Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 10
Mám
Karlmenn ku
aldrei fara á út-
sölu ... og ef
þeir gera það, þá
er það bara af
einskærri forvitni.
- Nema þá ef
þeir kaupa eitt-
hvað ...
JQ — VIKAN 12. tbl.
Það þekkja allir skrýtlurnar um
útsölurnar og kvenfólkið, og karlmenn-
irnir hlægja dátt að því, þegar
kvenfólkið er að tala saman um að það sé
útsala á einhverjum stað daginn eftir,
og nú þurfi þær aldeilis að koma
snemma o. s. frv. Svo sverja þeir og
sárt við leggja, að þeir leggi sig aldrei
niður við að fara á útsölu, því að þar sé
svoddan bölvaður troðningur og
læti, að það borgi sig alls ekki. Þar
að auki eru aðeins þær vörur á útsölum
— segja þeir — sem ekki hafa selzt
af einhverjum ástæðum.
Nei, þá er betra að labba sig inn
í rólegheitum einhvern daginn, og
segja með dálítið fyrirmannlegu sniði:
Mig vantar eins og fjórar Van Heusen
drip dry, Óli. Viltu pakka þeim inn
fyrir mig, númer 15V2, og senda mér
á skrifstofuna."
„Skal gert, herra minn!“ segir Óli
brosandi, og lagar á sér hálsbindið.
Svo koma skyrturnar á skrifstofuna eftir
smástund, maður borgar brosandi og
þakkar fyrir sig. Svona á það að vera.
First class service!
Ekkert rövl!
Þess vegna var það að ég fór að
hlæja um daginn, þegar ég heyrði
í útvarpinu að P&Ó ætluðu að hafa
útsölu í nokkra daga. Nú skal ég aldeilis
gera grín, hugsaði ég með mér,
og ná í myndir af útsölunni hjá þeim,
og galtómri búð. Ég er viss um að það
kemur ekki kvikindi til þeirra á
útsölu í karlmannafataverzlun. Karlmenn
Framliald á bls. 47.