Vikan


Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 36

Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 36
Ö Iðunnarskórnir eru liprir, vandaðir og þægilegir. Nylonsólarnir „DURAUTE" hafa margfalda endingu við aðra sóla Veljið lit og lag við yðar hæfi í næstu skóbúð. 7 , halda tuttugu metra hæð yfir vatni að nóttu til.“ „Við finnum ráð við þvi. Nú skal ég segja yður dálitið meira um „Downwood", — það er sem sé dul- ncfnið á allri framkvæmdinni,“ mælti Wallis og tók að skýra fyrir honum, hvernig hugsað væri að sundra sprengjunum djúpt niðri í vatninu, fast upp við stiflugarðinn. „Ég geri ráð fyrir, að fyrsta sprengjan myndi sprungu í stein- vegginn. Fleiri sprengingar á sama stað hljóta þvi næst að þrýsta svo ákaft á sprunginn múrinn, að hann láti undan og lokum og steypist fram yfir sig. Þrýstingurinn af þunga vatnsins hjálpar auðvitað til. Árásina verður að gera i tungls- birtu og fullt tungl er í vikunni milli 13. og 19. maí.“ „Það er að segja eftir sex vikur?“ „Einmitt! Sprengjurnar verða að hitta nákvæmlega í mark. Ef þér miðið rangt og sprengjan hittir brjóstvörnina fyrir ofan yfirborð vatnsins er, allt unnið fyrir gig. Stiflunni verður ekkert meint af sprengingu ]oar.“ „Aftur á móti verður okkur að öllum líkindum meint af henni,“ svaraði Gibson. „Flugvélin verður stödd beint uppi yfir sprenging- unni.“ Hann ók aftur til Scampton i þungum hugsunum. Tækin til gervitunglskinsins komu og þeir settu gulu hlifarnar fyrir gluggana. Flugmennirnir létu á sig bláu gleraugun. Þetta var nákvæm- lega eins og að fljúga í tunglskini, enda þótt sól skini 1 heiði. Þeir flugu þúsundir kilómetra með nýja útbúnaðinn, fyrst í 50 metra hæð, og síðar er þeir lilutu meiri æfingu, í tuttugu metrum. Sprengjuvarpar- arnir frammi i trjónunni voru á verði gegn hættulegum hæðum og trjám. Þvi næst skipaði Gibson að fjar- lægja hlífar og gleraugu og sendi áhafnirnar í næturflug lágt yfir jörð. Fyrst eina og eina vél, en síðar fleiri saman í dreifðri fylkingu. Mörg flugvélin kom heim úr slíkri ferð, með kvisti og lauf í kæli- grindum hreyfla sinna. Án þess flugmennirnir vissu af, úði og grúði af leynilögreglumönn- um i nágrenni flugvallarins, sem áttu að gæta þess, að engum leynd- armálum væri smyglað þaðan. Sím- töl voru hleruð og bréf ritskoðuð. En áhafnirnar reyndust öruggar og þagmælskar. Þó bar svo til einn dag, að flugmaður nokkur hringdi til vin- konu sinnar og kvaðst ekki geta komið til stefnumóts, því einmitt I það kvöld yrði hann að fara í mik- ' ilsverða flugæfingu. Símtalið var hlerað, og Gibson kallaði alla flug- sveitiina saman. Hann skipaði synd- aranum að stíga upp á borð og standa þar, svd allir mættu sjá hann. Og þarna stóð hann •— fölur og vesældarlegur. „Lítið á hann!“ þrumaði Gibson. „Hundruðum mannslífa er stefnt í voða, vegna 'þess einungis, að eitt einasta fífl kann ekki að halda 'kjafti!" Og fleira sagði hann álíka mergjð. Þess háttar gleymskutilfelli komu aldrei fyrir aftur. Sveitin æfði sprengjuvarp úr lít- illi hæð yfir landinu hjá Wainfleet. Þar vörpuðu þeir niður æfinga- sprengjum með miðunartækin stillt á lægst. Árangurinn reyndist ekki scm beztur og piltarnir voru óá- nægðir með sjálfa sig. Gibson fór til Cochrane og skýrði honum frá vandræðunum. Tveim dögum síðar kom á fund iGibsons sérfræðingur frá ráðu- neyti flugvélaframleiðslunnar. „Ég held ég geti ráðið bót á vanda- máli yðar,“ sagði hann. „Þér hafið séð, að tveir turnar eru á hverjum stíflugarði. Við höfum mælt fjar- lægðina milli þeirra á loftmyndum. Hún er tvö hundruð metrar. Þetta hérna er hlutur, sem þér munið hafa gaman af.“ Hann benti á teikningu að litlu og mjög einföldu áhaldi. Að fimm mínútum liðnum hafði trésmiður þeirra smíðað áhaldið. Það var lítil þríliyrnd plata úr krossviði, með miðunargati í einu horninu en sínum naglanum í hvorum hinna. „Maður horfir gegnum miðunar- gatið,“ mælti sérfræðingurinn, „og þegar naglana Iier í tnrnana, er þrýst á hnappinn. Þá hittir sprengj- an í mark, — það er að segja ef þér haldið jafnri ferð og hæð.“ Gibson gat ekki annað en kinkað kolli af aðdáun. Verkamanna- flokkur var nú látinn reisa tvo gervi- turna á stíflugarði uppi í sveit, og við fyrstu tilraun kvikuðu átta send- ingar ekki nema fjóra metra frá mið- dcpli til jafnaðar. En hæðarvandinn var óleystur sem fyrr. Gibson reyndi aftur og aftur, til að vita livort hér þyrfti ekki aðeins æfingar við, en hann varð að hætta 'við svo búið. Því næst reyndi hann að láta tuttugu metra Iangan vír hanga niður frá vélinni, með lóð í neðri enda. Þegar lóðið snerti vatnsflötinn, hlaut flug- maðurinn að vera i réttri hæð. Það reyndist gagnslaust. Jafnskjótt sem flugvélin jók hraðann, dróst vírinn svo langt aftur úr, að heita mátti að liann lægi láréttur í loftinu. Cochrane lagði vandamálið fyrir „snillingaráð" sitt, og daginn eftir kom annar sérfræðingur úr ráðu- neyti flugvélaframleiðslunnar með lausn, sem var hvort tveggja í senn, einföld og örugg. „Setjið Ijósverpil neðan á trjónu vélarinnar, og annan nærri aftur undir stélinu, og beinið geislum þeirra niður á við og saman, þann- ig að þeir mætist tuttugu meturm 36 VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.