Vikan


Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 6
Stórar og fullhlaðnar millilandaflugvélar skríða yfir húsþökin hjá Reykvíkingum, og helmingur bæjarbúa getur ekki sofið á nóttinni fyrir hávaða. Sjúklingar í sjúkrahúsunum fá engan svefnfrið. Kópavogsbúar kvarta yfir því sama og krefjast þess að stórar millilandavélar hætti að fljúga lágflug þar yfir. Erlendir og innlendir tæknifræðingar fordæma flugvöllinn. Flugmenn telja hann varhugaverðann. Forstjórar flugfé’aganna telja hann ófullnægjandi. En samt er verið að stækka völlinn af fullum krafti. Hver er meiningin? Er rétt að stækka völlinn og gera hann nothæfan fyrir þyngri og stærri vélar, eða er æskilegt að byggja nýjan flugvöll? G.K. hefur rætt við átta menn, sem standa framarlega í flugmálum okkar, um Reykjavíkurflugvöll og æskilegt framtíðarskipulag flugvallarmála. Hér eru svör þeirra. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri: „Það á ekki að stækka Reykja- víkurflugvöll til að auka um- ferð stærri fiugvéla . .. það ber að stefna að þvi að leggja hann niður.“ S Gunnar Sigurðsson, flugvallar- stjóri: „Allir geta verið sammála um það að nýr flugvöliur geti ver- ið æskilegur ...“ ::v: : Örn O. Johnson, framkv.stjóri Flugfélags íslands: „Reykjavíkurflugvöllur full- nægir ekki þeim flugtæknilegu kröfum, sem gerðar verða til hans í næstu framtíð ...“ ER NÝR FLUGVÖLLUR Alfreð Elíasson, flugmaður, framkv.stjóri Loftleiða: „Við erum ekki ánægðir með Reykjavíkurflugvöll ...“ ; 'MMíSk ■■ ' .'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.