorum vön að fara í gönguferðir í Battersea- garinum síðdegis á sunnudögum. Ég með hattinn minn, hann með sinn. Og stúlkurn- ar ... jæja ... eftir tízkunni líka. Það voru ekki margir í Battersea-garðinum, sem þurftu að skopast að okkur. Hún var ekki það, sem kallað er falleg, en yndislegri stúlku hef ég aldrei hitt. Ég kunni vel við hana allt frá byrjun, og ... jæja, hún kunni vel við mig ... þó að ég viti ekki, hver hefði ekki getað gert það. Þú veizt víst, hvernig það er. Ég lét sem ég gerði það. - Og þegar þessi náungi kvæntist systur hennar ... við vorum ágætis vinir ... hvað var um annað að ræða en að bjóða mér til Colchester, rétt þar sem hún átti heima. Auvitað var ég kynntur fyrir fólkinu hennar, og ... jæja, innan skamms vorum við trúlofuð. Og hann endurtók: - Trúlofuð! - Hún bjó heima hjá pabba sínum og mömmu, fyrirtakskona ... í fallegu litlu húsi með garði ... þetta var mjög heiðarlegt fólk. Þú gætir kallað þau rík, eða allt að því. Þau áttu Framhald á bls. 42

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.