Vikan


Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 33
að sandi úr sjávarbotninum í kring, og ég hefi heyrt að lauslegar athug- anir hafi verið gerðar í því sam- bandi — af áhugamönnum — og að eftir því sem bezt verði séð, þá muni það vel framkvæmanlegt, og líklega ekki kosta meira en um 30 milljónir. Hvað sem þessu líður, þá er bráðnauðsynlegt að hefja undir- búning að framkvæmdum hið fyrsta, því að flugvallaerfiðleikar mega ekki verða til þess að stöðva flug- félögin og gera þeim erfitt fyrir í samkeppni við erlenda aðila. GUNNAR SIGURÐSSON, f 1 ugvallarst j ór i: Árið 1962 fluttu íslenzku flugfé- lögin um 180 þús. farþega, eða sem svarar til allri íbúatölu landsins. Langsamlega mestur hluti þessara farþega hafði viðkomu á Reykja- víkurflugvelli, eða um 160 þúsund. Gera má ráð fyrir, að um 200 þús. manns fari því um flugvöllinn þegar á næsta ári, og um 1970 verði þessi tala 300—400 þús. Lendingar og flugtök flugvéla voru á s.l. ári um 21 þús., þar af höfðu lendingar millilandaflugvéla aukizt um 40 af hundraði frá því árið áður. Það gefur því auga leið, að Reykjavíkurflugvöllur er fjölfarn- asta samgöngumiðstöð landsins að því er snertir farþegaflutninga, á sama hátt og Reykjavíkurhöfn er sú mikilvægasta að því er snertir vöruflutninga. Af þessu má ljóst vera að allar bollaleggingar um að „leggja, flug- völlinn niður“ eru ekki raunhæfar, fremur en ef einhver kæmi með þá uppástungu að fjarlægja eða fylla upp í Reykjavíkurhöfn. Forsenda fyrir því að „leggja flugvöllinn niður“: er sú ein að nýr flugvöllur við innanverðan Faxaflóa væri þá kominn til sög- unnar, sem gæti tekið við þjónustu- hlutverki því, sem Reykjavíkur- flugvöllur gegnir nú. Allir eru sammála um, að slíkur flugvöllur myndi kosta hundruð milljóna króna, aðeins greinir menn á hve mikil sú upphæð yrði. Fer afstaða manna eftir því, hvort þeir eru fylgjandi þessari lausn eða ekki, og er þá tæpt á upphæðum frá kr. 100 milljónum í 1.000 mill- jónir. Allir geta verið sammála um það að nýr flugvöllur geti verið æski- legur, spurningin er hins vegar, hvernig væri hægt að tryggja nægi- legt fjármagn til slíkrar mann- virkjagerðar með það hagkvæmum kjörum að viðráðanlegt reyndist. í þessu sambandi verður að hafa í huga að samanlagðar fjárveitingar af hálfu ríkisins til fjárfestingar vegna ísl. flugmála frá upphafi nema aðeins um 80 milljónum króna, og yrði því væntanlega að leita sérstakra úrræða í þessu efni. Að mínu áliti er það frumskilyrði fyrir því, að ísl. stjómarvöld geti markað framtíðarstefnu í þessum málum, að kannað sé ítarlega með jarðfræðilegum og verkfræðilegum athugunum, studdum nákvæmum kostnaðaráætlunum, hverjir mögu- leikar eru á gerð nýs flugvallar, til samanburðar við sambærilegar at- huganir á Reykjavíkurflugvelli. Sem flugvallarstæði fyrir nýjan flugvöll koma vart aðrir staðir til greina en Álftanessvæðið vegna flugtæknilegra aðstæðna og annarra takmarkana. Frá flugtæknilegu sjón- armiði liggur þetta svæði mjög vel við, en af jarðfræðilegum ástæð- um yrði flugvallargerð þar efalaust mjög kostnaðarsöm, og er þá aftur komið að kjarna málsins, þ. e. fjár- hagsgetu íslenzka ríkisins til þess að auka framlög til fjárfestingar flugmála. Reykjavíkurflugvöllur hefur um langan aldur dugað íslenzkum flug- málum vel og verið ein aðalstoðin, sem staðið hefur undir vexti og við- gangi þeirra. Sem aðalbækistöð íslenzku flug- nokkuð langt árabil og um leið að á honum verði gerðar þær endur- bætur að hann fullnægi innanlands- flugi okkar og því millilandaflugi sem flugfélögin starfrækja í dag. Ef í það yrði ráðizt að byggja nýj- an flugvöll fyrir höfuðborgina t. d. á Álftanesi eins og nú er oft talað um, mundi ég að sjálfsögðu fagna því. Slíkur flugvöllur yrði auðvitað nýtízku flugvöllur og mundi í öllu fullnægja nútíma kröfum. Ég vil þó geta þess að ég tel ekki að byggja eigi flugvöll fyrir höfuð- borgina lengra í burtu en á Álfta- nesi. Það er mjög almenn skoðun að Reykjavíkurflugvöllur hafi verið staðsettur og byggður í trássi við innlend yfirvöld. Nokkrum árum fyrir stríð var búið að ákveða flug- velli fyrir Reykjavík stað í „Vatns- Ef yður vantar vélar, verkfæri, varahluti, eða þurfið að stofnsetja verksmiðju, verkstæði eða önnur fyrirtæki, þá sendið fyrirspurn til okkar. Við getum útvegað yður þetta allt með hagstæðu verði og góðum kjörum. Ennfremur járn, stál, bárujárn, vír og alls- konar rör. Einnig vörur úr gerfiefnum. Fjárútvegun eftir samkomulagi þegar um verk- smiðjur eða stærri framkvæmdir eða kaup er að ræða. Fyrirspurnum er svarað greiðlega. Stuttur afgreiðslufrestur. HABAG EXPORT & IMPORT G. m. b. H. BREITESTRASSE 28, DÚSSELDORF Símnefni: HABAGEXPORT félaganna bæði fyrir millilanda- og innanlandsflug, hefur lega hans ver- ið ómetanleg, og með endurbótum þeim, sem nú er verið að vinna að er tryggt að núverandi flugfloti fé- laganna geti í öllum tilvikum hafið flug héðan á hinum lengstu flug leiðum. Nema þær sérfræðilegu at- huganir, sem gerðar yrðu á Álfta- nessvæðinu, er fyrr getur, leiddu annað í ljós, svo og að úr rætist með fjárhagshliðina, verður ekki annað séð, en að Reykjavíkurflugvöllur, með nokkrum endurbótum, haldi áfram að verða um langt árabil sú samgöngumiðstöð og lyftistöng flugmálanna, sem hann hefur verið hingað til. SIGURÐUR JÓNSSON, forstjóri Loftferðaeftirlits ríkisins: Mín skoðun er sú að Reykjavík- urflugvöll eigi að nota enn um mýrinni" þ. e. a. s. nokkru norðar og nær bænum heldur en núverandi flugvöllur er staðsettur. Var þá gert ráð fyrir þremur flugbrautum 180— 1200 metra löngum. Tóku brezku hernaðaryfirvöldin fyllsta tillit til óska bæjaryfirvaldanna um stáð- setningu flugvallarins. Því er það að Reykjavíkurflug- völlur er að verulegu leyti staðsett- ur á svipuðum slóðum, þótt stærð hans hafi hins vegar orðið önnur en upprunalega var gert ráð fyrir, en til þess liggja ástæður sem ekki verða raktar hér. ALFREÐ ELlASSON, flugmaður, framkvæmdastjóri Loftleiða: Hér á Reykjavíkurflugvelli eru ekki nógu góð skilyrði fyrir okkur í sambandi við viðhald og raunar ýmislegt annað. Við höfum sótt um aðstöðu á Keflavíkurflugvelli, en fáum hana ekki. Þess vegna erum við tilneyddir til að vera hér. Ef einhver vildi byggja flugvöll úti á Álftanesi, sem væri fullkom- inn, hvað lengd og annað snertir, þá vildum við auðvitað fegnir fara þangað. Það var mjög ofarlega á baugi hjá okkur að fara til Keflavíkur, svo framarlega sem við fengjum að- stöðu til viðgerðar, þrátt fyrir það að maður gæti gert ráð fyrir um 25% hærri vinnulaunum, sem við yrðum að greiða okkar starfsmönn- um þar, en við getum það bara ekki, vegna þess að við höfum þar enga aðstöðu. Það litla, sem við höfum hér, er þó betra í því tilliti. — Hvaða aðstaða er það, sem ykkur vantar á Keflavík? Fyrst og fremst flugskýli og verkstæðispláss. Við getum helzt ekki verið með reksturinn á tveim stöðum. Ég vil benda á, gð skrif- stofubyggingin hérna hjá okkur, og farþegaafgreiðslan stendur hvort- tveggja alveg fyrir sínu, jafnvel þótt við færum eitthvað annað, því að sú bygging er staðsett í alfaraleið, og við munum alltaf þurfa á slíkri miðstöð að halda, hérna í bænum, hvar sem framtíðarflugvöllur verð- ur staðsettur. Sem sagt: Við höfum ekkert á mó.ti því að fara héðan, en til þess verðum við að fá aðstöðu annars staðar. Okkur hefur hins vegar verið sagt það, að nýr flugvöllur verði ekki byggður næstu áratug- ina. Það er óhætt að hafa það eft- ir mér, að við séum ekki ánægðir með Reykjavíkurflugvöll, okkur vantar þar skilyrði, lengri brautir o. fl., en þrátt fyrir það er okkur þó skást að vera þar kyrrir í dag. ÖRN O. JOHNSON, framkvæmdastj. Flugfélags Islands: Góður flugvöllur þarf að uppfylla viss skilyrði í sem ríkustum mæli. Þau helztu eru: 1. Góð flugtæknileg aðstaða, svo sem hindranalitlar að- og frá- flugsleiðir, möguleikar til að koma fyrir æskilegum aðstoðar- tækjum (radiovitum, ILS, að- flugsljósum o. s. frv.), heppileg stefna og lengd flugbrauta, o. fl. 2. Góð veðurskilyrði, miðað við staðhætti. 3. Góð staðsetning með tilliti til samgangna við það byggðarlag, sem flugvöllurinn þjónar, þ. e. sem minnst fjarlægð frá viðkom- andi borg, gott vegasamband, o. fl. 4. Góður jarðvegur og aðstaða, þ. e. a. s. góð undirstaða flugbrauta og mannvirkja, vissir stækkunar- möguleikar, nægilegt landrými fyrir nauðsynlegar byggingar (svo sem flugafgreiðslu, flug- vélaskýli, vörugeymsluhús) o. fl. 5. Að umferð flugvéla á flugvell- inum og í nágrenni hans skapi sem minnsta hættu fyrir borg- arana og valdi ekki óeðlilegum truflunum og óþægindum vegna hávaða. Sennilega er sá flugvöllur ekki til, sem uppfyllir framangreindar kröfur til fulls. Alls staðar er um VIKAN 12. tbi. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.