Vikan


Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 49
hagaði sér alveg eins og kjáni, enda var hún gjörsamlega utan við sig af taugaspennu. „Heyrðu — ég held að það sé bezt, að við förum heim núna.“ Pia renndi frá sér stólnum, og mundi þá allt í einu eftir að taka af borðinu — bara til þess að haf- ast eitthvað að. Það ríkti heilmikil spenna í sumarbústaðnum, svo lá við að loftið titraði. En Hans gekk til hennar, og tók bollana úr hönd- um hennar. „Liggur eitthvað á?“ sagði hann, og tók um úlnliðina á henni. Pia reyndi að losa tak hans á sér. Það var eins og hann gæti séð í gegn um hana, séð óttann, sem hún bar í brjósti fyrir þessum nýja, ókunna Hans. Hún fann hendur hans renna upp eftir handleggjum sínum, upp á axlirnar, og utan um hana, fast utan um hana. „Pia,“ sagði hann hásri röddu, og lét vel að henni. Hún minntist þess, að svona hafði hann gert áður, og það var ekkert að óttast. Hún reyndi að grafa höfuð sitt í barmi hans, og ímynda sér, að allt væri í stakasta lagi. Hún væri hér hjá Hans, sínum trúa og dygga Hansi... En hún vissi samt, að eitthvað var að. Hendur Hans voru eldheitar við bert hörund hennar, og það var hiti, sem gerði hana skelkaða. Hún vildi losna úr faðmi hans, en hann hélt henni fastri. Það var vont, og hún varð að berjast við hann, — en hann var sterkari. í einskærri örvæntingu sló hún hann skyndi- lega utan undir. Hún var ekki viss um, að hún vissi gjörla hvað hún gerði. Hann sleppti henni allt í einu, og hún stóð ein á miðju gólf- inu, og fann tómleikann lykjast um sig. Hún varð hrædd, þegar hún sá augnaráð hans. Það var allt í senn, heitt, ískalt og stingandi. Var þetta virkilega hennar Hans, sem stóð þarna? „Það er bezt að þú farir núna heim í þínum bíl,“ sagði hún, og fann, að röddin bjó alls ekki yfir þeim styrk, sem hún hafði vonað. „Ég sef hér í nótt, og fer svo heim með rútunni á morgun.“ Hans sagði ekki aukatekið orð. Hún beið, titrandi, eftir, að hann segði eitthvað. Að hann bæði hana fyrirgefningar á því, hvað hann hafði verið andstyggilegur við hana. Að hann segði: „Við förum saman heim, þú verður ekki hér alein,“ — en hann baðst ekki fyrirgefningar. Þess í stað sagði hann: „Er það þannig, sem þú vilt hafa það?“ „Já,“ svaraði hún, óhamingjusöm. „Okey þá,“ sagði hann stuttlega. „Eins og þú vilt." Og svo fór hann. Án þess að segja orð meira. Hún heyrði bílinn fara í gang, og aka burtu. Tárin runnu hljóðlega niður kinnarnar á henni. Hún hefði ekki getað aftrað þeim, þótt hún hefði viljað. Hún fann sumarnáttfötin sín, og skreið upp í rúm, skjálfandi af ekka og kulda. Hún var frá af myrkfælni, en að lokum féll hún þó í svefn. Og nú var hún vöknuð. Hún neri á sér augun. Þau voru skraufþurr, af því hve hún hafði grátið mikið kvöldið áður. Hún fór fram úr rúm- inu, og ætlaði að klæða sig og koma sér heim. Og þar ætlaði hún að gráta. Gráta, þangað til engin tár væru eftir. Gráta, þangað til allur tómleiki og leiðindi væru horfin. Hans, hugsaði hún. Hvernig gaztu gert mér þetta? Fyrst að haga þér svona, og svo aka bara heim. Hann kærði sig víst ekkert um hana. Honum hafði verið alveg sama, hvað fyrir hana gat komið hér út- frá. Allt var búið, það var ekkert gaman að lifa lengur, fyrst hún átti Hans ekki lengur ... Gólfið var ískalt, og henni varð kalt á fótunum. Hún trítlaði að skápnum og fann gamlan slopp, sem hún sveipaði um sig. Síðan gekk hún fram í litlu forstofuna, tók lás- inn af, og gekk út á tröppurnar. Birkiblöðin glitruðu í morgun- dögginni, og sólin speglaðist í vatn- inu, sem gjálfraði við fjöruborðið. Fugl vappaði um hlaðvarpann, og mölin í heimkeyrslunni tindraði eins og silfur. Mölin ... ? Hans — bíllinn! Hún stóð dolfallin á tröppunum, og fann ekki hvað vindurinn var napur og loftið rakt. Hljóð gleði hríslaðist um hana alla og yljaði henni um hjartarætumar. Þarna, á silfurglitrandi malarstígnum, ná- kvæmlega þar, sem hann hafði stað- ið í gær, stóð bíllinn hans Hans, og þar sem Hans gat ekki hafa komizt í bæinn í neinni rútu í gær, hlaut hann að vera þarna líka. Hún tók nokkur skref, — og svo þaut hún í áttina til bílsins. Svo gægðist hún inn. Framsætið var tómt. En í aftur- sætinu lá hann. Hann hafði sveipað um sig rúskinnsjakkanum sínum, sett einn púða undir höfuð sér og annan ofan á magann. Og hann svaf ... Veslingurinn, hér hafði hann leg- ið, aleinn, alla nóttina. Þetta hlaut að þýða, að ... ? Hún brosti, og í sama bili flaug í gegn um huga hennar þægileg til- hugsun. Hún hafði skellt allri skuld- inni á Hans, og kennt honum um, að hafa eyðilagt kvöldið áður. En væri ef til vill ekki réttara að skipta sökinni til helminga? Það var þó hún sjálf, sem hafði átt upptökin að þessari ferð þeirra. Það hafði verið hún, sem var svo spennt fyrir að þau yrðu alein heilt kvöld. En þegar pilti þykir vænt um stúlku, þá er ef til vill ekki svo auð- velt ... ? Hann var hennar Hans aftur. Hún læddist hamingjusöm inn í kofann aftur, og setti upp vatn í kaffi. Síðan lagði hún á borðið, — með tveimur bollum. ★ I fullri alvöru. Framhald af bls. 2. Slysafélagið, og þannig mætti lengi telja. Svo við víkjum aftur að leður- AXLABANDAPILSIÐ •K Þnð nýjostA ★ Tísknlitir Fæst í öllum helstu kvenfataverzlunum E TH MATHIESEN HF LAUGAVEG 178-SÍMI 3 65 70 VIKAN 12. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.