Vikan


Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 4
Kelvinator Áratuga reynsla tryggir yður óviðjafnanlegan kæliskáp að ytra útliti, hagkvæmni og notagildi. — Hagsýnar húsmæður um víða veröld velja KELVINATOR kæliskápinn. 5 ára ábyrgð á mótor, árs ábyrgð á öðrum hlutum skápsins. — Viðgerða- og varahlutaþjónusta að Laugavegi 170. Sími 17295. AFBORGUNARSKILMÁLAR. Kenwood-hrærivélin vinnur öll erfiðustu verkin. Kenwood léttir húsmóðurinni heimilisstörfin. Það er þess vegna, sem hver hagsýn húsmóðir velur Kenwood-hrærivélina. Tfekla Austurstræti 14. Sími 11687. Drykkjumaður ... Elsku Vika mín. Ég þakka þér kærlega fyrir allt gmalt og gott. Svo er mál með vexti að ég er með strák, og hann er mesti drykkjumaður. Hann vill aldrei hætt að drekka. Finnst þér, að ég eigi að hætta að vera með honum? Takk fyrir birtinguna. Helena Sigurðardóttir. -------Já. Aldursmunur ... Kæri Póstur. Ég er 19 ára gamall, og er bú- inn að vera með sömu stelpunni í bráðum eitt ár. Ég er mjög hrifinn af henni og hún af mér. Við höfum ekki trúlofað okkur ennþá en eig- um von á barni í maímánuði n. k. En það er eitt sem skyggir á ham- ingju okkar. Ég hef ekki getað sagt foreldrum mínum frá samveru okk- ar, vegna þess að unnusta mín er 20 árum eldri en ég. Já, já, hún er 39 ára en hún er ung í anda eins og 19 ára stelpa og mjög ungleg. En kæri Póstur, eins og þú sérð á þessu bréfi mínu þá er nokkur aldursmunur á okkur og ég er dá- lítið ragur við að segja foreldrum mínum frá þessu og veit ekki, hvernig ég á að fara að því. Gefðu mér nú einhver góð ráð, kæri Póstur. Einn ástfanginn. P. S. Hún á hús og nýjan bíl og 10 ára gamlan son frá fyrra hjóna- bandi. Er þetta nokkuð til að hneykslast á? — — ■— Þú skalt ekki vera feim- inn við að segja foreldrum þín- um frá þessu. Ef þið elskizt eins og vera ber og getið ekki án hvors annars verið, þá er engin ástæða til þess að stía ykkur í sundur. Þú skalt samt ekki flana að neinu — þú ert nú einu sinni ekki nema 19 ára ungling- ur — og ég vona þín vegna, að það séu ekki húsið og bílKnn, sem þú ert svona skotinn L Karlinn fáskiftinn ... Kæri Póstur. Ég hef verið trúlofuð í eitt ár. Venjulega erum við hjá tilvonandi tengdaforeldrum mínum um helgar. Tengdamóðir mín kemur mjög vel fram við mig og virðist líka vel við mig, en tengdapabbi vill mig ekki sjá. í hvert skipti, sem við kom- um þangað, leggst hann á sófann og lítur ekki á mig. Ef ég yrði á hann, svarar hann ekki, heldur snýr sér bara til veggjar. Það eru um þrjú ár síðan ég hitti hann fyrst, og ennþá hefur hann ekki talað við mig að ráði. Ég vil gjarnan vingast við hann, — en hvað á ég að gera? Bolla. Láttu karlasnann eiga sig. Það er ekki tauti komandi við svona súra fauska, hvað sem maður reynir. Ég ætti að kannast við þá. Ef hann bráðnar ekki sjálfur, þá láttu hann bara sigla sinn sjó. Það er ykkur öllum fyrir beztu. Gular tennur ... Pósturinn, Vikunni. Ég er með falskar tennur, en mér finnst þær séu að verða gulari en þær voru áður. Er hægt að gera þær hvítar aftur? K. S. T. Plasttennur verða oft gular með aldrinum, sérstaklega ef eigand- inn reykir mikið. En postulíns- tennur halda sér betur. Venju- legur þvottur með sápu og volgu vatni ætti að duga til að halda þeim eins hvítum og hreinum og hægt er. Hver er skotinn ... ? Kæra Vika. Fyrir nokkru síðan var ég ægi- lega skotin í strák, en vinkona mín eyðilagði allt saman með því að ljúga í hann sögum um mig, og segja að ég væri skotin í öðrum. Hún var nefnilega sjálf skotin í honum. Nú hefur hún viðurkennt allt saman, og segir mér að hami sé ennþá skotinn í mér. Hvað á ég að gera, kæri Póstur? Ástfangin. Sveltur sitjandi kráka, — en fljúgandi fær ... Stelpurnar skárri ... Kæra Vika. Ég er nýkomin til Reykjavíkur utan af landi, og rata ekki vel í bænum ennþó. Þegar ég spyr drengi til vegar, sem eru svona 11—12 ára, þá á ég venjulegast á hættu að mér verði svarað út úr, eða að þeir hreyta í mig einhverjum ófor- skömmugheitum. En ef ég spyr stúlkur, eru þær venjulegast kurt- eisar. Hvernig stendur á þessu? Ókunnug. Þessi aldur drengja er einmitt einkennandi fyrir það, að þeir þykjast þurfa að vera „ægilega töff“ eða „svaka gæjar“ eða eitt- hvað í þá áttina. Satt að segja hef ég ekki tekið eftir því að stelpur á þessum aldri séu nokk- uð betri, —- en kannski það sé bara vitleysa hjá mér. Ég held að kurteisi sé bara að detta úr sögunni, svona smátt og smátt og smátt ... Mjólk og kalk ... Kæra Vika. Ég er 15 ára gömul stúlka, og •drekk venjulega allt að tveim lítr- um af mjólk á dag. Sumir hafa sagt við mig að ég verði kölkuð á þessu,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.