Vikan


Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 3

Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 3
I ÞESSARI VIKU Útgelatiai Hilmir ii. I. Ritstjóri: / Gisli SiffwrSsson (ábm.). Auglýsingastjóri: Jóna Sigurjónsdóttir. BlnSamemt: GuSmnndiir Sarlsson os SigurSnr Hreiðar. Útlitsteikning: Snorri Frsðriksson. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 149. Afgreiösla og dreifing: Blaöadreifíng, Laugavegi 133, simi 36720. Dreifingarstjóri Oskar Karlsson. Vevö f lausasölu kr. 20. Askriítarverð er 250 kr. ársþriðjungslega, greiöist íyrirfram. Prentun Hilrnir h. f. Mynda- mót: Rafgraf h. f. Í 'NÆSTA BLAÐI ÞAÐ ER TÍZKA AÐ TRÚA EKKI. Vikan ræðir við sr. Emil Björnsson um stöðu kirkjunnar í nútíma þjóðlífi, kirkjusókn, skírn og fermingu og margt annaö, sem þessum málum heyrir til. í SKAMMDEGISFJÖTRUM. Mjög at- hygSisverð saga eftir Rick Rubin um ungan mann sem verður haldinn und- arlegri geðveilu; bilar í kapphlaupinu um frama í stóru fyrirtæki, leggst í rúmið, bindur fyrir augu og eyru og svo ... LAUSNARGJALDIÐ. Smásaga eftir hinn heimskunna höfund Pearl S. Buck. Hún fjallar um barnsrán og viðbrögð foreldranna. FEGURÐARSAMKEPPNIN. Nú er það keppandi nr. 4 í úrslitum og hún heitir Thelma Ingvarsdóttir. Hún er nú sem stendur fótómódel í Kaupmannahöfn og París. ÆTLARÐU Á LÝÐHÁSKÓLA? Vikan hefur talað við Bjarna M. Gíslason um danska lýðháskóla og Bjarni segir allt af létta um þessar menntastofnanir. VARAHLUTIR í HJARTAÐ. Fram til þessa hefur reynzt ófært að bjarga því, þegar hjartalokur bila. En nú eru þær einnig búnar til. Grein og myndir. LIÐSVEIT MYRKURSINS. IV. hluli. FORSÍÐUMYND: Barnahópur framan við kirkju Óháða fríkirkjusafnaðarins. ER NÝR FLUGVÖLLUR ÆSKILEGUR? Flugvélarnar vcrða stærri og stærri, byggingarnar hækka í kringum gamla Reykjavíkurflugvöllinn og nú hefur verið gripið til þess að leggja braut út í sjó. Vikan hefur leitað álits hjá níu mönnum, sem fiestir eru tengdir fluginu á einhvern hátt. AÐ ELSKA NÁUNGANN. Ekkert er eins þreytandi og það þegar ekkert gerist. Þá verður að Ieita að fréttaefni og reiðhjól nágrannans hjá húsi grannkonunnar verður grunsamlegur hlutur. Sérstaklega þegar það stendur þar dag eftir dag. Svoleiðis hneyksli lætur maður ekki viðgangast ef maður elskar náungann. Smásaga cftir Unni Jörundsdóttur. ÉG FER ALDREI Á ÚTSÖLUR. Ónei, karlmenn fara ekki á útsölur. Ég lít þar kannski inn af forvitni, en ég kaupi aldrei neitt af þessu útsölurusli, nema það séu alveg afbragðsflíkur, sem augsýnilega hafa lent þar fyrir mistök. Grein og myndafrásögn. SONJA EGILSDÓTTIR er jafngömul lýðveldinu, ung og falleg stúlka, sem stundar nám í Verzlunarskóla íslands. Hún er nr. 3 í úrslitum og myndir af henni sjáið þið hér í blaðinu. fílDCÍ D A II Að Þessu sinni birtum við forsíðumynd innan úr Vatnagörðum I* |J || ^ | fj f\ |t| við Viðeyjarsund. Esjan er að baki. Þetta er eftirlætisstaður fyrir unga elskendur — meðan ekki er búið að fylla þar allt af pússningasandi — og þið sjáið að þetta unga fólk, sem lieitar einverunnar, hefur sannarlega framhærilegan farkost meðferðis. Það er Singer Vogue, einn sá ágætasti bíll, sem unnt er að fá fyrir 182 þúsund og vel þess virði: Vélin er 62 hestöfl, 4 strokka og framaní. Skipting er ýmist í stýri eða gólfi. Bíllinn er fimm manna, unaðslegur í akstri og vinnur mjög vel. Þið sjáið, að hann hefur mjög virðulegan svip. Lengd hans er 4.19 m og dyr fjórar. Guðbjartur Pálsson í Bílaleigunni Bíllinn hefur nokkra slíka bíla í leigu og mælir mjög með þeim. Umboð fyrir Singer Vogue hefur Raftækni h.f., á homi Nóatúns og Laugavegar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.