Vikan


Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 15
inu birtist iðandi fyrirsögn: „Tilraun nr. 1. Algjört leyndarmál." Síðan kom Wellington sprengjuflugvél í ljós. Hún steypti sér niður að vatnsfleti sem á myndinni var. Einhverjum hlut var varpað niður og virtist hann falla mjög hægt, en hvarf síðan í sjóðandi vatnsgusu. Þegar gusuganginn lægði, hrökk Gibson við af undrun, er hann sá hvernig liluturinn hagaði sér. Ljósin voru kveikt, og Wallis tók að skýra fyrir honum myndina: „Þannig lítur sem sé leynisprengja mín út. Það er hún, sem við . . . Ég á við, það er hún, sem þér eigið að varpa niður með sama hætti.“ „Yfir vatni?“ spurði Gibson í von um að geta togað einhverjar nánari upplýsingar út úr Wallis. „Já, yfir vatni,“ svaraði Wallis án þess að víkja nánar að því, hvert skotmarkið væri. „Að nóttu til eða árla morguns, þegar yfir borð vatnsins er alveg lygnt, og ef til vill dálitill þolcuslæðingur. Búist þér við að geta haldið um það bil 400 kílómetra hraða á klukku- stund í tuttugu metra hæð yfir kyrru vatni, og fengið sprengjuna , til að hitta nákvæmlega í mark?“ „Það er mjög erfitt að ákveða hæð uppi yfir vatni,“ svaraði Gibson. „Einkum ef vatnið er kyrrt. Hve miklu má muna, of eða van?“ „Engu! Þar í liggja erfiðleikamir. Það verður að gerast í nákvæm- lega lultugu metra liæð. Hvorki meira eða minna. Annars hittir hún ekki i mark.“ „Segjum. það, við getum alltaf reynt. Við hljótum að finna ein- hverja lausn.“ ÞEGAR GIBSON kom aftur til Scampton morguninn eftir, skýrði hann flokksforingjum sín'um frá því, að gera ætti sprengjuárásina úr tuttugu metra liæð. „Þá verðum við að æfa í tunglskini,“ varð „Dinghy“ að orði. „Og það er nú allt í liófi með tunglskinið hér á landi.“ Gibson kvaðst hafa heyrt, að hægt væri að þjálfa menn til nætur- flugs með nýrri aðferð — í tilbúnu tunglskini. Þá væru breiddar rafgular hhfar yfir rúður stjórnklefans og flugmennirnir látnir setja upp blá gleraugu. Og það væri nákvæmlega eins og að fljúga í tunglskini. Til þess ætlaði hann að útvega þeim viðeigandi tæki. Yfirloftsiglingafræðingurinn varð áhyggjufullur. Ef lágt er flogið, sér flugmaðurinn ekki nógu vel yfir landið, svo þá varð að liafa meðferðis mikið af stórum og nákvæmum landakorlum. En landa- bréf í stóru broti eru mjög ómeðfærileg á flugi og verður að skipta um þau i sifellu. Hann stakk því upp á kortum i stórum lengjum, sem hægt væri að vefja upp á kefli. Skyldi hver loftsiglingafræð- ingur sjá sér fyrir slíkum keflum. Gibson valdi þeim nú tíu ólíkar æfingaleiðir, og næstu dagana þrumuðu Lancastervélar óaflátanlega í 30 metra hæð, aftur og fram yfir sléttum mýraflákum í Lincolnsliire, Suffolk og Norfolk. Eftir nokkra daga voru þeir komnir niður í fimmtán metra og flugu nú lengri leiðir, allt til Norður-Englands. Gibson tók nú Lancastervél sjálfs sín, „G fyrir Georg“, og flaug upp að fjallavatni einu til að sjá, hvort liægt væri að halda ná- kvæmlega tuttugu metra hæð yfir vatni. Hann steypti sér niður yfir fjöllunum, rétti sig af, flaug lárétt yfir vatnið og stakk sér aftur upp fyrir fjöllin handan þess. Hann endurtók flugið hvað eftir annað og komst að raun um, að hann átti ekki mjög erfitt með að halda hæðarmælinum á tuttugu metrum. En hins vegar varð ekki vitað fyrirfram hvernig þrýsting- ur í gufuhvolfinu yfir Þýzkalandi var, og það er einmitt loftþrýst- ingurinn sem mest áhrif hefir á hæðarmælinn. Það gat þó allt lag- azt með æfingunni. Hann reyndi aftur þegar rökkur var og þokuslæðingur yfir vatninu. Blækyrrt vatnið rann saman við rökkrið, og hann varð þess vísari, að liann hafði lítil tök á að fylgjast með hæðinni. Þeir voru að þvi komnir að steypast á kaf, og i þvi er hann beindi vélinni þvert upp á við, heyrðist hálfkæft tuldur frá skyttunni aftur í. Hann liafði séð útblástur vélarinnar mynda gára á vatninu. Jafnvel sprengjuvarpara Gibsons, sem var kaldur karl, stóð ekki á saman. „Hvert þó í logandi,“ hróp- aði hann. „Þetta er bara helvíti hættulegt.“ Gibson flaug aftur heim og tilkynnti Cochrane, að ef ekki væri hægt að finna aöferð til að ákveða hæðina nákvæm- lega, myndi árásin aldrei lieppnast. „Yið höfum ennþá tíma til að hugsa um það,“ mælti Coc- hrane. „En nú skuluð þér heldur líta á líkön af skotmörk- unum.“ Hann benti á þrjá trékassa. „Þér getið ekki þjálfað lið yðar á réttan hátt, ef þér liafið ekki liugmynd um tak- markið. En þér eruð eini maðurinn í flugsveitinni, sem eittlivað fær að vita.“ Gibson spennti efstu fjalirnar upp með hamri. Honum varð fyrst fyrir að varpa öndinni léttar. Svo var þá hamingj- unni fyrir að þakka, að þeir áttu ekki að ráðast á Tirpitz. Stundarkorn leið áður en honum yrði ljóst, að likönin voru af stíflugörðum. Þetta voru haglega gerðar eftirlíkingar af Möhne, Eder og Sorpe stíflunum, og það ekki einasta görð- uiium sjálfum, heldur og nokkrum ferkílómetrum land- svæðisins umhverfis þá. Framhald á bls. 34. Risavaxin sprengja féll niður með þungum dynk. VIKAN 12. tbl. — Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.