Vikan


Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 2
Alltaf fjölgar Volkswagen Volkswagen er ætíð ungur ,,BREYTINGAR“ til þsss eins „AÐ BREYTA TIL“ hefir aldrei verið stefna Volkswagen, — og þess vegna getur Volkswagen elzt með árunum en þó ha'dist í háu endursöluverði. Engu að síður er Volkswagen í fremstu röð, tækni- Iega, því síðan 1948 hafa ekki færri en 900 gagnlegar endurbætur farið fram á honum OG NÚ SÍÐAST NÝTT HITUN- ARKERFI. Gjörið svo vel að líta inn og okkur er ánægja að sýna yður Volkswagen og afgreiða hann fyrir vorið. V O L K S WAG E N er einmitt framleiddur fyrir yður HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. I fullri alvöru: GÚMMÍTÉKKAR 0G LEÐURTÉKKAR Mér varð ekki um sel — svo ég noti orðalag Alþýðublaðsins — þeg- ar farið var að auglýsa leðurtékka- hefti. Gúmmítékkar hafa lengi verið þekkt fyrirbrigði á voru landi, og ekki þótt neitt skemmtilegur gjald- miðill. En út yfir tekur nú, ef farið er að hafa þessa tékka úr ennþá seigara efni og skotheldara, því að því ég veit bezt, er leður ennþá slit- seigara en gúmmí. Það er illa farið, ef aukið eftirlit með tékkum, eins og bankarnir eru sagðir hafa tekið upp, hefur þann einn árangur að útrýma gúmmítékkum og innleiða leðurtékka. Ég myndi vera því með- mæltur, að hætt yrði að leika sér með bæði gúmmítékkahefti og leð- urtékkahefti, og haldið áfram að láta viðskiptamenn bankans hafa þessi gömlu, góðu bréftékkahefti, sem alls staðar tíðkast. Þetta er kannski útúrsnúningur, en býður þetta orðskrípi ekki bein- línis upp á slíkan útúrsnúning? ís- lenzkir orðasmiðir eru orðnir svo mishagir, að tími er til kominn að spyrna við fótum og athuga sum þessi orðskrípi, sem læðzt hafa inn í málið. Þau, sem fyrst koma upp í hug- ann, eru fáránlegar nafngiftir sumra reikningshausa á fyrirtækjum sín- um. Til eru hattaverzlanir og bíla- búðir, og hver maður skilur, að í þeim fást hattar og bílar. En svo kemur Herrabúðin og Dömubúðin, og svo undarlega bregður við, að hvorug verzlar með það sem í nafn- inu felst. Maður skyldi halda, að hægt væri að labba beint inn í Dömubúðina og fá eina dömu eða tylft af dömum, rétt eftir óskum viðskiptavinarins. En það er nú eitt- hvað annað. Tilgangur Náttúrulækningafélags- ins felst í nafni þess. Að beita sér fyrir náttúrulækningum. Tilgangur Slysavarnafélagsins felst einnig í nafninu: Að koma í veg fyrir slys. En svo er til félag, sem heitir Krabbameinsfélag. Hvað liggur beinna við, en ætla að sá félags- skapur beiti sér fyrir almennu krabbameini? Eftir sömu lógikk væri hægast að kalla lyfjaverzlanirnar sjúklinga- búðir. Ekki svo að skilja, að þar fáizt sjúklingar, en þar fæst ýmis konar varningur handa sjúklingum. Slysavarnafélagið ætti þá að heita Framhald ó bls. 49.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.