Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 8
^ • •
ER NYR FLUGVOLLUR
ÆSKILEGUR?
Örln bendlr á þann stað, þar sem malblk flugvallar-
brautarlnnar hættir. Rétt framundan er Kársneslð.
að því í framtíðinni að leggja
Reykjavíkurflugvöll niður, en við
verðum jafnframt að tryggja
Reykjavík og nágrenni þá þjón-
ustu, sem borgin á kröfu á, sem
mesta samgöngumiðstöð landsins.
Reykjavík og nágrenni þarf að
hafa þjónustu í samgöngumálum,
jafnt á sjó, á landi, sem og í lofti.
Þess vegna finnst mér ekki annað
koma til greina, — ef ekki verður
byggður flugvöllur á Álftanesi eða
annars staðar í nágrenninu, — en
að treysta öryggi og aðbúnað hér
á vellinum, þar til fullreynt er,
hvort Keflavíkurflugvöllur getur
ekki fullnægt utanlandsfluginu, en
minni flugvélar í innanlandsflugi
geti athafnað sig á flugvellinum í
Reykjavík."
BRANDUR, TÓMASSON,
yfirflugvirki Flugfélags Islands:
Ég er ásamt mörgum öðrum
mönnum, sem að flugmálum starfa
orðinn uggandi út af flugvallarmál-
um höfuðborgarinnar, og ekki sízt
vegna þess algjöra stefnuleysis, sem
virðist ríkjandi í þeim málum.
Við, sem störfum á flugvellinum
að staðaldri, sjáum það ljóslega að
þar er svo mörgu ábótavant að furðu
sætir að ekki skuli vera hafizt handa
fyrir löngu síðan um að byggja nýj-
an flugvöll, þar sem alþjóðlegum
örýggisreglum er fullnægt, og skil-
yrði fyrir þróun flugmála í fram-
tíðinni eru fyrir hendi.
Ég vil fyrst, máli mínu til stuðn-
ings, benda á alvarlegustu vankanta
Reyk j a víkurf lugvallar.
Brautarlengdir eru ekki nægjan-
legar, miðað við þá umferð flug-
véla, sem þar er, og þunga þeirra.
Það er vitað mál að DC6B-vélar
geta ekki hafið sig til flugs á lengstu
brautum vallarins, fullþungar, —
nema sérstök skilyrði séu fyrir
hendi. Ef ekki, þá þurfa vélarnar að
XU þess að lengja brautlna, hafa stórvlrkar vélar
unnið að því dag og nótt að fylla upp tanga langt
út í sjó.
'
ik*.
millilenda í Keflavík til að taka
eldsneyti, en slík millilending getur
ekki taiizt æskileg, og það frá aðal-
flugvelli fslendinga. Ennfremur
minnkar öryggi ferðarinnar, auk
þess að vera kostnaðarliður, sem
ekki er eðlilegur.
Aðflugsljós að flugvellinum vant-
ar svo að segja alveg en slík ljós
eru nauðsynlegur öryggisauki við
blind- og næturflug. Flestir flug-
vellir í dag, á borð við þennan, eru
búnir slíkum aðflugsljósum.
Fyrir tveimur af brautarendum
vallarins, eru hindranir, samkvæmt
reglum ICAO (Alþjóða öryggis-
þjónustan í flugmálum), nánar til-
tekið, Kársnesið fyrir suðurbraut-
inni og Öskjuhlíðin fyrir austur-
brautinni.
Þessi ákvæði mæla svo fyrir að
hlutfallið milli brautarenda til
hindrunar og hæðar hindrunarinnar
skuli vera 1:40, og er þá miðað við
að hæsti punktur hindrunarinnar
sé mældur 50 fet (um 15 mtr.) yfir
hæstu húsum, þegar um hús er að
ræða. Það er að segja, að fyrir
hverja 40 metra fjarlægð megi koma
eins meters há hindrun.
Þegar þetta hlutfall er mælt í
dag, kemur í ljós að Kársnesið sjálft
myndar hindrun við brautina, jafn-
vel þótt þar væru engin hús. Húsin
auka svo að sjálfsögðu hæð hindr-
unarinnar ennþá meira. Það er til-
gangslaust að kenna Kársnessbúum
um það, þótt þeir byggðu hús sín á
Kársnesi, — eins og heyrzt hefur.
Þeir hafa enga tilkynningu fengið
um lengingu brautar eða tilkomu
þyngri flugvéla eða yfirhöfuð að
hætta gæti stafað af flugvellinum
á þessum stað. Það er sleifarlag
þeirra aðila, sem fara með þessi
mál, að sjá ekki um slíka hluti
sem þessa. Sömuleiðis hafa þessir
aðilar einnig látið undir höfuð leggj-
ast að stöðva byggingar á tilkom-
andi flugvallarsvæðum á Álftanesi,
en það mundu þó flestir telja ómaks-
ins vert.
Nú er ennþá verið að lengja þessa
braut, og mér er ókunnugt um hve
löng hún verður að lokum, en við
hvern metra, sem bætist við, verð-
ur hún hættulegri til flugtaks til
suðurs, bæði fyrir þá, sem í flug-
vélinni eru og þá, sem búa á Kárs-
nesinu. Það hefur verið sagt að
brautina eigi að lengja þar til hún
verði nógu löng fyrir DC6B-vélar.
Það sjá allir, að lengingin er gerð
til þess að vélarnar geti farið lengra
til suðurs eftir brautinni, taki sig
á loft með meiri þunga, en verða
við það lægra og nær Kársnesinu.
Hindrunina er verið að auka með
lengingunni og öryggið minnkar að
sama skapi.
Fyrir þriðja brautarenda blasir
við miðbærinn í lítilli fjarlægð.
Fæstum mundi þykja hann æski-
legur nauðlendingarvöllur fyrir
flugvél, sem nauðlenti eftir flug-
tak. Það er ósjaldan að börn
og aðrir á tjörninni skipta hundr-
uðum, en tjörnin er beint í línu
flugbrautar til norðurs, og eigi
langt frá brautarenda. Þétt við
brautarenda til vesturs, sem er
fjórði að aðalbrautarendum vallar-
ins, liggur fjölfarinn vegur, með
öllu eftirlitslaus hvað umferðina
snertir.
Aðflug til vallarins er heldur ekki
gott, vegna hæða og húsa og fer
stöðugt vernsandi vegna aukinnar
Framhald á bls. 31.
g — VIKAN 12. tbl.