Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 44
mörðum niðursoðnum ananas bætt
í eplasósuna.
Epli má nota í margan mat til
bragðbætis, t. d. í rauðkálið og verð-
ur það auðmeltara á því. Ef epli er
rifið í sandkökudeigið heldur kakan
sér betur mjúkri. Steiktar eplasneið-
ar með kjöti og medisterpylsu gefa
matnum skemmtilegan svip og
bragð. Ef eplin eru skorin í sneiðar
nokkru áður en á að nota þau, er
gott að láta sneiðarnar liggja í köldu
vatni, til að losna við að þær
dökkni.
ÚTLAGINN.
Framhald af bls. 12.
„Farðu að hreyfa þig,“ sagði ég
og benti á dyrnar.
„Ég þarf að láta vinna dálítið
fyrir mig,“ sagði maðurinn, „og
mér var bent á þig.“ Hann hristi höf-
uðið. „Ég get ekki ímyndað mér
hvers vegna.“
„Hann myrti son minn fyrir þrem-
ur árum,“ sagði maðurinn.
„Ég hef nú heyrt, að það hafi
verið í sjálfsvörn.“
„Þá hefurðu ekki heyrt rétt,“
sagði maðurinn. reiðilega.
„Það er hugsanlegt."
„Viltu taka að þér verkið?“
„Meinarðu að hafa upp á Pierce
Smith? Nei, það held ég ekki.“
„Þú kærir þig ekki um 5000 doll-
ara, eða hvað?“
„Hver gerir það ekki?“
„Nú, taktu þetta þá að þér.“
„Nei, það held ég ekki.“
„Mér fannst þú ekki heldur líkleg-
ur til stórræða," sagði maðurinn og
fór út í bílinn.
Ég stóð í dyrunum og sagði:
„Eigðu peningana og láttu lögregl-
una um að ná í hann.“
Hann leit fyrirlitlega á mig.
„Hann er í gömlu Mexico og það
er ekki líklegt að hann fari þaðan
á næstunni. Lögreglan eltir hann
að ég sit um hann. Hann veit það
vel, að hann mundi ekki vera eina
viku á lífi, eftir að hann kæmi
hingað aftur.“
„Hvernig veit hann, hve mikið þú
leggur upp úr þessu?“
„Ef þú hefðir farið,“ sagði mað-
urinn og hló kaldranalega, „hefð-
irðu verið sá sjöundi, sem ég sendi.“
„Ó,“ sagði ég. „Gátu þeir ekki
rakið spor hans?“
„Nei. Hann rakti þeirra spor.“
„Jæja,“ sagði ég og var nú orð-
inn forvitinn. „Komu þeir aftur?“
„Fimm þeirra,“ sagði maðurinn
hægt. „Sá þriðji kom aldrei aftur.“
„Hefurðu sent einhvern úr þessu
byggðarlagi?"
„Einn af slæpingjunum úr borg-
inni. Ég er ekki vandlátur," sagði
hann og yppti öxlum.
„Þeir eru nokkrir. Hver þeirra
var það?“
„Harley Baird. Það var enginn
dugur í honum.“
voru peningamar, sem töldu mér
hughvarf. Ég reyni að telja sjálfum
mér trú um, að það hafi verið á-
hættan, sem freistaði mín. Þetta
var töluverð áhætta. Ég rifjaði upp
fyrir mér, hvað ég hafði heyrt um
Pierce Smith, og ég vissi að þetta
mundi verða eins og að ætla sér
að veiða tígrisdýr. Ef gamli mað-
urinn hefði sagt sannleikann, mátti
búast við að Pierce Smith væri orð-
inn hættulegur.
Pierce Smith hafði dvalið í þessu
landi lengi og þekkti það út og inn,
og hann þekkti landið hinum megin
við ána jafnvel. Hann var sterkur,
þolinmóður og greindur. Það var
eitthvað ótamið í honum, þrátt fyrir
ytri ró. Stundum kom hann inn til
borgarinnar og fékk sér að drekka.
Hann talaði vingjarnlega við alla,
sem ávörpuðu hann kurteislega, en
það voru alltaf einhverjir, sem ekki
gátu þolað menn, sem voru rólegir
og ánægðir með sjálfa sig, þannig
A E borðitofniett Nýtt stórt
Teikning: Axel Eyjólfsson.
borðstofusett
★
HÚSGAGNAYERZLUN
AXELS EYJÓLFSSONAR
Skipholti 7. — Símar: 10117 og 18742.
„Hvað er verk þetta mikils virði
í þínum augum?“ spurði ég.
„Ég þarf að láta drepa mann,“
sagði hann, eins og hann væri að
biðja mig að skera naut.
Ég fór að velta því fyrir mér,
hvort maðurinn hefði sloppið frá
einhverju hæli og mér leið heldur
betur yfir að vera með byssuna.
Hann var töluvert þyngri og stærri
en ég, þó að hann væri miklu eldri.
„Þú kemur heldur seint,“ sagði ég.
„Ég ákvað einmitt í morgun að
hætta að myrða fólk.“
„Þetta er allt mögulegt," sagði
maðurinn, „ég myndi ekki ætlast
til að þú lentir í neinum útistöðum
við yfirvöldin. Hefurðu heyrt um
Pierce Smith?“
Hver hafði ekki heyrt um hann?
Skyndilega vissi ég hver þessi mað-
ur var og ég hafði enga samúð með
honum. „Ég þekki hann aðeins,“
játaði ég, „en ég hef heyrt mikið
um hann.“
ekki þangað, og íbúarnir hér um
slóðir leggja það ekki á sig að elta
hann.“
„Hefur þú verið þarna uppi í
fjöllunum?"
„Nei,“ svaraði hann. „Ég er borg-
arbúi og óvanur að ferðast um slíkt
landslag.
„Ef þú hefðir verið þar, mund-
irðu skilja hvers vegna Mexikanar
vilja ekki leggja það á sig að elta
þangað einn mann, sem þar að auki
hefur ekki gert neitt á hluta þeirra.
Það er erfitt yfirferðar."
„Það er hægt að kaupa allt fyrir
peninga," sagði maðurinn. „Ég finn
einhvern til að ná honum. Ég eyði
mínum síðasta eyri, ef á þarf að
halda, til að koma honum fyrir
kattarnef.“
„Láttu dálítinn tíma líða,“ sagði
ég. „Hann verður þreyttur á ein-
verunni og kemur aftur hingað."
„Haiin kemur ekki aftur.“ Mað-
urinn þagði um stund. „Hann veit
„Harley var ekki mikið fyrir að
vinna,“ sagði ég, „en hann hefur
flakkað um landið þvert og endi-
langt, og ég hef aldrei heyrt að hann
gæfist upp við neitt."
„Hann gafst upp við þetta,“ sagði
maðurinn. „Hann kom með lafandi
skottið aftur.“
„Hvernig stendur á því, að þú
hefur augastað á mér?“
„Lögreglustjórinn mælti með þér,“
sagði maðurinn hörkulega. „Hann
sagði að þú værir harðjaxl og
þekktir landið hér eins vel og hver
annar. Hann sagðist líka búast við,
að þú hefðir þörf fyrir peningana."
„Þú ættir að vera vaxinn upp úr
að trúa því, sem fólk segir,“ sagði
ég hlæjandi.
„Þú getur skipt um skoðun,“
sagði hann. „Ég verð í borginni í
nokkra daga og bý á hótelinu.“ Hann
ók af stað og bíllinn valt og hristist.
ÉG veit ekki ennþá, hvort það
að venjulega þurfti hann að slást
við einhverja — og það voru slags-
mál, sem um munaði.
Ég þekkti Pierce Smith aðallega
í sjón og af umtali, en hann hafði
einu sinni komið heim til mín, og þá
hafði hann nokkra ferðamenn úr
borginni með sér. Þannig hafði hann
ofan af fyrir sér. Hann fór með
borgarbúa út í eyðimörkina og upp
í fjöllin — hann sá um allt fyrir þá
og sýndi þeim fjallaljónin og önn-
ur dýr.
Það var á einni slíkri veiðiferð
að hann lenti í vandræðum. Hann
var með ungan mann, sem var villt-
ur og þrár. Ungi maðurinn hafði
flösku meðferðis og hafði orðið
drukkinn og byrjað að erta Pierce
til reiði. En sagan var öðruvísi þeg-
ar faðir piltsins og dýrir lögfræðing-
ar hans fóru með hana til dómstól-
ana — þá átti Pierce Smith að hafa
drepið piltinn fyrir peningana, sem
hann var með — og það var sagan,
^ — VIKAN 12. tbl.