Vikan


Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 14
„Hundruðum mannslífa er stefnt í voða vegna þess einungis að eitt einasta fífl kann ekki að halda kjafti!“ UÐSVEIT MYRKUKSINS AGINN eftir lyftist hulan lítið eitt. Gibson fékk að vita, að flugráð liafði gefið fíökki hans nafn. Hann skyldi nefnast Flugsveit 617. Samtímis fékk liann fyrirmæli um að fara með lestinni til Wey- bridge, og myndi hann verða sóttur á stöðina. „Af hverjum, lierra — ef ég má spyrja?“ „Hann þekkir yður,“ var svarið. Þegar Gibson gekk út úr járnhrautarstöðinni í Weybridge, ók stór og sterklegur maður í örlitl- um Fíalbíl, upp að ldiðinni á lionum. Hann varð að hnipra sig saman undir stýrinu. „Sæll, Guy,“ sagði liann. „Mutt!“ hrópaði Gibson hissa. „Ert það þú, sem ég á að liitta?“ „Já, ef þú ert sá sem ég er að bíða eftir, þá er það ég!“ svaraði Mutt Summers flugdómari bros- andi. „Stingdu þér inn!“ „Að hverju stefnir jxitta eiginlega allt saman?“ spurði Gibson er þeir þustu niður lilykkjótta götuna. „Þú munt komast að raun um það.“ Summers heygði niður hliðargötu, ók inn um stórt grinda- hlið og nam að lokum staðar frammi fyrir húsi noklcru. Hann leiddi Gibson inn í herbergi með út- sýn yfir golfvöll. Gráhærður maður reis upp af skrifborðsstóli sínum. „Það var gott, að þér komuð,“ mælti Barnes Wallis. „Við megum engan tíma missa. Þér eruð fráleitt mjög fróður um sprengjuna?“ „Sprengjuna?“ át Gibson upp eftir honum. „Ég veit ekki neitt um neitt. Ofurstinn sagði að þér mynduð útlista allt fyrir mér.“ „Þér vitið ekki einu sinni livert skotmarkið er?“ Wallis deplaði augunum undrandi. „Ég hefi ekki hugmynd um það, ekki minnstu.“ „En góði vinur,“ andvarpaði Wallis með óttahreim í rómnum. „Það gerir erfiðara um öll vik. Þetta er allt saman svo ótrúlega leynilegt, ég má ekki segja neinum neitt, sem ekki stendur á þess- um lista.“ Hann veifaði pappírsblaði og Gibson sá, að á því stóðu aðeins sex eða sjö mannanöfn. „Þetta er hreinasti fíflaskapur!“ hrópaði Summers. „Það mætti næstum segja sem svo,“ ansaði Wallis og leit dapurlega á lista sinn. „Já, ungi mað- ur, ég verð að segja yður svo mikið sem ég þori, og vonast til að yfirboðarar yðar segi yður afgang- inn, þegar þér komið lieim. Það eru til viss mannvirki á umráðasvæði óvinanna, sem eru lífsskilyrði fyrir liergagnaframleiðslu hans. Þessi mannvirki eru svo stór, að venjulegar sprengjur vinna ekki á þeim. En ég hefi úthúið sprengju, sem er alveg í sérflokki.“ Hann sagði nú frá höggbylgjunum og hvernig fara skyldi að því að láta sprengjuna lertda ná- kvæmlega þar, sem lil væri ætlazt. Gihson hleypti brúnum. Hann skildi varla þetta með liöggbylgj- urnar. „Ég skal nú sýna yður það,“ sagði Summers og fór niður í vasa sinn. Þar tók liann þrjá peninga, og lagði þá í samliangandi röð á skrifborðið. Síðan lagði liann fjórða peninginn beint aftur undan þeim, i talsverðri fjarlægð og gaf honum selhita. Peningurinn skauzt fram borðið og lenti aftan á aftasta peningnum af hinum þrem. Sá peningur lá þó kyrr og liinn næsti við hann, en sá fremsti þeyttist út á gólf. „Hér sjáið þér verkanir höggbylgjunnar,“ mælti Summers til skýringar. „Hún fer gegnum aftari peningana tvo, en þeytir iiinum út í loftið.“ „Nú fer ég að skilja,“ sagði Gibson og kinkaði kolli. Þeir gengu nú inní lítinn sýningarsal, Wallis slökkti Ijósið og setti kvikmyndavél af stað. Á tjald- — VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.