Vikan


Vikan - 07.02.1963, Side 32

Vikan - 07.02.1963, Side 32
Verðlaunaprinzinn var formlega afhentur hjá Vikunni, 15. janúar s.l., en þá kom hinn hamingjusami eigandi vinnings- miðans, Stella Jónsdóttir, Byggðaveg 141, Akureyri, til Reykjavíkur til að sækja bílinn. Það þarf varla að skýra frá því að Stella var ánægð með gripinn, og við getum glatt lesendur Vikunnar með því að fullvissa þá um að bíllinn kom í góðar þarfir, hvort sem þau hugsa sér að eiga bílinn eða selja hann. Stella og eiginmaður hennar, Kjartan Sumarliðason, eiga 4 börn á aldrinum 2—13 ára. Þau hafa staðið í því undanfarin ár að byggja sér hús, og það er ekki fullgert ennþá. Þau hafa aldrei talið sig hafa haft ráð á að eiga einkabifreið, enda hefur hvorugt þeirra bíl- próf, en Kjartan hefur skellinöðru til að fara á í vinnuna. Stella sagði okkur að það hefði raunar verið tilviljun háð að hún sendi lausnina inn, því hún hafði ekki hugsað um að halda saman blöðunum, en á síðustu stundu kröfðust börnin þess að hún sendi inn lausn, og þá varð að útvega blöðin, sem vantaði. Það mun því hafa verið á síðustu stundu, sem lausnin á Prinz-getrauninni var send Vikunni „Þetta er því í rauninni allt börnunum að þakka,“ sagði Stella, ,,og ég hefði átt að setja það á þeirra nafn — en þá er heldur ekki víst að þetta bréf hefði verið dregið ...“ — Hún biður að heilsa öllum les- endum Vikunnar, og óskar þeim gleðilegs nýárs, með von um að sem flestir þeirra detti í lukkupottinn á þessu ári. Svo ók hún af stað með bros á vör — í spluknunýjum bíl. 22 — VIKAN 6. tW.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.