Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 34
Veliið aðcins það bczia
, \nslccTi\jV
undirfatnaður úr þyklcu nælon er bæði
fallegur og svo sterkur, að hann er nær
óslítandi.
einhverjar tilslakanir að ræða, mis-
jafnlega miklar eftir aðstæðum.
Reykjavíkurflugvöllur hefur ver-
ið lyftistöng fyrir flugsamgöngur
fslendinga, fyrst og fremst fyrir það
hve vel flugvöllurinn uppfyllir tvö
framangreindra skilyrða, 2. og 3.
Hins vegar mun flugvöllurinn í sinni
núverandi mynd ekki fullnægja
þeim flugtæknilegu kröfum, sem
gerðar verða til hans í næstu fram-
tíð og er því augljóst, að eigi að
nota hann til frambúðar, verður
ekki hjá komizt, að gera á honum
dýrar og víðtækar endurbætur og
breytingar.
M. a. með tilliti til þessa, hefur
sú spurning vaknað, hvort heppi-
legra kynni að reynast, og jafnvel
ódýrara, að gera nýjan flugvöll
annars staðar í nágrenni Reykja-
víkur. Nefnd sérfræðinga starfaði
að athugun þessa máls og komst
að þeirri niðurstöðu, að margt benti
til, að framtíðarflugvöllur höfuð-
staðarins væri betur staðsettur á
Álftanesi. Nefndin taldi þó, að áð-
ur en endanlega yrði úr þessu
skorið, þyrfti að gera ýmsar athug-
anir, m. a. jarðvegsrannsóknir á
Álftanesi og á núverandi flugvallar-
svæði. Einnig taldi hún nauðsynlegt,
að gerðar yrðu ráðstafanir til stöðv-
unar frekari byggingarframkvæmda
á Álftanesi á meðan slíkar rann-
sóknir færu fram.
Ég tel rök nefndarinnar og niður-
stöður skynsamlegar og er þeim
sammála í meginatriðum. Margt
bendir til að Álftanessvæðið full-
nægi fjórum af fimm framan-
greindra skilyrða jafnvel, og að
sumu leyti betur, en núverandi
flugvallarsvæði. Aðeins 3. atriðinu
fullnægir núverandi flugvöllur bet-
ur en Álftanessvæðið, en þó ekki
svo, að mikill munur sé á.
Ég tel því að hið bráðasta beri
að framkvæma þær athuganir og
rannsóknir, sem umrædd nefnd hef-
ur gert tillögur um. Að því loknu
er hægt að taka ákvörðun um það
á hvorum staðnum framtíðarflug-
völlur Reykjavíkur skuli vera.
Aðra staði en þessa tvo tel ég ekki
koma til greina.
Ríki og bær þurfa að taka hönd-
um saman um örugga og hagkvæma
lausn þessa máls. Að því þarf að
vinna af einurð og einlægni og án
allra hleypidóma.
Það verður mörgum vafalaust á
að spyrja hvers vegna Vikan hafi
ekki haft samband við flugmála-
stjóra, Agnar Kofoed Hansen, til
þess að spyrja um afstöðu hans í
þessu máli, því það liggur bein-
ast við að álíta að hann hafi þar
ákveðnar skoðanir og sé ekki feim-
inn við að láta þær í ljósi, enda
mun hann vafalaust sá maður, sem
mest áhrif hefur — og ætti að hafa
— til þess að beina framkvæmdum
á réttar brautir.
Jú, Vikan hafði samband við
flugmálastjóra, og ræddi við hann
góða stund. Á grundvelli þeirra við-
ræðna var skrifuð stutt grein, sem
síðan var send honum til athugun-
ar, breytinga og samþykkis. En
honum leizt ekki á greinina. Kannski
hefur hún bara verið illa skrifuð,
og hann ekki mátt vera að því að
lagfæra hana. Hvað sem því líður
þá neitaði hann að skrifa undir
hana, en samþykkti að svara nokkr-
um ákveðnum spurningum, sem
lagðar væru fyrir hann í sambandi
við þetta mál.
Spumingarnar voru skrifaðar og
sendar honum, en þegar hann var
búinn að sjá þær, þá neitaði hann
algjörlega að svara þeim og vildi
ekki ræða málið meira. Sagði að
það væri „að bera í bakkafullann
lækinn“ að hann færi að segja
meira um þetta mál.
Það er ekki víst að lesendum
Vikunnar finnist það sama, og vafa-
laust má álykta að þeir, sem finna
mest fyrir hávaða frá vellinum og
geta hvenær sem er átt von á að
fá 100 farþega vél niður um þakið
hjá sér, vilji gjarnan fá að heyra
svör flugmálastjóra við spurning-
um Vikunnar.
Hér á eftir eru spurningarnar,
sem A. K. H. neitaði að svara í Vik-
unni. Hann hefur ennþá möguleika
til að svara þeim, — í Vikunni eða
einhvers staðar annars staðar opin-
berlega.
SPURNINGAR:
1. a. Verður suður-norðurbraut
Reykjavíkurflugvallar sam-
kvæm reglum ICAO um hindr-
anir fyrir brautarenda, þegar
hún hefur verið lengd eins og
áformað er?
b. Er hún það í dag?
2. Myndar Öskjuhlíðin ekki hindr-
un samkvæmt sömu reglum á
austurbrautinni?
3. Eru erlendir (bandarískir) sér-
fræðingar þeirrar skoðunar, að
flugvöllurinn í Reykjavík full-
nægi þeim kröfum, sem gera
verður til hans, og álíta þeir að
heppilegasta leiðin í flugvallar-
málum sé að endurbæta hann
og stækka?
4. Hefur kostnaður við byggingu
nýs flugvallar á Álftanesi ver-
ið athugaður á þeim grundvelli
að sanddæluskip yrði fengið til
að dæla þangað undirstöðu und-
ir brautir?
5. Hafið þér óskað eftir því við
viðkomandi ráðherra eða ríkis-
stjórnina í heild, að áframhald-
andi rannsóknir verði gerðar á
flugvallarstæði á Álftanesi.
6. Ef slík rannsókn yrði jákvæð,
munduð þér þá leggja til að
framkvæmdir þar yrðu hafnar
strax og mögulegt er?
G. K.
Liðsveit myrkursins.
Framhald af bls. 15.
Gibson skoðaði þær lengi. Siðan
lagði Cochrane fjalirnar aftur yfir.
„Nú vitið þér þá, við hvað 'þér eigið
að fást,“ sagði hann. „Farið nú aft-
ur á fund Walliss og finnið mig,
þegar þér komið til baka.“
Hið fyrsta sem Wallis spurði, var:
„Treystið þér yður til þess?“
„Það gengur vel í dagsbirtu, ekki
sérlega vel 1 myrkri,“ svaraði Gib-
son. „Það er beinlínis ómögulegt að
— VIKAN 12. tbl.